Sýnd veiði en ekki gefin.

 

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum leggur ríka áherslu á að opna aðgang að gögnum sínum. Með hinni nýju tækni eru sjálfar frumheimildirnar, handrit, skjöl, hljóðskrár, orða- og örnefnaskrár, gerðar aðgengilegar á netinu. Þannig skapast ný og spennandi tækifæri til samstarfs og rannsókna þvert á öll landamæri. Sumir halda því fram að ef frumheimildir verð ekki gerðar aðgengilegar á netinu á næstu 10-15 árum muni þær í raun glatast. Aðrir vara við svartholi netsins og undirstrika nauðsyn þess að vanrækja ekki frumheimildirnar sjálfar því að miðlunin snúist um þær. Ljóst er að hin rafræna miðlun verður að haldast í hendur við rannsóknir og vandaða skráningu gagnanna svo að fræðimenn og almenningur rati um lendur netsins og átti sig á gildi og innihaldi þeirra frumgagna sem þar er miðlað.
FaLang translation system by Faboba