Call for proposals: NOfOD

Call for proposals for:
Expanding Notions; Dance/Practice/Research/Method
12th international NOFOD Conference
Reykjavík, Iceland – 28th-31st of May 2015
The realm of dance practice and research manifests itself in multiple ways. Within dance studies as an
interdisciplinary field, the notions of dance, practice and research are constantly challenged – leading to fundamental questions such as: what is practice and what is knowledge? This, in turn, may open up new methodological questions. Possibilities and connections are created between methods in practice and methods in research, in ways that lead us to revisit and revise the concept of method as such, and as a consequence question different approaches to knowledge. This conference will address the multipleunderstandings of methodologies in dance practice and research, in order to contest pre-conceived conceptions of methods and revise our understanding of doing and knowing.

The presenters may consider any of the following themes:
- the expanded notions of dance/practice/research/method
- changing methods of dance practices
- pedagogical methods and challenges
- choreographic methods and practices
- the practice of research methods
- methodological questions and challenges in an expanded landscape of dance practice and research
- the consequences of these changes and challenges in terms of the understanding of knowledge

Lesa meira / Read more

Leigjendaráðstefnan 2014, greinargerð

reykjavkurakademan  logo high

 

Á árunum eftir bankahrunið 2008 hefur mikill órói verið ríkjandi á íslenskum húsnæðismarkaði og hlutfall þeirra Íslendinga sem búa í leiguhúsnæði hefur hækkað verulega á aðeins örfáum árum. Kringum áramótin 2013/2014 hóf ReykjavíkurAkademían undirbúning að ráðstefnuhaldi um leigumarkað og málefni leigjenda, sem hafa undanfarin misseri orðið sífellt meira áberandi í íslenskri þjóðmálaumræðu. Ráðstefnan var haldin þann 11. apríl 2014 og verkefnisstjóri ráðstefnunnar var Jón Rúnar Sveinsson, félagsfræðingur. Samstarfsaðilar voru Félagsfræðingafélag Íslands og Meistaranámsbraut LBHÍ í skipulagsfræði.

 

Hér má lesa greinargerðina í heild sinni

Ársskýrsla ReykavíkurAkademíunnar ses. fyrir árið 2013 er komin út

H-21Sólveig Ólafsdóttir framkvæmdastjóri er höfundur skýrslunnar en hún er um þessar mundir að hefja sitt fimmta starfsár hjá RA. Í árskýrslunni er að ítarlegt yfirlit yfir starfsemi RA, daglegan rekstur, starfsmannahald og helstu rannsóknarverkefni innan RA. Einnig er í skýrslunni yfirlit yfir ráðstefnur og málþing sem haldin voru í ReykjavíkurAkademíunni á árinu 2013.

ReykjavíkurAkademían ses (RA) er sjálfseignarstofnun sem byggir á grunni Félags ReykjavíkurAkademíunnar en það er félag sjálfstætt starfandi fræðimanna sem hafa búið sér til nánast einstakt ból fyrir sjálfstæðar rannsóknir í menningar- , hug- og félagsvísindum á Íslandi.

Árið 2013, sem var sextánda starfsárið var einkar farsælt í starfi ReykjavíkurAkademíunnar enda var byggt á rekstrarlegri endurskipulagningu síðustu ára og faglegri stefnumótun RannsóknarSmiðja RA tók sín fyrstu skref þar sem reynt var að beina sjónum sérstaklega að fræðimönnum innanhúss. Málþing voru haldin undir nafni H-21, Hugmyndir 21. aldarinnar auk aðkomu að ýmsum öðrum viðburðum í samvinnu við ýmis félagasamtök. Umsýsla vegna rannsóknarverkefna var töluverð og voru 5 fræðimenn að jafnaði á launaskrá RA. Einnig var nokkuð um verktakagreiðslur til fræðimanna vegna ýmissa rannsóknar- og þjónustuverkefna stórra sem smárra.

Alls voru rekstrartekjur RA tæplega 59 milljónir ár árinu 2013 en höfðu verið tæpar 63 milljónir árið 2012. Munurinn skýrist á mun færri rannsóknarstyrkjum en árið á undan. Að sama skapi minnkuðu rekstrargjöld ársins úr rúmum 62 milljónum á árinu 2012 í 57,5 milljónir. Eigið fé stofnunarinnar nam rúmum 10 milljónum í árslok 2013 en var 8,6 milljónir í árslok 2012. Hagnaður af rekstri RA ses. nam kr. 1,5 milljónum á árinu 2013 en var kr. 332.000 á árinu 2012. Hagur stofnunarinnar hefur því batnað sem því nemur. Greidd laun voru 21,3 milljónir árið 2013 en voru 27,4 milljónir í árslok 2012 og er hægt að rekja minni laungreiðslur beint til færri rannsóknarverkefna.

Þó svo að umfang rekstursins hafi nær tvöfaldast á milli áranna 2011 og 2012 má segja að komist hafi á gott jafnvægi á rekstur RA á árinu 2013.

Ársskýrslu RA ses. má nálgast í heild hér

Kjörin var ný stjórn félags ReykjavíkurAkademíunnar á aðalfundi félagsins 30. apríl 2014

Stjórnina skipa:

Dr. Ingimar Einarsson félags- og stjórnmálafræðingur, formaður

Guðjón Friðriksson sagnfræðingur

Dr. Margrét Elísabet Ólafsdóttir listfræðingur

Lilja Hjartardóttir stjórnmálafræðingur

Borgþór Kjærnested fararstjóri og leiðsögumaður

Einnig var ný stjórn ReykavíkurAkademíunnar ses. Kjörin á sama fundi.

Stjórnina skipa:

Dr. Davíð Ólafsson sagnfræðingur, formaður

Dr. Ingimar Einarsson félags- og stjórnmálafræðingur

Dr. Hallfríður Þórarinsdóttir mannfræðingur

Ingunn Ásdísardóttir þjóðfræðingur og doktorsnemi

Sesselja G. Magnúsdóttir dansfræðingur

Dr. Íris Ellenberger sagnfræðingur

Gylfi Gunnlaugsson bókmenntafræðingur

Laust skrifstofupláss í RA

Höfum lausar nokkrar skrifstofur nú í sumar og eitthvað fram á haust. Skrifstofurnar eru 9-25 fermetrar að stærð, bæði einstaklingsskrifstofur og með öðrum. Innifalið í leigunni er aðgangur að sameiginlegum rýmum RA, eldhúsi, fundarherbergi og fyrirlestrasal. Þráðlaus nettenging er í húsinu, sem og ljósritunarvél og skanni, auk þess sem bókasafn Dagsbrúnar er þar til afnota. Leiguverð er á bilinu 12.000-50.000, fer eftir fermetrafjölda.

Til að sækja um skrifstofu þarf að fylla út eyðublaðið. Umsókn um skrifstofu hér til vinstri.

Athugið að aðeins félagar í ReykjavíkurAkademíunni geta fengið vinnuaðstöðu. Upplýsingar um félagið og félagsaðild er að finna undir flipanum Félagið

Nánari upplýsingar fást á skrifstofu Akademíunnar. Skrifstofan er opin virka daga frá kl 10-14.

Símanúmer skrifstofu er 562 8561

Netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Ingunn Ásdísardóttir vinnur Íslensku þýðingarverðlaunin

 

Þau ánægjulegu tíðindi voru að berast síðasta vetrardag að Ingunn okkar Ásdísardóttir hafi hlotið Íslensku þýðingaverðlaunin fyrir þýðingu á erlendu skáldverki.  Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra afhenti verðlaunin við hátíðlega athöfn á Gljúfrasteini síðasta vetrardag á degi bókarinnar, fyrir þýðingu á færeysku skáldsögunni Ó - Sögur um djöfulskap eftir Carl Jóhan Jensen, sem Uppheimar gáfu út. 

 

Í umsögn dómnefndar segir: 

„Í Ó – søgur um djevulskap segir Carl Jóhan Jensen sögu Færeyja í óvenjulegri skáldsögu. Í bókinni fléttast saman margradda 200 ára epísk átakasaga sem Jensen eykur með ítarlegum neðanmálsgreinum sem grípa inní söguna, draga fram aðrar hliðar á frásögninni og snúa útúr henni. Orðfæri sögunnar er snúið, kostulegt og ævintýralegt, skreytt tilbúnum orðum og orðleysum, og verkið er endalaus sjóður af óvæntum uppákomum í tungumálinu. Ingunn Ásdísardóttir leysir með glæsibrag hverja þá erfiðu þraut sem við henni blasir.“

Fyrir hönd RA óska ég Ingunni innilega til hamingju með tilnefninguna og daginn.

Til að að lesa ávarp hennar klikkið HÉR.

Read more ...

Lusus naturae

mynd

 

Þuríður Jónsdóttir akademón og tónskáld hefur í samstarfi við myndlistamennina Ólöfu Nordal og Gunnar Karlssonar sett upp verkið Lusus naturae í Hafnarborg. Verkið samanstendur af tónlist

og hreyfimynd ásamt lifandi tónlistargjörningi sem verður fluttur á morgun fimmtudaginn 29. maí kl. 20:00. Flytjendur eru Gunnar Guðbjörnsson tenór, Snorri Heimisson kontrafagott og Íslenski flautukórinn.

Þess má geta að Þuríður hefur margsinnis verið tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna og Tónskáldaverðlauna Norðurlandaráðs.

Ráðstefna um leigumarkaðinn á Íslandi

reykjavikurakademian-logo

 

Leigumarkaðurinn á Íslandi

ReykjavíkurAkademían, Félagsfræðingafélag Íslands og Meistaranámsbraut LbhÍ í Skipulagsfræði standa fyrir ráðstefnu um stöðu leigjenda og ástandið á íslenskum leigumarkaði

í Iðnó, Vonarstræti 3, föstudaginn 11. apríl.

Ráðstefnan er haldin með tilstyrk Reykjavíkurborgar.

 

 

9.00     Setning.

9.05        Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra. Ávarp.

9.15        Dr. Richard Ronald, prófessor við Háskólann í Amsterdam og Háskólann í Birmingham: Young People and Home

       Ownership in Europe: Generation Rent and Post-homeownership societies.

10.00     Kaffihlé.

10.15     Magnus Hammar, aðalritari Alþjóðasamtaka leigjenda: Rental Housing and Tenant´s Rights Across the               

     Globe, and the Need for Tenure Neutrality.

11.00     Umræður um erindi Richard Ronalds og Magnus Hammar. Stjórnandi Dr. Hallfríður Þórarinsdóttir.

11.30     Jón Rúnar Sveinsson félagsfræðingur: Staða leigjenda á Íslandi fyrr og nú.

12.15     Matarhlé.

13.00     Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs Reykjavíkur: Heilbrigðari leigumarkaður -nýjar leiðir           

      Reykjavíkurborgar.

13.30     Dr. Sigríður Kristjánsdóttir, lektor í skipulagsfræði við LbhÍ: Hefur þú efni á að búa í borg?

14.00     Hólmsteinn Brekkan, framkvæmdarstjóri Samtaka leigjenda: Réttur til húsnæðisöryggis. Uppbygging leiguíbúða sem

      raunhæfur búsetukostur á Íslandi og bráðavandi.

14.30     Kaffihlé.

14.45     Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB: Jafnræði á húsnæðismarkaði.

15.15     Dr. Hallfríður Þórarinsdóttir, mannfræðingur: Húsnæðismál pólskra innflytjenda á höfuðborgarsvæðinu.

15.45     Pallborðsumræður. Stjórnandi Þóra Arnórsdóttir, þáttastjórnandi hjá RÚV.

16.30     Ráðstefnulok. Léttar veitingar.

 

 

Ráðstefnan er öllum opin og er aðgangur ókeypis. Þeir sem þess óska geta keypt léttan hádegisverð í Iðnó.

 

Skráning er á heimasíðu ReykjavíkurAkademíunnar www.akademia.is

 

saman

 

                 

FaLang translation system by Faboba