Fullveldismaraþon RA á Menningarnótt

Fullveldismaraþon ReykjavíkurAkademíunnar verður haldið í samkomutjaldi á KlambratúniSlide1 kl .10–22 á Menningarnótt. 50 fjölbreyttir örfyrirlestrar frá morgni til kvölds um fullveldið, sögu Íslands og samfélag í fortíð og nútíð. Fjallað er um allt milli himins og jarðar sem tengist fullveldinu og sögu lands og þjóðar, allt frá mat til kosningaréttar, auk þess sem þekktir rithöfundar lesa úr verkum sínum. Maraþonið verður því afar fjölbreytt og ættu flestir að finna eitthvað við sitt hæfi. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir! 

Sjá dagskrá hér

RA skrifar undir styrktarsamning við Reykjavíkurborg

UndirritunFöstudaginn 19. október síðastliðinn skrifaði Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, starfandi borgarstjóri, og Svandís Nína Jónsdóttir hjá ReykjavíkurAkademíunni undir tveggja milljóna króna styrktarsamning til eins árs. Tilgangur samningsins er gagnkvæmur ávinningur, þar sem Reykjavíkurborg styrkir starf RA í menningar-, hug-, og félagsvísindum en fær á móti ráðgjöf og sérfræðiaðstoð í þeim verkefnum sem ReykjavíkurAkademían hefur sérþekkingu á. Á myndinni eru (frá vinstri): Dr. Ingunn Ásdísardóttir, stjórnarformaður RA ses, Svandís Nína Jónsdóttir, fráfarandi framkvæmdastjóri RA ses, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, starfandi borgarstjóri, og Kristín Jónsdóttir, meðstjórnandi RA ses. 

Smellið hér til að lesa fréttina á síðu Reykjavíkurborgar

Aðgerðir í loftslagsmálum

Fimmtudaginn 22. nóvember fjallar Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, um Aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum. Áætlunin var kynnt 10. september sl. af sjö ráðherrum og sögð mjög metnaðarfull.ÁrniF

34 aðgerðir 
• Megináhersla á orkuskipti í samgöngum og átak í kolefnisbindingu
• 6,8 milljarðar í verkefni í loftslagsmálum á 5 árum

Jafnframt kom fram að áætlunin væri ekki fullmótuð. Hvað vantar? Er um að ræða eina áætlun eða tvær?

Nýleg skýrsla Milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar sýnir að gríðarlegt átak alþjóðasamfélagsins þarf til að jörðin haldist byggileg. Hvar stendur Ísland?

HIT – Heroes of Inclusion and Transformation

 

Þessi texti er í vinnslu og verður bráðlega þýddur.hit

 

HIT – Heroes of Inclusion and Transformation

15/10/2017 – 14/05/2019 (19 months)

Human beings who are not free or not able to express emotions, are manipulable. On the long run suppression of emotions is sickening corporeally and psychically.

Lesa meira

Fyrirlestur: Minnistækni og úrvinnsla tilfinninga

Dr. Unnur Guðrún Óttarsdóttir listmeðferðarfræðingur flytur fyrirlesturinn „Unnið úr tilfinningum og námsefni lagt á minnið með minnisteikningum” í ReykjavíkurAkademíunni. Tilefnið er niðurstöður minnisteiknirannsóknar sem birtar voru nýlega í tímaritinu Art Therapy OnLine (ATOL).

 

    Unnur mun flytja fyrirlestra um niðurstöður rannsóknarinnar í
    ReykjavíkurAkademíunni,  Þórunnartúni 2 /Skúlatúni 2, 4. hæð á eftirfarandi dögum:

                    Laugardag 24. nóvember kl. 15:00–17:00

                    Þriðjudag 27. nóvember kl. 12:00–14:00

                    Fimmtudag 29. nóvember kl. 17:00–19:00

   Aðgangur er ókeypis en sætafjöldi takmarkaður. Því er nauðsynlegt að skrá sig hér: 


https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLSetl62xbfVhFUTCymPzeHeA9M609nXS9DC_oY8hEyNiBbwKoQ/viewform?c=0&w=1&fbclid=IwAR1NPoaFmYXd_2Tf1tLT8fAuzGBdMR89U3vdkEDQc-iAPSjNzrJz2hz15Vw


Rannsóknin var framkvæmd í tveimur hlutum. 134 þátttakendur tóku þátt í þeim hluta þar sem áhrif teikninga og orða á minni voru borin saman. Þeir
voru beðnir um að teikna merkingu orða og skrifa orð niður. Sumir rifjuðu upp orðin og teikningarnar þremur vikum eftir upphaflegu minnisæfinguna og aðrir rifjuðu upp níu vikum seinna. Rannsóknin sýndi að teikning er áhrifarík minnistækni þegar til langs tíma er litið. Þátttakendurnir mundu að jafnaði fimm sinnum fleiri myndir sem þeir höfðu teiknað heldur en orð sem þeir höfðu skrifað níu vikum áður. Rannsókn á minni og teikningu sem nær yfir svo langan tíma hefur eftir því sem best er vitað ekki verið gerð áður. Í öðrum hluta rannsóknarinnar var sjónum beint að því hvernig minnisteikningar geta auðveldað fólki úrvinnslu tilfinninga samhliða námi. Rannsóknin er sett í samhengi við þekktar aðferðir, kenningar og rannsóknir af svipuðum meiði. Áhorfendum á fyrirlestrinum er boðið að taka þátt í teikningar- og skrifæfingu sem skýrir hvernig hluti rannsóknarinnar var framkvæmdur. Æfingin veitir persónulega innsýn í það hvernig teikning og skrif hafa áhrif á minni.


Gleymdir gerendur. Fyrirlestur um ógiftar konur í hópi Vesturfar

Fyrirlestur Sigríðar Matthíasdóttur og Þorgerðar Einarsdóttur, Gleymdir gerendur. Fjallar um ógiftar konur í hópi Vesturfara en konur voru fjölmennar í hópi íslenskra vesturfara. ÍGleymdir gerendurslenskar sagnfræðirannsóknir þar sem kvenna- og kynjasögulegu sjónarhorni er beitt á sögu vesturferða hafa þó verið fremur takmarkaðar. Við höfum sett fram þá tilgátu að ógiftar konur hafi „gleymst“ í sögu vesturferða og íslenskri kvenna- og kynjasögu. Þetta eru konur sem virðast hafa átt eitthvað undir sér, svo sem í krafti menntunar, starfsframa eða ættar- og fjölskyldutengsla, sem skýrir lífshlaup þeirra og gerendahæfni.

Lesa meira

FaLang translation system by Faboba