Meðlimir ReykjavíkurAkademíunnar hafa aflað sér menntunar í helstu greinum hug- og félagsvísinda og hafa dregið að sér þekkingu frá öllum heimshornum. Í ReykjavíkurAkademíunni koma þessi ólíku fræðasvið saman til að skapa þverfaglega samræðu um fræðileg málefni samfélagsins í nútíð og fortíð. Jafnframt því að sinna grunnrannsóknum af ýmsu tagi tekur Akademían og einstakir félagar hennar að sér verkefni fyrir stofnanir, fyrirtæki, félagasamtök og einstaklinga. Í húsnæði ReykjavíkurAkademíunnar í JL-húsinu við Hringbraut hafa fræðimenn sem sinna rannsóknum á eftirtöldum sviðum starfsaðstöðu:

 • Afbrotafræði
 • Bókmenntafræði
 • Dansfræði
 • Félagsfræði
 • Félagsráðgjöf
 • Fornleifafræði
 • Guðfræði
 • Heimspeki
 • Íslenska
 • Kvikmyndafræði
 • Kynjafræði
 • Leikhúsfræði
 • Listmeðferðarfræði
 • Lögfræði
 • Mannfræði
 • Menningarfræði
 • Náttúrufræði
 • Sagnfræði
 • Sálfræði
 • Siðfræði
 • Stjórnmálafræði
 • Þjóðfræði
FaLang translation system by Faboba