Akademónar geta bæði verið einstaklingar, stofnanir og fyrirtæki.

Einstakir fræðimenn koma sér fyrir á skrifstofum til að sinna verkefnum sínum, hvort sem eru rannsóknir, bókaskrif, kennsla, námskeiðahald eða annað. Þeir kunna vel að meta hið þægilega, þverfaglega andrúmsloft, líflegar umræður, fyrirlestra og kynningar á hinum ýmsu rannsóknarverkefnum, sem stöðugt eru í gangi.

Allar tegundir fræðimanna eiga sér aðsetur í RA, fólk í BA og meistaranámi, fólk í doktorsnámi við innlenda og erlenda háskóla, vísindamenn sem hafa lokið námi á sínu sviði og vinna að verkefnum á sviði hug- og félagsvísinda og fræðiritahöfundar, svo eitthvað sé nefnt.

Stofnanir, félög tengd hug- og félagsvísindum og fyrirtæki koma sér fyrir í ReykjavíkurAkademíunni til að njóta nálægðar við hið fjölbreytta samfélag fræðimanna, sem fljótlegt er að leita til með hverskonar verkefni og viðvik. Auðvelt er að byggja upp rannsóknarhópa og hvers konar vinnuhópa með litlum fyrirvara.

FaLang translation system by Faboba