Hoffmannsgallerí hætt starfsemi

Hoffmannsgallerí hætti starfsemi sinni í lok árs 2014 er ReykjavíkurAkademían flutti starfsemi sína frá Hringbraut 121 og í Þórunnartún 2 í nóvember 2014. 

Dalir og hólar 2010 - ferðateikningar- fyrirlestrar


Föstudaginn 8. október kl. 12:00-13:30 Í tengslum við sýningu Hoffmannsgallerís verða fluttir fyrirlestrarnir:

Auga ferðalangsins;
Frá Eggert og Bjarna til Einars Garibalda
(Ólafur Gíslason, listfræðingur)
Þar fjallar Ólafur m.a. um ferðalög til Íslands, Ítalíu og Kína
og um túlkanir I. Calvino, G. Bruno og Tizian á frásögnum af ferðalögum

Pelhjan, Biederman og innfæddir á veiðislóðum Kanada
(Margrét Elísabet Ólafsdóttir, fagurfræðingur)
en erindi Margrétar fjallar m.a. um ferðalag tveggja listamanna á
norðurhjara í ágúst 2009.


Fyrirlestrarnir verða í húsnæði ReykjavíkurAkademíunnar, Hringbraut 121, 4. hæð

-
dalir og hlar dagbjrt drfa.jpg

Sýningin Dalir og hólar 2010 - ferðateikningar í Hoffmannsgallerí


Opnun föstudaginn 1. október 2010

Kl. 17:00-19:00daliroghlar.jpg

Hoffmannsgallerí, ReykjavíkurAkademíunni, sýnir úrval verka frá sýningunni Dalir og hólar 2010 - ferðateikningar; sem var í Dölum og Reykhólahreppi og stóð yfir í júlí og ágúst sl. sumar. Sýningarstaðirnir voru í gamla skólahúsinu í Ólafsdal við Gilsfjörð, í fyrrum kaupfélagshúsinu í Króksfjarðarnesi, í gamla samkomuhúsinu Röðli á Skarðsströnd og í hlöðurými að Nýp á Skarðsströnd.

Read more ...

Opnun Vinnustofu 7. maí

ingihrafn.jpgFöstudaginn, 7. maí, kl. 17:00 opnar sýning í Hoffmannsgalleríi undir heitinu VINNUSTOFA.

Á sýningunni eru verk eftir 7 fatlaða listamenn sem hafa unnið í nokkurs konar vinnustofu í Myndlistaskólanum í Reykjavík í vetur. Vinnustofan er samstarfsverkefni Myndlistaskóla Reykjavíkur og Fjölmenntar, símenntunar- og þekkingarmiðstöðvar. Síðastliðna tvo vetur hefur Myndlistaskólinn boðið heilsvetrarnám í myndlist fyrir fatlað fólk og er markmið námsins að þátttakendur kynnist helstu aðferðum í hugmyndavinnu og útfærslu í myndlist og þeir finni eigin styrk og listræna sérstöðu.

Read more ...

HAGNÝTAR TEIKNINGAR: Nothæf fegurð

grundarfjardarkaupstadur-1792---006.jpgFöstudaginn 11.september kl. 17:00 opnar í Hoffmannsgalleríi sýning á teikningum unnum með nytsemi að leiðarljósi.
Teikningin er allt í kringum okkur í endalausum myndum og tilbrigðum. Fyrir utan hina listrænu notkun gegnir hún margskonar hlutverkum öðrum, svo sem undirbúnings- og hugmyndavinnu fyrir margvísleg verkefni, lýsing á hlutum og fyrirbærum og sem þáttur í ýmis konar leiðbeiningum og fyrirmælum.  Mikilvægi vinnuteikningarinnar felst oft í því að í gegnum teikninguna er verkið úthugsað og þannig er teikningin fyrsta skrefið í framkvæmd hlutarins.
FaLang translation system by Faboba