NOFOD dansráðstefna

VALDEFLING - skapandi aðferðir í vinnu með fullorðnum
Málþing á vegum ReykjavíkurAkademíunnar og Reykjavíkurborgar í Iðnó 15. maí 2015 kl. 9:00-15:30. Ráðstefnustjóri: Ragnheiður Elfa Arnardóttir félagsráðgjafi og leikkona.
Málþingið er ætlað þeim sem vinna valdeflandi starf með fullorðnu fólki, til dæmis heimilislausu fólki, fötluðu og geðfötluðu fólki, vímuefnaneytendum, innflytjendum, þolendum ofbeldis og öðrum hópum sem oft eru jaðarsettir.
„Góða þökk tilheyrendur,
bestu lesendur, öngva skrifari“
Handritamenning síðari alda
Í ráðstefnusal Þjóðarbókhlöðu laugardaginn 9. maí 2015 kl. 10:15‒16:30
Málþing til kynningar á niðurstöðum rannsókna sem unnar hafa verið innan fjögurra stórra rannsóknaverkefna styrkt af Rannsóknasjóði á árunum 2010‒15. Rannsóknaverkefninin eru Prentsmiðja fólksins: Handrita- og bókmenning síðari alda (verkefnastjóri: Matthew Driscoll); Menningarlegt og félagslegt hlutverk íslenskra kvæða- og sálmahandrita eftir siðskipti (verkefnastjóri: Margrét Eggertsdóttir); Kvæðabók sr. Ólafs Jónssonar á Söndum: Greining, samhengi, dreifing (verkefnastjóri: Árni Heimir Ingólfsson); Margbreytileiki Njáls sögu (verkefnastjóri: Svanhildur Óskarsdóttir). Verkefnin eiga það sameiginlegt að beinast að handritum og handritamenningu 17., 18. og 19. aldar, en efni og efnistök eru fjölbreytt. Meðal rannsóknarverkefna eru Njáluhandrit frá síðari öldum, teikningar og tónlist í handritum, viðtökur og dreifing, tækifæriskvæði, alþýðufræðimenn og handritaskrifarar 19. aldar, lítt þekktar biblíuþýðingar, félagslegt og menningarlegt hlutverk kvæðahandrita, svo nokkuð sé nefnt. Rannsóknirnar voru unnar á vegum Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Árnasafns í Kaupmannahöfn og ReykjavíkurAkademíunnar með aðild Landsbókasafns Íslands ‒ Háskólabókasafns. Alls tóku 22 fræðimenn og stúdentar þátt í verkefnunum.
DAGSKRÁ
10:15‒10:20 Bragi Þorgrímur Ólafsson fagstjóri handritasafns Landsbókasafns Íslands ‒ Háskólabókasafns setur málþingið
10:20‒10:50 Clarence E. Glad: Íslensk biblíuhandrit
10:50‒11:20 Svanhildur Óskarsdóttir: Njála á nýöld: Vanrækt handrit Njáls sögu tekin til skoðunar
11:20‒11:40 Kaffihlé
11:40‒12:10 Þorsteinn Surmeli: Í hjáverkum teiknað: Um myndir við Njálu í sagnahandriti frá 19. öld
12:10‒13:00 Hádegishlé
13:00‒13:30 Þórunn Sigurðardóttir: „Kostgæfilega samanhent og aðdregin“: Hvernig varðveittust kvæðasöfn skálda?
13:30‒14:00 Margrét Eggertsdóttir: Handritið sem söngbók, dægrastytting og dyggðaspegill
14:00‒14:30 Guðrún Laufey Guðmundsdóttir og Ingibjörg Eyþórsdóttir: Kvæðabók sr. Ólafs Jónssonar á Söndum: Greining, samhengi, dreifing
14:30‒14:45 Bára Grímsdóttir og Chris Foster leika lög eftir sr. Ólaf Jónsson á Söndum
14:45‒15:00 Kaffihlé
15:00‒15:30 Sigurður Gylfi Magnússon: Hugtakið rými í handritafræðum síðari alda
15:30‒16:00 Matthew Driscoll: Til gamans og dægrastyttingar: Handrit Guðbrands á Hvítadal
16:00‒16:30 Davíð Ólafsson: Síðbúnir miðaldamenn eða lifandi þátttökumenning: Hugleiðingar um handritamenningu síðari alda
Ráðstefnustjóri: Örn Hrafnkelsson, sviðsstjóri varðveislu og stafrænnar endurgerðar hjá Landsbókasafni Íslands ‒ Háskólabókasafni
16:30‒17:30 Léttar veitingar
VALDEFLING
-skapandi aðferðir í vinnu með fullorðnum
Málþing á vegum ReykjavíkurAkademíunnar og Reykjavíkurborgar
í Iðnó 15. maí 2015 kl. 9:00-15:30.
Málþingið er ætlað þeim sem vinna valdeflandi starf með fullorðnu fólki t.d. heimilislausu fólki, fötluðu og geðfötluðu fólki, vímuefnaneytendum í bata, innflytjendum, þolendum ofbeldis og öðrum jaðarsettum hópum.
Aðalfundur ReykjavíkurAkademíunar
Félags sjálfstætt starfandi fræðimanna,
verður haldinn
miðvikudaginn 22. apríl kl. 12:15, 2015.
í fundarsal félagsins í Þórunnartúni 2 á 4. hæð hjá Bókasafni Dagsbrúnar.
Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt lögum félagsins og stjórnarkjör.
Atkvæðisrétt á fundinum hafa félagsmenn sem eru viðstaddir og hafa greitt félagsgjald.
Dagskrá aðalfundar er sem hér segir:
Dagskrá aðalfundar er sem hér segir:
(1) Kosning embættismanna fundarins.
(2) Skýrsla stjórnar.
(3) Reikningar félagsins.
(4) Lagabreytingar. Tillögur að lagabreytingum skulu liggja frammi minnst viku fyrir aðalfund og kynntar félagsmönnum.
(5) Kjör formanns.
(6) Kjör fjögurra stjórnarmanna.
(7) Kosning í stjórn ReykjavíkurAkademíunnar ses.
(8) Kjör tveggja skoðunarmanna reikninga.
(9) Ákvörðun félagsgjalda.
(10) Önnur mál.
Stjórnin