„Verulega nytsamleg þekking“: Marxismi, fjöldahreyfingar og samskipti aktívista og fræðimanna

Sociology - Laurence Cox

 

Laugardaginn 21. mars kl. 14:00 heldur írski félagsfræðingurinn Dr. Laurence Cox fyrirlestur í ReykjavíkurAkademíunni, Þórunnartúni 2, 4. hæð (í húsakynnum Bókasafns Dagsbrúnar). Í fyrirlestrinum verður fjallað um starf Dr. Cox á sviði þáttökurannsókna og aðgerðanáms. Dr. Laurence Cox stýrir MA- og Ph.D. námi við National University of Ireland Maynooth. Stúdentar taka þátt í hinum ýmsu fjölda- eða félagshreyfingum og samþætta þar fræðilegar rannsóknir og aktívisma. Þetta gefur aktívistum færi á að vera virkir í fullu námi/starfi á nýjan og mjög skapandi hátt. Dr. Cox ritstýrir tímariti þar sem fjallað er um einstakar rannsóknir og mun í fyrirlestrinum m.a. fjalla um dæmi um góðan árangur af slíkum þáttökurannsóknum.

Dr. Laurence Cox er höfundur og ritstjóri fjölda bóka og hefur sjálfur verið aktívisti frá því fyrir 1990.

 

Nánar um fyrirlesturinn:

Read more ...

Fréttatilkynning um stofnun Félags doktora í tónlist (FDTÍ)

Félag doktora í tónlist á Íslandi var stofnað 5. október sl. Markmið félagsins er að efla tónlistarrannsóknir og tónlistarmenntun á háskólastigi, styrkja stöðu þeirra sem lokið hafa doktorsnámi í tónlist og nýta þann mannauð sem felst í þessari menntun. Á stefnuskrá FDTÍ er t.a.m. undirbúningur stofnunar doktorsnáms í tónlist og samstarf við menningar- og menntastofnanir innanlands og erlendis. 
 
Félagið mun ennfremur álykta um mál sem snúa að tónlistarmenntun og rannsóknum á háskólastigi og standa vörð um faglega hagsmuni félagsmanna. Stjórn og varastjórn FDTÍ skipa: Dr. Nína Margrét Grímsdóttir, píanóleikari og formaður; Dr. Kjartan Ólafsson, tónskáld; Dr. Sigurlaug Regína Friðþjófsdóttir, tónlistarfræðingur; Dr. Ragnheiður Ólafsdóttir, tónlistarfræðingur; Dr. Berglind María Tómasdóttir, flautuleikari. 
 
FDTÍ býður tónlistarfólk með doktorspróf búsett á Íslandi og erlendis velkomið í félagið. Fyrirspurnir sendist á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Nýárskveðja RA

20141217 145300

 

Við óskum félögum, samstarfsaðilum og velunnurum RA gleðilegs árs og farsældar á nýju ári. Þökkum samskiptin og samstarfið á árinu sem er að líða. Með kveðju úr nýjum heimkynnum að Þórunnartúni 2, 105 Reykjavík

Innflutningsboð 21. janúar 2015

Innflutningsboð ReykjavíkurAkademíunnar og Bókasafns Dagsbrúnar sem haldið var miðvikudaginn 21. janúar heppnaðist vel og var ánægjulegt að sjá hvað margir af vinum og velunnurum Akademíunnar komu til að fagna með okkur í nýja húsnæðinu. Fleiri myndir úr boðinu má finna á fésbókarsíðu RA. Endilega fylgið okkur á facebook

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, Davíð Ólafsson stjórnarformaður RAses og Sesselja G. Magnúsdóttir starfandi framkvæmdarstjóri RAfretttexti

                 Rannveig Lund, Þráinn Hallgrímsson skrifstofustjóri Eflingar og Sigurður Bessason stjórnarformaður Eflingartexti

River of Live fær Output Outstanding Book award

the river

Bókin River of Live: Sustainable Practices of Native Americans and Indigenous Peoples eftir demóninn

Ragnhildi Sigurðardóttir og fleiri gefin út á bæði ensku og kínversku af þýska forlaginu De Gruyter

2013 hefur hlotið 输出版优秀图书奖 (Output Outstanding Book award) verðlaunin í Kína sem ein

af 100 bestu vísindaritunum sem gefin voru út þar í landi það ár. Nefnd á vegum samtaka útgefandi í

Kína stóðu fyrir vali verðlaunahafa.

Dagsbrúnarfyrirlesturinn 2014

unnamed

 

Sumarliði R. Ísleifsson fjallar um bókina Sögu Alþýðusambands Íslands miðvikudaginn 12. nóvember kl. 12:05 í ReykjavíkurAkademíunni Þórunnartúni 2, 2. hæð

Sumarliði R. Ísleifsson er sagnfræð­ingur. Hann hefur sinnt rannsóknum á ímyndum Íslands, en auk þess hefur hann fjallað um sögu atvinnulífs, stjórnmála og verkalýðshreyfingar á 20. öld. Hann skrifaði sögu Alþýðusam­bands Íslands sem kom út í tveimur bindum á síðasta ári. Í vor sem leið lauk hann doktorsprófi í sagnfræði frá Háskóla Íslands.

Í fyrirlestrinum mun Sumarliði fjalla um tilgang þess að skrifa sögu verkalýðshreyfingarinnar og lýsa því hvernig verkið er byggt upp. Hann mun einnig fjalla um nokkur helstu þemu sem birtast í verkinu, helstu viðfangsefni verkalýðshreyfingarinnar og hvernig henni vegnaði í baráttu sinni. Þá mun hann ræða um skipulag hennar, hvernig til tókst við uppbyggingu hreyfingarinnar og einnig um sérkenni hreyfingarinnar samanborið við nágrannalöndin.
Allir velkomnir!

Að fyrirlestrinum standa auk Bókasafns Dagsbrúnar, Efling-stéttarfélag og ReykjavíkurAkademían.

Fréttatilkynning – bandarískur styrkur til rannsóknahóps um umhverfissögu sem tengdur er ReykjavíkurAkademíunni.

Fréttatilkynning – bandarískur styrkur til rannsóknahóps um umhverfissögu sem tengdur er ReykjavíkurAkademíunni (RA)

arnidanielMegan HicksraggaAstrid Ogilvieseravidar

Fimm manna rannsóknarhópur undir forystu Astrid Ogilvie sagnfræðings við Boulder háskóla í Colorado og Stofnun Vilhjálms Stefánssonar á Akureyri og Ragnhildar Sigurðardóttur vistfræðings við ReykjavíkurAkademíuna fékk nýverið myndarlegan forverkefnisstyrk úr EAGER-prógrammi bandaríska vísindasjóðsins, NSF (National Science Foundation). Sjóðurinn er einn sá virtasti í heimi vísinda og fræða. Auk Astrid og Ragnhildar taka þátt í verkefninu Árni Daníel Júlíusson sagnfræðingur við RA, Megan Hicks fornleifafræðingur við CUNY (The City University of New York) og Viðar Hreinsson bókmenntafræðingur við RA.

Verkefnið er þverfaglegt og snýst um að rannsaka samspil manns og umhverfis í Mývatnssveit á tímabilinu 1700-1950. Miklar rannsóknir hafa farið fram á sviðum fornleifafræði og fornvistfræði umhverfis Mývatn á undanförnum árum en þær hafa einkum beinst að landnámi og búsetu á miðöldum. Þessar rannsóknir hafa að verulegu leyti verið fjármagnaðar af NSF. Miklar rannsóknir hafa einnig verið gerðar á fornleifum tímabilsins 1700-1950 við Mývatn, en hugmyndin með verkefninu er að tengja þekkingu á fornleifum við þekkingu sem geymd er í skjölum, ritverkum og öðrum heimildum á sviði hefðbundinna hug- og félagsvísinda.

Verkefnið felur í sér miklar aðferðafræðilegar og vísindalegar nýjungar, einkum á sviði umhverfishugvísinda, sem eru einn mikilvægasti vaxtarbroddur fræðasamfélagsins um þessar mundir. Markvisst verður unnið að því aðbyggja upp samræðu milli ólíkra greina: fornvistfræði, fornveðurfræði, fornleifafræði, umhverfissögu og bókmenntasögu í því skyni að samþætta margvíslega þekkingu. Slíkt þverfaglegt samstarf er afar mikilvægt og hefur í för með sér þekkingarleg margfeldisáhrif.

Styrkurinn og myndun rannsóknarhópsins er mikilvægt skref fyrir ReykjavíkurAkademíuna, sem stöðugt er að sækja í sig veðrið á fræðasviðinu. Ýmis rannsóknar- og útgáfuverkefni hafa verið í gangi og eru í undirbúningi í ReykjavíkurAkademíunni, t.d. á sviði íslenskra fræða, umhverfissögu og sögu félagshreyfinga, svo eitthvað sé nefnt.

Nánari upplýsingar veita Astrid Ogilvie: s 846 4145, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og

Ragnhildur Sigurðardóttir s 862 3423, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.


 

   

    

FaLang translation system by Faboba