Bjorg27marsDagana 20.-24. mars komu sjö Slóvakar í námsheimsókn til Íslands en ReykjavíkurAkademían skipulagði ferðina sem styrkt var af Uppbyggingarsjóði EES og er hluti af frekara samstarfi Bjargar Árnadóttur hjá Stílvopninu ehf. við félagasamtök og góðgerðarfélag í Slóvakíu. 

Slóvakarnir sjö veita forstöðu eða sitja í stjórnum félaga sem flest vinna á óhefðbundinn hátt við að efla jaðarsetta hópa. Auk Slóvakanna er í hópnum sænskur blaðamaður og stjórnarmaður í Barnaheillum. Hópurinn kynnti sér málefni innflytjenda, hælisleitenda og flóttamanna en ekki síður orðræðuna hérlendis í málaflokki fjölmenningar. 

FaLang translation system by Faboba