Örn Hrafnkelsson

Stafræn endurgerð bókmenningar.

 

Á Landsbókasafni Íslands - Háskólabókasafni er unnið markvist að stafrænni endurgerð á gögnum í vörslu safnsins. Unnið er að því að flytja skrár yfir safnkostinn á rafrænt form og gera þær aðgengilegar á netinu, ásamt því að tengja þær saman við aðrar gagnaveitur. Landsbókasafn hefur sett sér metnaðarfull markmið við stafræna endurgerð á prentuðum bókum, tímaritum, handritum, landabréfum og skjölum og nú þegar er mikið magn komið á vefina bækur.is, timarit.is og handrit.is. Allt með það að markmiði að auka þjónustu við notendur. Á þessari vegferð hafa verið ýmsar hindranir sem hefur verið hægt að yfirstíga - tækniþróunin er ör og kröfur notenda taka mið af því en reynt að leysa úr því eftir bestu getu. Notendur vilja aðgang að gögnum og eitt af hlutverkum safna að bregðast við þeirri kröfu hvort sem þau gera það ein á báti eða í samvinnu við aðra.

Auður Ingvarsdótir

„Óskyldur fróðleikur og nytsemi.  Hugmyndir um tilgang Landnámaritunar".

Elsta gerð Landnámu er upprunnin frá fyrsta skeiði rittækninnar á Íslandi. Ritmál var í fyrstu innleitt í hugmyndafræðilegum tilgangi þ.e. til þess að kristna þjóðir, hin veraldlega sýsla var um langt skeið á munnlegu stigi og væntanlega varð engin gjörbylting við innleiðingu ritmálsins.  Þær hugmyndir hafa verið ríkjandi í fræðunum að Landnáma hafi í upphafi verið hugsuð sem hagnýt skrá yfir jarðeignir. Erfitt er að heimfæra allan „óskyldan fróðleik" Landnámugerðanna til slíkrar nytjahyggju. Ætlunin er því að velta fyrir sér hugmyndum fræðimanna um nytsemi Landnámu og svo mögulegri þróun textans á miðöldum.

Valur Ingimundarson

Pólitísk viðmiðaskipti og umbreytingaskeið í íslenskri samtímasögu.

Fjallað verður um viðmiðaskipti (paradigm shifts) og áhrif þeirra á „stjórnmál minninga" í íslenskri samtímasögu.  Sjónum verður beint að hugmyndum um pólitískan tíma, birtingarmyndum fortíðar í samtímanum og togstreitunni milli hins „gamla" og „nýja"  á umbreytingaskeiðum.  Fjallað verður um efnið með skírskotun til síðari heimsstyrjaldar, loka kalda stríðsins og efnahagshrunsins.

Tereza Lansing

Þorsteinn Þorsteinsson á Heiði og alþýðubókmenning nítjándu aldar.

Þorsteinn Þorsteinsson bóndi á Heiði (d. 1863) var einn afkastamesti skrifari síns tíma í Skagafirði en hátt á sjötíu rímna- og sögubækur eru varðveittar með hans hendi. Í erindinu verður gerð grein fyrir samsetningu bókasafnsins og menningarlegu og samfélagslegu hlutverki skrifarastarfsemi Þorsteins.

Sylvia Hufnagel

Gunnlaugur Jónsson á Skuggabjörgum.

Gunnlaugur Jónsson (1786-1866) was a farmer on Skuggabjörg in Hofshreppur, Northern Iceland, and a lay historian with the gift of poetry. Gunnlaugur wrote several manuscripts and is the author of Aldarfarsbók, a chronicle about the weather, crops and catches, wool production and noteworthy incidents in Iceland between 1801 and 1854. The chronicle seems to be largely based on Lbs 1588 8vo, Gunnlaugur's diary in which he rarely comments on personal matters, but often mentions where he went and who he met. I will present my project on tracing Gunnlaugur's steps on a digital map that is linked with biographical information about the persons he met and will show how this can increase our understanding of the social and cultural past of Icelandic scribes.

FaLang translation system by Faboba