NOFOD dansráðstefna

20150530 1448241
 
Dagana 28. – 31. maí stóð yfir NOFOD dansráðstefna í húsnæði Listaháskóla Íslands að Sölvhólsgötu undir yfirskriftinni EXPANDING NOTIONS: Dance-Practice-Research-Method
 
Ráðstefnan var á vegum NOFOD, Nordic Forum for Dance Reserach í samstarfi við Listaháskóla Íslands og ReykjavíkurAkademíuna. Á ráðstefnunni var sjónum beint að aðferðafræðilegum vandamálum tengdum rannsóknum á dansi og listum meðal annars útfrá þekkingarfræðilegum spurningum. Aðalfyrirlesarar ráðstefnunnar voru Eeva Helena Anttila prófessor í kennslufræðum við University of the Arts í Helsinki en erindið hennar ber titilinn; „On be(com)ing and connecting: Participatory approaches to dance research and pedagogy“ og Efva Lilja sjálfstætt starfandi listamaður og listrænn rannsakandi en hún hefur í rúma tvo áratugi unnið að því að skapa jarðveg fyrir listamenn til að vinna að rannsóknum í gegnum þeirra eigin listræna veruleika sem metnar væru í háskólaumhverfinu.
 
Nánari upplýsingar og dagskrá er að finna á vef rástefnunnar. 
 

Bókasafn Dagsbrúnar áfram undir væng ReykjavíkurAkademíunnar ses

Föstudaginn 11. desember 2015 undirrituðu Sigurður Bessason, formaður Eflingar-stéttarfélags og Sesselja G.

Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri ReykjavíkurAkademíunnar ses, samning um áframhaldandi rekstur

og varðveislu RA-ses á Bókasafni Dagsbrúnar. Safnið, sem er í eigu Eflingar, hefur verið í vörslu RA frá

árinu 2003.

 

UndirritunSamnings Birt 5feb2016

 

 

Vorferð RA 2015 20.júní

 

Sæl öll,

Á liðnum vetri varð ekkert úr jólatrésskemmtun barnanna á vegum ReykjavíkurAkademíunnar vegna flutninga í ný húsakynni og af ýmsum öðrum ástæðum sem hér verða ekki raktar. Sem sárabót fyrir ungviðið var því ákveðið að efna til vor- eða sumarhátíðar fyrir börnin. Hvorki vorið né sumarið hafa enn látið sjá sig, en engu að síður er nú blásið til fagnaðar og tvær flugur slegnar í einu höggi.

Vorferðin og sumarhátíð barnanna verða sameinuð í ferð út í Viðey laugardaginn 20. júní. Gert er ráð fyrir að við förum frá Skarfabryggju kl. 13:15 og snúum síðan heim með bátnum kl. 18:30. Í eyjunni er góð aðstaða til að grilla og leika sér. Alvaran verður einnig með í för. Guðjón Friðriksson fræðir okkur um sögu Viðeyjar og afrek Skúla fógeta auk annars sem hefur sögulegt gildi í eyjunni í nútíð og fortíð. Leyfið börnunum og barnabörnunum að koma með.

Verð fyrir fullorðan er 500,- kr og frítt fyrir börn.

Til að skrá sig ýtið HÉR

FaLang translation system by Faboba