Ársskýrsla RA fyrir árið 2016

skulatumnn ekkideliÁrsskýrsla RA fyrir árið 2016 er komin á rafrænt form. Skýrslan er hin veglegasta en í henni er að finna upplýsingar um rekstur stofnunarinnar, rannsóknir og útgáfur ásamt lista yfir sjálfsætt starfandi fræðimenn í húsi. Gaman er að segja frá því að árið 2016 fengu demónar 70 m.kr. í styrki úr rannsókna- og samstarfssjóðum innanlands og utan. 

Skýrsluna má nálgast hér

Ársskýrsla ReykjavíkurAkademíunnar ses. fyrir árið 2015 er komin út

 

20150202 1239071 minni

Ársskýrsla ReykjavíkurAkademíunnar ses. (RA) fyrir árið 2015 er komin út. Líkt og í fyrra er Sesselja G. Magnúsdóttir höfundur skýrslunnar en hún hefur starfað sem framkvæmdastýra RA síðan í september 2014. Eins og í eldri skýrslum er starfsemi RA fyrir síðasta starfsár gerð góð skil. 

ReykjavíkurAkademían ses (RA ses) er sjálfseignarstofnun sem byggir á grunni Félags ReykjavíkurAkademíunnar sem er félag sjálfstætt starfandi fræðimanna í menningar- , hug- og félagsvísindum á Íslandi. Stofnunin er í senn vinnustaður, vettvangur fræðilegra viðburða og umræðu og félagsleg miðja sjálfstæðra rannsókna. Alls eru 40 fræðimenn starfandi innan hennar vébanda í dag.

Skýrsluna í heild sinni má nálgast hér.

Ársskýrsla ReykavíkurAkademíunnar ses. fyrir árið 2014 er komin út

arsskyrsla

 

Sesselja G. Magnúsdóttir framkvæmdastjóri er höfundur skýrslunnar en hún hefur starfað sem framkvæmdastjóri RA frá því í september 2014. Í árskýrslunni er að finna ítarlegt yfirlit yfir starfsemi RA, daglegan rekstur, starfsmannahald, helstu rannsóknarverkefni tengd stofnuninni og yfirlit yfir ráðstefnur og málþing sem haldin voru í ReykjavíkurAkademíunni á árinu 2014.

ReykjavíkurAkademían ses (RA) er sjálfseignarstofnun sem byggir á grunni Félags ReykjavíkurAkademíunnar en það er félag sjálfstætt starfandi fræðimanna í menningar-, hug- og félagsvísindum á Íslandi.

Árið 2014, var ár breytinga hjá ReykjavíkurAkademíunni. Flutt var úr JL húsinu við Hringbraut sem verið hefur aðsetur RA frá stofnun í Þórunnartún 2 í lok árs auk þess sem Sólveig Ólafsdóttir sem stýrt hefur stofnununni síðast liðin fjögur ár sté úr framkvæmdastjóra stólnum. Mikilvægt skref var stígið í uppbyggingu innra starfs RA þegar RannsóknarSmiðja RA (RaRA) var formlega stofnuð í upphafi árs til að halda utan um fræðilega viðburði og styðja fræðimenn innanhúss í styrkjaumsóknum. Málþing voru haldin undir nafni H-21, Hugmyndir 21. aldarinnar auk aðkomu að ýmsum öðrum viðburðum í samvinnu við ýmis félagasamtök. Umsýsla vegna rannsóknarverkefna var töluverð og voru 5 fræðimenn að jafnaði á launaskrá RA. Einnig var nokkuð um verktakagreiðslur til fræðimanna vegna ýmissa rannsóknar- og þjónustuverkefna stórra sem smárra.

Daglegur rekstur stofnunarinnar var í jafnvægi árið 2014 eins og árin á undan en kostnaður við flutningana gerði að eigið fé stofnunarinnar lækkaði um helming. Alls voru rekstrartekjur RA rúmar 61 milljón á árinu 2014 en höfðu verið tæpar 59 milljónir árið 2013. Munurinn skýrist á fleiri rannsóknarstyrkjum en árið á undan. Rekstrargjöld ársins hækkuðu á milli ára úr rúmum 57,5 milljónum á árinu 2013 í rúmar 66 milljónir. Ástæður hækkunarinnar eru einkum tvær. Annars vegar kostnaður vegna flutninga upp á rúmar 5,3 milljónir og hins vegar hækkun launaliðs vegna ráðningar nýs starfsmanns í RannsóknarSmiðjunnar. Eigið fé stofnunarinnar nam rúmum 10 milljónum í árslok 2013 en var komið niður í tæpar 5 milljónir í árslok 2014 eins vegna flutninganna. Tap á rekstri RA nam kr. 5.1 á árinu 2014 en var kr. 1,5 milljónum á árinu 2013. Greidd laun voru 22,6 milljónir árið 2014 en voru 21,3 milljónir í árslok 2013. Breytingar á launakostnaði tengjast auknu starfshlutfalli innan stofnunarinnar vegna RaRA og breytinga á launakostnaði tengdum rannsóknarverkefnum.

Ársskýrslu RA-ses má nálgast hér í heild sinni.

 

Kjörin var ný stjórn Félags ReykjavíkurAkademíunnar á aðalfundi félagsins 22. apríl 2015

Stjórnina skipa:

Dr. Ingimar Einarsson félags- og stjórnmálafræðingur, formaður

Guðrún Hallgrímsdóttir matvælaverkfræðingur

Dr. Þorgerður Þorvaldsdóttir sagn- og kynjafræðingur

Björg Árnadóttir menntunarfræðingur

Borgþór Kjærnested fararstjóri og leiðsögumaður

 

Einnig var ný stjórn ReykavíkurAkademíunnar ses. Kjörin á sama fundi.

Stjórnina skipa:

Ingunn Ásdísardóttir þjóðfræðingur og doktorsnemi, formaður

Dr. Ingimar Einarsson félags- og stjórnmálafræðingur, varaformaður

Guðbjörg Lilja Hjartardóttir

Dr. Íris Ellenberger sagnfræðingur

Gylfi Gunnlaugsson bókmenntafræðingur

Gylfi Ólafsson heilsuhagfræðingur og doktorsnemi

Sólveig Ólafsdóttir sagnfræðingur og MA í menningarstjórnun

Ársskýrsla ReykavíkurAkademíunnar ses. fyrir árið 2013 er komin út

H-21Sólveig Ólafsdóttir framkvæmdastjóri er höfundur skýrslunnar en hún er um þessar mundir að hefja sitt fimmta starfsár hjá RA. Í árskýrslunni er að ítarlegt yfirlit yfir starfsemi RA, daglegan rekstur, starfsmannahald og helstu rannsóknarverkefni innan RA. Einnig er í skýrslunni yfirlit yfir ráðstefnur og málþing sem haldin voru í ReykjavíkurAkademíunni á árinu 2013.

ReykjavíkurAkademían ses (RA) er sjálfseignarstofnun sem byggir á grunni Félags ReykjavíkurAkademíunnar en það er félag sjálfstætt starfandi fræðimanna sem hafa búið sér til nánast einstakt ból fyrir sjálfstæðar rannsóknir í menningar- , hug- og félagsvísindum á Íslandi.

Árið 2013, sem var sextánda starfsárið var einkar farsælt í starfi ReykjavíkurAkademíunnar enda var byggt á rekstrarlegri endurskipulagningu síðustu ára og faglegri stefnumótun RannsóknarSmiðja RA tók sín fyrstu skref þar sem reynt var að beina sjónum sérstaklega að fræðimönnum innanhúss. Málþing voru haldin undir nafni H-21, Hugmyndir 21. aldarinnar auk aðkomu að ýmsum öðrum viðburðum í samvinnu við ýmis félagasamtök. Umsýsla vegna rannsóknarverkefna var töluverð og voru 5 fræðimenn að jafnaði á launaskrá RA. Einnig var nokkuð um verktakagreiðslur til fræðimanna vegna ýmissa rannsóknar- og þjónustuverkefna stórra sem smárra.

Alls voru rekstrartekjur RA tæplega 59 milljónir ár árinu 2013 en höfðu verið tæpar 63 milljónir árið 2012. Munurinn skýrist á mun færri rannsóknarstyrkjum en árið á undan. Að sama skapi minnkuðu rekstrargjöld ársins úr rúmum 62 milljónum á árinu 2012 í 57,5 milljónir. Eigið fé stofnunarinnar nam rúmum 10 milljónum í árslok 2013 en var 8,6 milljónir í árslok 2012. Hagnaður af rekstri RA ses. nam kr. 1,5 milljónum á árinu 2013 en var kr. 332.000 á árinu 2012. Hagur stofnunarinnar hefur því batnað sem því nemur. Greidd laun voru 21,3 milljónir árið 2013 en voru 27,4 milljónir í árslok 2012 og er hægt að rekja minni laungreiðslur beint til færri rannsóknarverkefna.

Þó svo að umfang rekstursins hafi nær tvöfaldast á milli áranna 2011 og 2012 má segja að komist hafi á gott jafnvægi á rekstur RA á árinu 2013.

Ársskýrslu RA ses. má nálgast í heild hér

 

 

Kjörin var ný stjórn félags ReykjavíkurAkademíunnar á aðalfundi félagsins 30. apríl 2014

Stjórnina skipa:

Dr. Ingimar Einarsson félags- og stjórnmálafræðingur, formaður

Guðjón Friðriksson sagnfræðingur

Dr. Margrét Elísabet Ólafsdóttir listfræðingur

Lilja Hjartardóttir stjórnmálafræðingur

Borgþór Kjærnested fararstjóri og leiðsögumaður

Einnig var ný stjórn ReykavíkurAkademíunnar ses. Kjörin á sama fundi.

Stjórnina skipa:

Dr. Davíð Ólafsson sagnfræðingur, formaður

Dr. Ingimar Einarsson félags- og stjórnmálafræðingur

Dr. Hallfríður Þórarinsdóttir mannfræðingur

Ingunn Ásdísardóttir þjóðfræðingur og doktorsnemi

Sesselja G. Magnúsdóttir dansfræðingur

Dr. Íris Ellenberger sagnfræðingur

Gylfi Gunnlaugsson bókmenntafræðingur

Ársskýrsla ReykavíkurAkademíunnar ses. fyrir árið 2012 er komin út


ra-2012-frtt Ólafsdóttir framkvæmdastjóri er höfundur skýrslunnar en hún er um þessar mundir að hefja sitt fjórða starfsár hjá RA. Í árskýrslunni erað ítarlegt yfirlit yfir starfsemi RA, daglegan rekstur, starfsmannahald og helstu rannsóknarverkefni innan RA. Einnig er í skýrslunni yfirlit yfir ráðstefnur og málþing sem haldin voru í ReykjavíkurAkademíunni á árinu 2012.

Haldið var áfram að formgera starf ReykjavíkurAkademíunnar og treysta rekstrarlega undirstöðu hennar á árinu 2012 sem var fimmtánda starfsár hennar. RannsóknarSmiðju RA var formlega hleypt af stokkunum á árinu og nýr samningur um Bókasafn Dagsbrúnar við Eflingu-stéttarfélag var undirritaður á árinu.  Einnig var gengið frá nýjum húsaleigusamningi við Landsbankann um húsnæði ReykjavíkurAkademíunnar að Hringbraut 121 á árinu 2012. Umsýsla vegna rannsóknarverkefna jókst umtalsvert og voru sjö fræðimenn að jafnaði á launaskrá RA. Einnig var nokkuð um verktakagreiðslur til fræðimanna vegna ýmissa rannsóknar- og þjónustuverkefna stórra sem smárra.

Eins og kom fram í ársreikningi varð alger viðsnúningur á fjárhag ReykjavíkurAkademíunnar ses á árinu 2011 til hins betra. Áfram var haldið að byggja á þeim góða grunni árið 2012. Rekstrartekjur utan samningsbundina rekstrar- og þjónustustyrkja námu í heild tæpum 43 milljónum en voru rétt rúmar 28 milljónir á árinu 2011. Hér munar nær alfarið um erlenda rannsóknarstyrki. Alls voru rekstrartekjur RA tæplega 63 milljónir ár árinu 2012. Rekstrargjöld jukust einnig umtalsvert eða úr rúmri 41 milljón 2011 í  rúmar 62 milljónir á árinu 2012. Eigið fé stofnunarinnar nam 8,6 milljónum í árslok 2012 en var 8,3 milljónir í árslok 2011. Hagnaður af rekstri RA ses. nam því kr. 332.000 á árinu 2012. Greidd laun voru 27,4 milljónir árið 2012 en voru 13,2 milljónir í árslok 2011 og er hægt að rekja auknar laungreiðslur beint til rannsóknarverkefna. Aukning á launakostnaði vegna eigin reksturs RA ses. nam aðeins um 1.2 milljónum króna. Umfang rekstursins hefur því nær tvöfaldast á milli ára.

Ársskýrslu RA ses. má nálgast í heild hér

 

Kjörin var ný stjórn félags ReykjavíkurAkademíunnar á aðalfundi félagsins í dag 24. apríl.

Stjórnina skipa:

Dr. Ingimar Einarsson félags- og stjórnmálafræðingur, formaður

Guðjón Friðriksson sagnfræðingur

Dr. Margrét Elísabet Ólafsdóttir listfræðingur

Lilja Hjartardóttir stjórnmálafræðingur

Dr. Njörður Sigurjónsson menningarstjórnunarfræðingur

 

Einnig var ný stjórn ReykavíkurAkademíunnar ses. Kjörin á sama fundi.

Stjórnina skipa:

Dr. Davíð Ólafsson sagnfræðingur, formaður

Dr. Ingimar Einarsson félags- og stjórnmálafræðingur

Dr. Hallfríður Þórarinsdóttir mannfræðingur

Ingunn Ásdísardóttir þjóðfræðingur og doktorsnemi

Sesselja G. Magnúsdóttir dansfræðingur

Dr. Birgir Hermannsson stjórnmálafræðingur

Dr. Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur

 
 
FaLang translation system by Faboba