dr. Sigurður
Gylfi
Magnússon

Curriculum vitae

Prófgráður:

 • B.A. - Sagnfræði og heimspeki, Háskóli Íslands - 1984.
 • M.A. - Sagnfræði, Carnegie Mellon University í Bandaríkjunum - 1987.
 • Ph. D. - Sagnfræði, Carnegie Mellon University í Bandaríkjunum - 1993.

Rannsóknarsvið:

Einsaga (Microhistory), félagssaga, hugmynda- og aðferðafræði, menningarsaga og -fræði, nútímafræði, menntasaga, hversdagssaga, hugarfarssaga, fjölskyldusaga (saga barna og ungmenna), þéttbýlis- og dreifbýlissaga.

Kennslusvið:

Íslensk félags-, menningar- og menntasaga, einsaga, hugmynda- og aðferðafræði, Evrópu saga, Vestræn menning, heimssaga-mannkynssaga, nútímafræði.

Doktorsritgerð:

The Continuity of Everyday Life: Popular Culture in Iceland 1850-1940. Doktorsnefnd: dr. Peter N. Stearns, dr. John Modell og dr. Mary Lindemann.

B.A. - ritgerð:

"Borgaralegir híbýlahættir í Reykjavík 1930-1940."

Kennslureynsla:

Carnegie Mellon University (CMU), Háskóli Íslands (HÍ), Háskóli Reykjavíkur (HR) og Viðskiptaháskólinn á Bifröst (VHB):

Aðstoðarkennsla (T.A.): Western Civilization (haust 1992 CMU); World History: (haust 1991 CMU), (vor 1992 CMU), (vor 1993 CMU) og (vor 1994 CMU).

Eigin námskeið (Instructor):

 • Dynamics of European Society (sumar 1992 CMU).
 • Shaping of Western Civilization (sumar 1993 CMU).
 • Sjálfsævisögur og sagnfræði (haust 1995 HÍ).
 • Samfélag og einstaklingur á nítjándu öld (vor 1997 HÍ).
 • Einsögurannsóknir - Merking og möguleikar (haust 1997 HÍ).
 • Persónulegar heimildir í sagnfræði (haust 1998 HÍ).
 • Póstmódernismi í sagnfræði (vor 2000 HÍ. Námskeiðið var fellt niður á elleftu stundu).
 • Byggðamenning (námskeið á M.A.- stigi fyrir nemendur í heimspekideild HÍ haldið á haustmisseri 2000. Kenndi ásamt fræðimönnum úr RA).
 • Minnið, sagan og persónulegar heimildir (haust 2001 HÍ).
 • Rumors, Scandals, Trials and Memory (vor 2002 CMU).
 • Kviksögur, hneykslismál og réttarhöld (vor 2003 HÍ).
 • Ævisögur - sjálfsvæisögur - skáldsögur (haust 2003 á M.A.- stigi í ísl. skor HÍ. Einn af þremur kennurum).
 • Aðferðafræði (haust 2003 HR ásamt fræðimönnum úr RA og vorið 2004).
 • Aðferðafræði (haust 2003 VHB ásamt fræðimönnum úr RA).
 • Samtímamennng (haust 2003, vor 2004 og vor 2005 VHB ásamt fræðim. úr RA).
 • Menningarstjórnunarnám á meistarastigi í VHB (vor 2005 ásamt fræðim. úr RA).

Vísindastyrkir og viðurkenningar:

Fullur námsstyrkur frá Carnegie Mellon University 1985-1988.

 • The President's Fund Award for European Research, CMU 1988.
 • Rannsóknarstyrkur frá Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands 1989.
 • Rannsóknarstyrkur frá Vísindaráði Íslands 1991, 1992 og 1994.

Rannsóknarstyrkur frá Rannsóknarráði Íslands 1995-1996; 1998-1999 og 2001; 2003.

 • Rannsóknarmiðstöð Íslands 2004.
 • Forkönnunarstyrkur frá Rannsóknarráði Íslands (með öðrum) 1999.
 • Útgáfustyrkur frá Menningarsjóði 1997; 2004; 2005.
 • Útgáfustyrkur frá Menningar- og styrktarsjóði SPRON 1997.
 • Rannsóknarstyrkur Hagþenkis 1998, 2000, 2002.
 • Viðurkenning úr Bókasafnssjóði höfunda 1998.
 • Viðurkenning frá verðlaunanefnd Gjafar Jóns Sigurðssonar 1999 og 2003.
 • Styrkur úr Lýðveldissjóði 1999.
 • Styrkur úr Rannsóknarsjóði Háskóla Íslands 2000.
 • Fulbright-styrkur fræðimanna til rannsókna í USA vormisserið 2002.
 • Launasjóður rithöfunda (Stjórn listamannalauna) 2004.
 • Launasjóður fræðirithöfunda 2004.
 • Úthlutun fræðimannsíbúðar í Jónshúsi í Kaupmannahöfn 2005 fyrir júlí og ágúst.
 • Tilnefning til menningarverðlauna DV fyrir Fortíðardrauma og Snögga bletti 2005.

Ritaskrá:

Bækur:

What is Microhistory? Theory and Practice
(London: Routledge, 2013). Co-author dr. István Szijártó.
AmazonRoutledge

Dagbók Elku. Alþýðumenning í þéttbýli á árunum 1915-1923 í frásögn Elku Björnsdóttur verkakonu.
Sýnibók íslenskrar alþýðumenningar 15 (Reykjavík: Háskólaútgáfan, 2012).

Wasteland with Words
(London: Reaktion Books, 2010). 288 pages. 

Íslenzk menning II. Til heiðurs Sigurði Gylfa Magnússyni á fimmtugsafmæli hans
29. ágúst 2007 (Reykjaví, Einsögustofnun, 2007). 156 blaðsíður.


Akademísk helgisiðafræði: Hugvísindi og háskólasamfélag
Nafnlausa ritröðin (Reykjavík: Miðstöð einsögurannsókna, 2007.)Sögustríð: Greinar og frásagnir um hugmyndafræði
(Reykjavik: Háskólaútgáfan, 2006).Frá endurskoðun til upplausnar. Tvær prófritgerðir, einn formáli, þrjú viðtöl, sjö fræðigreinar, fimm ljósmyndir, einn eftirmáli og nokkrar minningargreinar af vettvangi hugvísinda.
Ritstjórar Hilma Gunnarsdóttir, Jón Þór Pétursson og Sigurður Gylfi Magnússon (Reykjavík: Miðstöð einsögurannsókna og ReykjavíkurAkademían, 2006.)

Sjálfssögur. Minni, minningar og saga.
Gestaritstjóri Soffía Auður Birgisdóttir. Sýnisbók íslenskrar alþýðumenningar 11 (Reykjavík: Háskólaútgáfan í samráði við Miðstöð einsögurannsókna, 2005).

 

Fortíðardraumar. Sjálfsbókmenntir á Íslandi.
Gestaritstjóri Guðmundur Hálfdanarson. Sýnisbók íslenskrar alþýðumenningar 9 (Reykjavík: Háskólaútgáfan í samráði við Miðstöð einsögurannsókna, 2004).

 

Snöggir blettir (Reykjavík: Miðstöð einsögurannsókna og Ljósmyndasafn Reykjavíkur, 2004).

Kviksögur, hneykslismál og réttarhöld: Átta ítardómar
Ritstjórar: Hilma Gunnarsdóttir og Sigurður Gylfi Magnússon, Kistan.is 2003.


 

Burt - og meir en bæjarleið. Dagbækur og persónuleg skrif Vesturheimsfara á síðari hluta 19. aldar.
Sýnisbók íslenskrar alþýðumenningar 5. Davíð Ólafsson og Sigurður Gylfi Magnússon tóku saman (Reykjavík: Háskólaútgáfan, 2001).

 

Molar og mygla. Um einsögu og glataðan tíma.
Atvik 5. Meðhöfundar Carlo Ginzburg og Davíð Ólafsson. Ritstjórar Ólafur Rastrick og Valdimar Tr. Hafstein (Reykjavík: Bjartur, 2000).

 

Einsagan - ólíkar leiðir. Átta ritgerðir og eitt myndlistarverk.
Ritstjórar Erla Hulda Halldórsdóttir og Sigurður Gylfi Magnússon (Reykjavík: Háskólaútgáfan, 1998).

 

Kraftbirtingarhljómur Guðdómsins. Dagbók, sjálfsævisaga, bréf og kvæði Magnúsar Hj. Magnússonar, skáldsins á Þröm.
Sýnisbók íslenskrar alþýðumenningar 2. Ritstjórar Kári Bjarnason og Sigurður Gylfi Magnússon (Reykjavík: Háskólaútgáfan, 1998).

 

Bræður af Ströndum. Dagbækur, ástarbréf, almenn bréf, sjálfsævisaga, minnisbækur og samtíningur frá 19. öld.
Sýnisbók íslenskrar alþýðumenningar (Reykjavík: Háskólaútgáfan, 1997).

 

Menntun, ást og sorg. Einsögurannsókn á íslensku sveitasamfélagi 19. og 20. aldar.
Sagnfræðirannsóknir 13 (Reykjavík: Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands og Háskólaútgáfan, 1997).

 

Lífshættir í Reykjavík 1930-1940.
Sagnfræðirannsóknir 7 (Reykjavík: Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands og Bókaútgáfa Menningarsjóðs, 1985).

The Continuity of Everyday Life: Popular Culture in Iceland 1850-1940.
Doktorsritgerð frá Carnegie Mellon háskólanum í Bandaríkjunum, 1993.

 

Greinar

A. íslenskar:

"Vesturgata 30." Sagnir. Tímarit um sögulegt efni, 6 (1985), bls. 6-12.

"Hugarfarið og samtíminn. Framþróunarkenningin og vestræn samfélög." Ný saga. Tímarit Sögufélags, 2 (1988), bls. 28-39.

"Alþýðumenning á Íslandi 1850-1940." Íslensk þjóðfélagsþróun 1880-1990. Ritgerðir. Ritstjórar Guðmundur Hálfdanarson og Svanur Kristjánsson (Reykjavík: Félagsvísindastofnun og Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands, 1993), bls. 265-320.

"Siðferðilegar fyrirmyndir á 19. öld." Ný saga. Tímarit Sögufélags, 7 (1995), bls. 57-72.

""Jeg er 479 dögum ýngri en Nilli." Dagbækur og daglegt líf Halldórs Jónssonar frá Miðdalsgröf." Skírnir, 169 (haust 1995), bls. 309-347.

""Dauðinn er lækur, en lífið er strá." Líf og dauði á nítjándu öld." Eitt sinn skal hver deyja. Dauðinn í íslenskum veruleika. Ritstjóri Sigurjón Baldur Hafsteinsson (Reykjavík: Mokka-Press, 1996), bls. 128-142.

"Kynjasögur á 19. og 20. öld? Hlutverkaskipan í íslensku samfélagi." Saga. Tímarit Sögufélags, 35 (1997), bls. 137-177.

"Heimskuleg spurning fær háðulegt svar. Orð og æði - minni og merking." Meðhöfundur Jón Jónsson þjóðfræðingur. Íslenska söguþingið 28.-31. maí 1997. Ráðstefnurit II. Ritstjórar Guðmundur J. Guðmundsson og Eiríkur K. Björnsson (Reykjavík: Sagnfræðistofnun H.Í. og Sagnfræðingafélag Íslands, 1998), bls. 47-56.

"Félagssagan fyrr og nú." Einsagan - ólíkar leiðir. Átta ritgerðir og eitt myndlistarverk. Ritstjórar Erla Hulda Halldórsdóttir og Sigurður Gylfi Magnússon (Reykjavík: Háskólaútgáfan, 1998), bls. 17-50. Endurútgefin að hluta í bókinni Íslenskir sagnfræðingar. Seinna bindi. Viðhorf og rannsóknir. Ritstjórar Loftur Guttormsson, Páll Björnsson, Sigrún Pálsdóttir og Sigurður Gylfi Magnússon (Reykjavík: Mál og mynd, 2002),bls. 83-95.

"Magnús og mýtan." Kraftbirtingarhljómur Guðdómsins. Dagbók, sjálfsævisaga, bréf og kvæði Magnúsar Hj. Magnússonar, skáldsins á Þröm. Sýnisbók íslenskrar alþýðumenningar 2 (Reykjavík: Háskólaútgáfan, 1998), bls. 11-89.

"Einsagan - Frelsun eða forboðnir ávextir?" http://www.hi.is/~mattsam/Kistan/ (1999).

"Einvæðing sögunnar." Molar og mygla. Um einsögu og glataðan tíma. Atvik 5. Meðhöfundar Carlo Ginzburg og Davíð Ólafsson. Ritstjórar Ólafur Rastrick og Valdimar Tr. Hafstein (Reykjavík: Bjartur, 2000), bls. 100-141.

"Sársaukans land. Vesturheimsferðir og íslensk hugsun." Burt - og meir en bæjarleið. Dagbækur og persónuleg skrif Vesturheimsfara á síðari hluta 19. aldar. Sýnisbók íslenskrar alþýðumenningar 5. Davíð Ólafsson og Sigurður Gylfi Magnússon tóku saman (Reykjavík: Háskólaútgáfan, 2001), bls. 9-69.

"Einsaga á villigötum?" Íslenskir sagnfræðingar. Seinna bindi. Viðhorf og rannsóknir. Ritstjórar Loftur Guttormsson, Páll Björnsson, Sigrún Pálsdóttir og Sigurður Gylfi Magnússon (Reykjavík: Mál og mynd, 2002), bls. 467-476.

"Að kasta ellibelgnum. Hugmyndafræði sagnfræðilegrar heimildaútgáfu." 2. íslenska söguþingið 30. maí - 1. júní 2002. Ráðstefnurit II. Riststjóri Erla Hulda Halldórsdóttir (Reykjavík, 2002), bls. 144-159.

"Fanggæsla vanans. Til varnar sagnfræði. Fyrri grein." Skírnir, 176 (haust 2002), bls. 371-400.

"Að stíga tvisvar í sama strauminn. Til varnar sagnfræði. Síðari grein." Skírnir, 177 (vor 2003), bls. 127-158.

"Aðferð í uppnámi. Tuttugasta öldin vegin." Saga, 41 (vor 2003), bls. 15-54.

B. enskar:

"World War II in the Lives of Black Americans: Some findings and an interpretation." Ritað með dr. John Modell og dr. Marc Goulden, Journal of American History, 76 (December 1989), bls. 838-848.

"From Children's Point of View: Childhood in Nineteenth Century Iceland." Journal of Social History, 29 (Winter 1995), bls. 295-323.

"The Contours of Social History - Microhistory, Postmodernism and Historical Sources." Mod nye historier. Rapporter til Det 24. Nordiske Historikermøde. Bind 3. Redigeret af Carsten Tage Nielsen, Dorthe Gert Simonsen og Lene Wul (Århus, 2001), bls. 83-107.

"Barefoot Historians: Education in Iceland in the Modern Period." Meðhöfundur Davíð Ólafsson. Writing Peasants. Studies on Peasant Literacy in Early Modern Northern Europe. Ritstjórar Klaus-Joachim Lorenzen-Schmidt og Bjørn Poulsen. Landbohistorisk Selskab (Århus 2002), bls. 175-209.

"Barefoot Historians: Education in Iceland in the Modern Period." Meðhöfundur Davíð Ólafsson. Rustica Nova. The New Countryside and Transforations in Operating Environment. Ritstjórar Kalle Pihlainen and Erik Tirkkonen (Turku, 2002), bls. 165-178. Prentaður fyrirlestur sem fluttur var á ráðstefnu í Finnlandi árið 1999.

"The Singularization of History: Social History and Microhistory within the Postmodern State of Knowledge." Journal of Social History, 36 (Spring 2003), bls. 701-735.

"Iceland: a 20th-Century Case of Selective Modernization." Encyclopedia of Europe 1914-2004. Scribner World History European Series. Editors in Chief Jay Winter and John Merriman (New York, 2006).

"Iceland: Through the Slow Process of Social and Cultural Change." Encyclopedia of the Modern World. Editor in Chief Peter N. Stearns (New York: Oxford Univeristy Press, 2006).

"Social History as "Sites of Memory"? The Institutionalization of History: Microhistory and the Grand Narrative." Journal of Social History (Spring 2006).

Bókagagnrýni:

"Proto-Industrialization in Scandinavia: Craft Skills in the Industrial Revolution. By Maths Isacson og Lars Magnusson." Journal of Social History, (Winter 1988), bls. 396-398.

"Family and Household in Iceland 1801-1930: Studies in the Relationship Between Demographic and Social-Economic Development, Social Legislation and Family and Household Structures. By Gísli Ágúst Gunnlaugsson." Journal of Social History, (Fall 1990), bls. 188-190.

"Conflicting Paths. Growing up in America. By Harvey J. Graff." Journal of Social History, (Spring 1997), bls. 733-735.

"Elín Pálmadóttir, Með fortíðina í farteskinu. Saga þriggja kynslóða íslenskra kvenna." Saga. Tímarit Sögufélags, 35 (1997), bls. 290-295.

"Íslenskar kvennarannsóknir. Gagnagrunnur 1970-1997 I. Ritstjóri Helga Kress." Saga. Tímarit Sögufélags, 36 (1998), bls. 381-382.

"Gísli Gunnarsson, Fiskarnir sem munkunum þótti bestur. Ritröð Sagnfræðistofnunar (Reykjavík: Háskólaútgáfan, 2004)." Kistan.is 2004.

"Pétur Gunnarsson, Vélar tímans. Saga Íslands III (Reykjavík: Mál og menning, 2004)." Kistan.is 2004.

"Ólafur Jóhann Ólafsson, Sakleysingjarnir (Reykjavík: Vaka-Helgafell, 2004)." Kistan.is 2004.

"Helgi Guðmundsson, Land úr landi (Reykjavík: Háskólaútgáfan, 2004)." Kistan.is 2004.

"Haukur Ingvarsson, Niðurfall og þættir af hinum dularfulla Manga." Kistan.is 2004.

"Steinar Bragi, Útgönguleiðir (Reykjavík: Bjartur, 2005)." Kistan.is 2005.

"Tómas Ponzí, Mokka menning (Reykjavík: Lulu.com, 2005)." Kistan.is 2004.

"Íslandssagan í máli og myndum. Ritstjórar Árni Daníel Júlíusson og Jón Ólafur Ísberg (Reykjavík: Mál og menning, 2005)." Kistan.is 2005.

"Kjartan Sveinsson, Afbrigði og útúrdúrar. Sagnaþættir (Reykjavík: Mál og menning, 2005)." Kistan.is 2005.

"Kirkjur Íslands. Ritstjóri Þorsteinn Gunnarsson og fleiri (Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, 2001-2005)." Kistan.is 2005.

"Myndir og hljóð í minni. Mórar-nærvídd eftir Katrínu Elvarsdóttur og Matthías M.D. Hemstock. (Reykjavík: 12 tónar, 2005)." Kistan.is 2005.

"Rethinking Home. A Case for Writing Local History. By Joseph A. Amato (Berkeley, University of California Press, 2002)." Journal of Social History 2006.

Ritstjórn:

Ritstjóri og eigandi ritraðarinnar Sýnisbók íslenskrar alþýðumenningar ásamt Kára Bjarnasyni íslenskufræðingi frá upphafi og til ársloka 2001. Þá bættust Davíð Ólafsson sagnfræðingur og Már Jónsson prófessor í sagnfræði í hóp ritstjóra og eiganda ritraðarinnar. Árið 2004 vék Kári úr ritstjórninni um óákveðinn tíma. Sama ár varð sú stefnubreytinga á útgáfu ritraðarinnar að ákveðið var að gefa út tvær línur undir heiti Sýnisbókarinnar, annars vegar hin hefðbundna heimildaútgáfa og hins vegar höfundavek sem er nýjung í útgáfunni. Þess er vænst að báðar gerðirnar verði snar þáttur í útgáfu Sýnibókanna í framtíðinni. Ritröðin kemur út árlega og stefnt er að útgáfu nokkurra bóka á ári. Nú þegar hafa komið út tíu bækur í þessum flokki en þær eru sem hér segir:

 1. Bræður af Ströndum. Dagbækur, ástarbréf, almenn bréf, sjálfsævisaga, minnisbækur og samtíningur frá 19. öld (1997). Sigurður Gylfi Magnússon tók saman.
 2. Kraftbirtingarhljómur Guðdómsins. Dagbók, sjálfsævisaga, bréf og kvæði Magnúsar Hj. Magnússonar, skáldsins á Þröm (1998). Sigurður Gylfi Magnússon tók saman.
 3. Elskulega móðir mín, systir, bróðir, faðir og sonur. Fjölskyldubréf frá 19. öld (1999). Sigrún Sigurðardóttir tók saman.
 4. Orð af eldi. Bréfaskipti Ólafar Sigurðardóttur á Hlöðum og Þorsteins Erlingssonar á árunum 1883-1914 (2000). Erna Sverrisdóttir tók saman.
 5. Burt - og meir en bæjarleið. Dagbækur og persónuleg skrif Vesturheimsfara á síðari hluta 19. aldar (2001). Davíð Ólafsson og Sigurður Gylfi Magnússon tóku saman.
 6. Til merkis mitt nafn. Dómabækur Markúsar Bergssonar sýslumanns Ísafjarðarsýslu 1711-1729 (2002). Már Jónsson tók saman.
 7. Landsins útvöldu synir. Ritgerðir skólapilta Lærða skólans í íslenskum stíl 1846-1904 (2004). Bragi Þorgrímur Ólafsson tók saman.
 8. Jónsbók. Lögbók Íslendinga hver samþykkt var á alþingi árið 1281 og endurnýjuð um miðja 14. öld en fyrst prentuð árið 1578 (2004). Már Jónsson tók saman.
 9. Sigurður Gylfi Magnússon, Fortíðardraumar. Sjálfsbókmenntir á Íslandi (2004).
 10. Guðs dýrð og sálnanna velferð. Prestastefnudómar Brynjólfs biskups Sveinssonar 1639-1674. Már Jónsson tók saman (2005).
 11. Sigurður Gylfi Magnússon, Sjálfssögur. Minni, minningar og saga (2005).

Ritstjóri bókarinnar Einsagan - ólíkar leiðir. Átta ritgerðir og eitt myndlistarverk, ásamt Erlu Huldu Halldórsdóttir. Flestir höfundarnir eru fyrrverandi nemendur mínir og voru að stíga sín fyrstu spor á ritvellinum. Bókin var niðurstaða umræðuhóps sem starfaði sjálfstætt á tímabilinu 1996-1998 og hittist í Þjóðarbókhlöðunni um það bil mánaðarlega.

Var í ritstjórn og tók þátt í að móta ritröð sem ReykjavíkurAkademían gefur út og nefnist Atvik. Fimm bækur komu út í flokknum þann tíma sem ég starfaði í ritstjórn. Í ritstjórn með mér voru: Irma Erlingsdóttir, Davíð Ólafsson, Hjálmar Sveinsson, Geir Svansson, Úlfhildur Dagsdóttir. Ég hvarf úr ritstjórninni árið 2001.

Var í ritstjórn stéttatals Sagnfræðingafélags Íslands sem nefnist Íslenskir sagnfræðingar I-II (2002). Er einn af fjórum ritstjórum síðara bindis stéttatalsins sem ber heitið Viðhorf og rannsóknir. Hinir eru Loftur Guttormsson, Páll Björnsson og Sigrún Pálsdóttir. Síðara bindið er 476 blaðsíður.

Tók sæti í ritstjórn Kistunnar, vefrits um hugvísindi árið 2002 ásamt Matthíasi Viðari Sæmundssyni íslenskufræðingi, Jóni Ólafssyni heimspekingi og Hermanni Stefánssyni bókmenntafræðingi.

Ritstjóri vefbókarinnar Kviksögur, hneykslismál og réttarhöld: Átta ítardómar, ásamt Hilmu Gunnarsdóttur. Bókin var gefin út á Kistan.is í júnímánuði 2003. Allir höfundarnir eru fyrrverandi nemendur mínir sem og meðritstjóri minn. Vinnan við verkið fór fram í námskeiði sem haldið var í Háskóla Íslands vorið 2003 og bar sama nafn og bókin.

Fyrirlestrar (ekki tæmandi listi):

"World War II in the Lives of Black Americans." Flutti fyrirlestur um efnið í The Pittsburgh Center for Social History, University of Pittsburgh og The Faculty Club, Carnegie Mellon University 1989.

"Dagbækur og daglegt líf." Flutti fyrirlestur á kvöldfundi Sagnfræðingafélags Íslands 1995.

"Fræðilegir spurningarlistar og eigindlegar rannsóknaraðferðir." Fyrirlestur með Jóni Jónssyni um efnið á Söguþingi 1997.

"Sjálfsævisagan og íslensk menning." Flutti fyrirlestur um efnið á fundi Ættfræðingafélags Íslands 1997.

"Alþýðan í dagbókum og bréfum." Fyrirlestrar fluttir í Lions-klúbbnum Þór og Rótarý félagi Reykjavíkur, 1997.

"Byggðasagan í einsögulegu ljósi." Fyrirlestur fluttur á Ísafirði á landsbyggðaráðstefnu Sagnfræðingafélags Íslands sem nefndist Menningarsaga - Vestfirðir í brennidepli, 1999.

"Einsagan sem kennslutæki." Fyrirlestur fluttur á Norðfirði á námskeiði Endurmenntunarstofnunar, 1999.

"Dagur dagbókarinnar - Framkvæmdarskýrsla." Fyrirlestur fluttur á Súfistanum 1999 í tilefni af útkomu bókarinnar Dagbók Íslendinga.

"Siðareglur í sögulegu ljósi." Fyrirlestur fluttur á fundi Sagnfræðingafélags Íslands 1999 í tilefni af vinnslu siðareglna félagsins.

"Barefoot Historians." Fyrirlestur fluttur með Davíð Ólafssyni á ráðstefnu í Finnlandi árið 1999 sem bar yfirskriftina Rustica Nova og fjallaði um evrópska bændamenningu.

"Sagnfræðin og söfnin." Fyrirlestur fluttur á málþingi Sagnfræðingafélags Íslands í Viðey 1999 sem bar yfirskriftina Safnamál og fræði.

"Kraftbirtingarhljómur Guðdómsins og Heimsljós Halldórs Kiljans Laxness." Fyrirlestur haldinn við Endurmenntunarstofnun H.Í. haustið 1999.

"Er eitthvað á minnið að treysta? Mýtan um söguna." Fyrirlestur fluttur á Hádegisfundi Sagnfræðingafélags Íslands í marsmánuði 2001, þar sem fræðimenn glímdu við spurninguna: Hvað er heimild?

"Sýnisbók íslenskrar alþýðumenningar - Framkvæmdarsaga." Fyrirlestur fluttur á fundi Sagnfræðingafélags Íslands í húsi Sögufélags vorið 2001.

"Burt - og meir en bæjarleið." Fyrirlestur haldinn við Endurmenntunarstofnun H.Í. vorið 2001.

"The Contours of Social History - Microhistory, Postmodernism and Historical Sources." Fyrirlestur fluttur á Norræna sagnfræðingaþinginu í ágústmánuði 2001 í Aarhus í Danmörku. Fyrirlesturinn var hluti af dagsefni ráðstefnunnar sem nefndist: Mod nye historier.

"Að kasta ellibelgnum. Hugmyndafræði sagnfræðilegrar heimildaútgáfu." Fyrirlestur fluttur á öðru íslenska Söguþinginu í málstofu um útgáfu heimildatexta, 2002.

"The Individual in Memory and Tradition." Fyrirlestur fluttur á ráðstefnu SHARP-samtakanna um bóksögu í London í júlímánuði 2002.

"The Study of Individual Memory in Connection with Collective and Historical Memory throught the use of Autobiographies." Fyrirlestur haldinn í háskólanum í Helsinki í Finnlandi 24. september 2002 í þjóðfræðideild skólans.

"Sjálfið í sögunum." Fyrirlestur fluttur í Ættfræðingafélagi Hafnafjarðar 2. mars 2004.

"The Institutionalization of Social History." Fyrirlestur fluttur á lokaðri ráðstefnu sem Journal of Social History hélt í Fairfax, Virginia í Bandaríkjunum 22.-24. október 2004.

"Kynjasögur á Gammabrekku." Fyrirlestur fluttur á Miðvikudagsseminari í ReykjavíkurAkademíunni 16. febrúar 2005.

"Keðja - Um snögga bletti margra kynslóð." Fyrirlestur haldinn á vegum Gerðubergs og ReykjavíkurAkademíunnar í tilefni af umfjöllun um safnara og verk þeirra. - 10. september 2005.

"Sjálfsbókmenntir á Íslandi." Fyrirlestur í Félagi íslenskra fræða. - 2. nóvember 2005.

"Kynlíf í ljósi nývæðingar." Fyrirlestur í Hádegisfyrirlestraröð Sagnfræðinafélags Íslands sem ber yfirskriftina: Hvað eru framfarir? - 8. nóvember 2005.

"Samhengi íslenskrar menningar." Fyrirlestur fluttur á fundi Safnaðarfélags Dómkirkjunnar." 13. nóvember 2005.

"Hvers virði er minnið og menningin?" Fyrirlestur fluttur hjá Kauphöllinni í Reykjavík 18. nóvember 2005.

"Haldið þér kjafti frú Sigríður! - Kyn í sjálfsbókmenntum." Fyrirlestur haldinn á málþingi Miðstöðuvar einsögurannsókna sem bar yfirskriftina: Kyn, kynlíf og sjálf 8. desember 2005 í ReykjavíkurAkademíunni.

..Auk fjölda fyrirlestra sem fluttir hafa verið á vegum einstakra kennara í félagsfræði, félagsráðgjöf, sagnfræði, íslensku, forspjallsvísindum, mannfræði, guðfræði, bókmenntum, jarð- og landafræði og viðskiptafræði í háskólum á Íslandi, á Norðurlöndunum og í Bandaríkjunum. Hef einnig flutt fjölda fyrirlestra á vegum fræðifélaga í háskólasamfélaginu (á ráðstefnum og fundum) auk félagasamtaka á borð við Rotary, Lions og ættfræðifélaga svo eitthvað sé nefnt.

Minni ritsmíðar:

"Daglegt líf í dreifbýli og þéttbýli á 20. öld." Spurningaskrá 86. Þjóðháttadeildar Þjóðminjasafns Íslands, 1994. Var höfundur þessarar skráar en hún var send út til 500 einstaklinga með slembiúrtaki úr þjóðskrá.

Ýmsar greinar í Fréttabréfi Sagnfræðingafélags Íslands á árunum 1997-2001.

"Sjálfsævisagan og íslensk menning." Fréttabréf Ættfræðingafélagsins, 15 (apríl 1997), bls. 3-9.

"Formáli." Bræður af Ströndum. Dagbækur, ástarbréf, almenn bréf, sjálfsævisaga, minnisbækur og samtíningur frá 19. öld (1997). Meðhöfundur Kári Bjarnason. Bls. 9-10.

"Á ferð um Strandir með Halda og Nilla." Strandapósturinn, 31(1997), bls. 91-93.

"Innsýn í líf alþýðufólks." Fréttabréf Félags um skjalastjórnun, (1997), bls. 5.

"Ungt fólk og ástin á 19. öld." Lesbók Morgunblaðsins, 20. desember 1997, bls. 20-21.

"Stórviðburðir ársins í skuggsjá ungs manns á nítjándu öld." Lesbók Morgunblaðsins, 28. febrúar 1998, bls. 4-5.

"Formáli." Kraftbirtingarhljómur Guðdómsins. Dagbók, sjálfsævisaga, bréf og kvæði Magnúsar Hj. Magnússonar, skáldsins á Þröm (1998). Meðhöfundur Kári Bjarnason. Bls. 7-9.

"Formáli - Imba mey og afkomendur hennar." Einsagan - ólíkar leiðir. Átta ritgerðir og eitt myndlistarverk (1998). Meðhöfundur Erla Hulda Halldórsdóttir. Bls. 7-14.

"Dagbókin - Persónuleg tjáning." Meðhöfundur Davíð Ólafsson. Lesbók Morgunblaðsins, 10. október 1998, bls. 18-20.

"Dagur dabókarinnar 15. október 1998. Hugmyndir, framkvæmd og niðurstaða." Fréttabréf Félags um skjalastjórn, (1999), bls. 12.

"Formáli." Elskulega móðir mín, systir, bróðir, faðir og sonur. Fjölskyldubréf frá 19. öld (1999). Meðhöfundur Kári Bjarnason. Bls. 7-9.

"Formáli." Orð af eldi. Bréfaskipti Ólafar Sigurðardóttur á Hlöðum og Þorsteins Erlingssonar á árunum 1883-1914 (2000). Meðhöfundur Kári Bjarnason. Bls. 7-11.

"Blásið í gamlar glæður." Meðhöfundur Kári Bjarnason. Lesbók Morgunblaðsins, 8. apríl 2000, bls. 13.

"Formáli." Burt - og meir en bæjarleið. Dagbækur og persónuleg skrif Vesturheimsfara á síðari hluta 19. aldar (2001). Meðhöfundur Kári Bjarnason. Bls. 7-10.

"Formáli." Til merkis mitt nafn. Dómabækur Markúsar Bergssonar sýslumanns Ísafjarðarsýslu 1711-1729 (2002). Meðhöfundar Davíð Ólafsson, Kári Bjarnason og Már Jónsson. Bls. 11-14.

"Inngangur." Íslenskir sagnfræðingar. Seinna bindi. Viðhorf og rannsóknir. Meðhöfundar Loftur Guttormsson, Páll Björnsson og Sigrún Pálsdóttir. bls. 7-9.

"Ungir sagnfræðingar." Íslenskir sagnfræðingar. Seinna bindi. Viðhorf og rannsóknir. Bls. 275-277.

"Sagnfræðingurinn Halldór Kiljan Laxness." Þar ríkir fegurðin ein. Öld með Halldóri Laxness. Sýning í Þjóðarbókhlöðu 23. mars til 31. desember 2002, bls. 11.

"Í leit að fyrirmynd." Sagnir 23 (2002), bls. 116-117.

"Af skáldyrðingum." Frá Bjargtöngum að Djúpi. Mannlíf og saga fyrir vestan. 5. bindi (Hrafnseyri, 2002), bls. 7-21.

"Formáli." Kviksögur, hneykslismál og réttarhöld: Átta ítardómar. Vefbók sem gefin var út á Kistan.is í júnímánuði 2003.

"Kennileiti minninga. Styttur, kennslubækur, yfirlitsrit, hátíðarhöld og ævisögur." Lesbók Morgunblaðsins 3. apríl 2004, bls. 6-7.

"Ádrepa um alþýðumenningu." Lesbók Morgunblaðsins 8. maí 2004, bls. 7.

"Repp." Engill tímans. Til minningar um Matthías Viðar Sæmundsson. Ritstjórar Eiríkur Guðmundsson og Þröstur Helgason (Reykjavík, 2004), bls. 205.

"Stóra Hannesarmálið." Lesbók Morgunblaðsins 30. október 2004, bls. 3-5.

"Formáli ritstjóra." Fortíðardraumar. Sjálfsbókmenntir á Íslandi (2004). Meðhöfnudar Davíð Ólafsson og Már Jónsson, bls. 9-10.

"Af menningarástandi - Spurningar og svör: Eitt til tíu." Samræður Hilmu Gunnarsdóttur og Sigurðar Gylfa Magnússonar í apríl og maí 2005 á Kviksaga.is og Kistunni.

"Sjálfsbókmenntir á Íslandi. Erindi flutt hjá Ættfræðifélaginu hinn 31. Mars 2005." Fréttabréf Ættfræðifélagsins, október 2005, bls. 3-9.

"Eftir flóðið." Lesbók Morgunblaðsins 31. desember 2005, bls. 16.

""Við" erum frábær!" Pistill á kistan.is vegna fyrirlestrar forseta Íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar, um "útrásina" sem hann flutti á hádegisfundi Sagnfræðingafélags Íslands. Kistan.is 10. janúar 2006.

"Formúlur og fabúlur." Lesbók Morgunblaðsins 28. janúar 2006, bls. 10.

Annað efni:

"Tilraun til úrvinnslu. Milliheimild: Rannsókn á heimildum þjóðháttadeildar Þjóðminjasafns." Í vinnslu og vörslu höfundar. Verður afhent þjóðháttadeild til varðveislu og notkunar.

Tilsjónarmaður með vinnuhópi um notkun persónulegra heimilda ásamt Erlu Huldu Halldórsdóttir á árunum 1996-1998. Þetta var vinnuhópur um það bil tuttugu fræðimanna sem hittust mánaðarlega (eða á þriggja vikna fresti) frá janúar 1996 og gaf út ritgerðarsafnið Einsagan - ólíkar leiðir vorið 1998.

Tilsjónarmaður með hliðarefni á Söguþingi 1997 ásamt Erlu Huldu Halldórsdóttir. Heiti efnisins var: "Einstaklingar án sögu - saga án einstaklinga. Persónulegar heimildir í sagnfræði." Íslenska söguþingið 28.-31. maí 1997. Dagskrárrit, bls. 14 og 34-38.

Tilsjónarmaður með Gammabrekku, spjallrásar Sagnfræðingafélags Íslands frá upphafi (1998), ásamt Má Jónssyni. Tók þátt í að móta þennan fræðilega vettvang.

Tilsjónarmaður Hádegisfunda Sagnfræðingafélags Íslands ásamt Árna Daníel Júlíussyni og Má Jónssyni sem fjölluðu um spurninguna: Hvað er félagssaga? frá janúar 1998 fram í lok maí 1999, alls 24 fundi.

Tilsjónarmaður Hádegisfunda Sagnfræðingafélags Íslands ásamt Má Jónssyni og Ragnheiði Kristjánsdóttur sem fjölluðu um spurninguna: Hvað er hagsaga? frá ágúst 1999 fram í desember sama ár. Alls 10 fundir.

Tilsjónarmaður með hádegisfundum sem fjölluðu um spurninguna: Hvað er póstmódernismi? sem fóru fram frá byrjun janúarmánuði fram í maílok árið 2000. Alls 10 fundir.

Skipulagði hádegisfundi fyrir árið 2000-2001 ásamt Ragnheiði Kristjánsdóttur. Þeir fjölluðu um spurningarnar: Hvað er stjórnmálasaga? og Hvað er heimild? Alls 20 fundir.

Formaður undirbúningsnefndar um siðareglur Sagnfræðingafélags Íslands 1998-2000 en í nefndinni sátu einnig Anna Agnardóttir dósent í HÍ, Axel Kristinsson fræðimaður í ReykjavíkurAkadeíunni, Gísli Gunnarsson prófessor við HÍ og Sigrún Ásta Jónsdóttir forstöðumaður byggðasafnsins í Stykkishólmi. Reglurnar voru samþykktar á aðalfundi Sagnfræðingafélags Íslands í september 2000 með rúmlega tveimur þriðja greiddra atkvæða félagsmanna.

Hef unnið að skipulagningu málþinga, ráðstefna og funda á vegum Sagnfræðingafélags Íslands og ReykjavíkurAkademíunnar. Má þar nefna "Menningarsaga - Vestfirðir í brennidepli" sem haldið var á Ísafirði 1. og 2. maí 1998, "Safnamál og fræði" sem haldið var 2. október 1999 í Viðey og "Íslendingar á faraldsfæti" sem haldið var í Skagafirði daganna 14.-16. apríl 2000.

Tók þátt í að móta og skipuleggja rannóknarstefnur ReykjavíkurAkademíunnar sem haldnar eru undir heitinu H21 eða Hugmyndir á 21. öld ásamt Ólafi Rastrick sagnfræðingi.

Sat í nefnd á vegum Menntamálaráðuneytisins árið 1998 um endurskoðun aðalnámskrár grunn- og framhaldsskóla í landinu.

Var skipaður í stjórn Menntanetsins af menntamálaráðherra Birni Bjarnasyni árið 2000, en það er rekið af ráðuneytinu.

Var skipaður í nefnd á vegum Reykjavíkurborgar árið 2001 um framtíð Viðeyjar. Nefndin fjallaði um sögu eyjarinnar og mikilvægi hennar fyrir framtíð Reykjavíkur og skilaði af sér skýrslu í því sambandi.

Var einn af forsvarsmönnum menningarátaksins - Dagur dagbókarinnar - sem haldinn var 15. október 1998 á vegum Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns og Þjóðminjasafns Íslands. Í framkvæmdarnefnd voru auk mín: Kári Bjarnason handritavörður í handritadeild Landsbókasafns, Hallgerður Gísladóttir forstöðumaður þjóðháttadeildar Þjóðminjasafns, Sigurborg Hilmarsdóttir safnkennari í Þjóðminjasafni og Gunnar Hersveinn blaðamaður á Morgunblaðinu. Vinnan við átakið tók um það bil fjóra mánuði og fór fram í sjálfsboðavinnu.

Skýrsla um Dag dagbókarinnar (50 bls.): "Á bak við tjöldin: Störf framkvæmdanefndar og starfsmanns. Sigurður Gylfi Magnússon tók saman." Afhent yfirmönnum Landsbókasafns og Þjóðminjasafns og birtist á heimasíðu minni: www.akademia.is/sigm

Tók þátt í vinnslu bókarinnar Dagbók Íslendinga (Reykjavík, Mál og menning, 1999) sem kom út í kjölfar Dags dagbókarinnar. Las meðal annars allar dagbækur dagsins sem bárust í átakinu, en þær voru alls 6 þúsund og valdi í bókin ásamt öðrum nefndarmönnum.

Var sagnfræðilegur ráðgjafi við vinnslu og ritun bókarinnar: Sveitin mín - Kópavogur sem Helga Sigurjónsdóttir ritstýrði (Reykjavík, 2002), frá árinu 1998 til 2002.

Var útnefndur fræðimaður maímánaðar á Kistunni árið 2003 (www.kistan.is). Í þeim mánuði voru verk mín kynnt sérstaklega og birtar frásagnir og úrdrættir úr nokkrum þeirra. Einnig var greint frá útgáfu tímaritsgreina í mánuðinum og vefbókar sem gefin var út á Kistunni á sama tíma.

Vann efni á heimasíðu mína sem er að finna á vefslóðinni: www.akademia.is/sigm. Þetta er efnismikil heimasíða upp á 600 blaðsíður og þar eru eftirtaldir efnisflokkar (hún hefur nú verið endurskoðuð árið 2006):
Persónulegar upplýsingar, staðlaðar, Rannsóknarsaga og samhengi fræðanna, Ritaskrá (Bækur, Greinar, Í vinnslu, Bókagagnrýni, Ritstjórn, Fyrirlestrar, Minni ritsmíðar, Annað efni, Ritdómar annarra, Viðtöl og umfjallanir, Útvarpsviðtöl), Námskeið í HÍ á árunum 1995-2000 (einstök námskeið á tímabilinu, Kennsla og hugmyndafræði hennar), Sýnisbók íslenskrar alþýðumenningar, ReykjavíkurAkademían, Rannsóknarstofnun um byggðamenningu, Heimildastofnun, Sagnfræðingafélag Íslands, Skoðanaskipti: Um einsöguna og póstmódernismann, In English.

Það skal tekið fram að stöðugt er verið að bæta við efni inn á síðuna og þróa áfram innihald hennar. Ný vefsíða microhistory.org er einn angi af þessari viðleitni.

Var skipaður í nefnd á vegum Reykjavíkurborgar árið 2006 um "list í opinberu rými" sem starfar fram á vor. Nefndarstörfum líkur með málþingi.

Tilsjónarmaður á háskólastigi:

Tilsjónarmaður B.A. og M.A.-ritgerða, einstaklingsverkefna á M.A.-stigi, við sagnfræðiskor Háskóla Íslands frá 1995 til dagsins í dag. Auk þess hef ég stjórnað verkefnum á vegum Nýsköpunarsjóðs námsmanna á sama tímabili. Loks hef ég setið í doktorsnefndum bæði hér á landi og erlendis, og dómnefnd um framgang háskólakennara. Eftirtaldir nemendur hafa unnið verkefni undir minni handleiðslu:

B.A.- ritgerðir:

 1. Erla Dóris Halldórsdóttir, "Upphaf hjúkrunarstéttar á Íslandi." (Maí 1996).
 2. Kristrún Halla Helgadóttir, "Ber er hver að baki nema bróður eigi. Einsögurannsókn af högum prestsekkju á nítjándu öld. (Október 1997).
 3. Sigurðardóttir, "Frelsi einstaklingsins felst í vitund hans sjálfs. Tjáning og tilfinningar nokkurra einstaklinga í samfélagi 19. aldar." (Janúar 1998).
 4. Svavar Hávarðsson, "Loðmundarfjörður á síðari hluta 19. aldar. Vitnisburður persónulegra heimilda um daglegt líf og dauða." Með Gísla Gunnarssyni. (Júní 1998).
 5. Sigríður Hagalín Björnsdóttir, "Mannleg náttúra. Íslensk náttúrusýn um aldamótin. (Maí 1998).
 6. Bragi Þorgrímur Ólafsson, "Þjóð eignast fegurri framtíð. Einsögurannsókn á framtíðarsýn Íslendinga á síðari hluta 19. aldar." (Maí 1999).
 7. Ólöf Dögg Sigvaldadóttir, "Völd og valdaleysi. Áhrif valds á einstaklinginn á nítjándu öld." (Febrúar 2000).
 8. Páll Baldursson, "Krákan á sorphaug syngur, svörtu vængjunum ber. Rógburður og sögusagnir í íslensku sveitasamfélagi á 19. öld út frá dómsmáli bóndans Bessa Sighvatssonar frá Brekkuborg Breiðdal, Suður-Múlasýslu." Með Gísla Gunnarssyni. (Maí 2000).
 9. Silja Dögg Gunnarsdóttir, "Óbreytt trú í breytilegu samfélagi. Saga aðventista á Íslandi 1897-2000." Aðstoðaði Gísla Gunnarsson. (Júní 2001).
 10. Magnús Þór Snæbjörnsson, ""Gáðu þess að peníngar eru yfrið frjósamir; peníngar geta af sér penínga; þessir geta aftur aðra og þannig fjölga þeir óðum." Sparisjóður Reykjavíkur 1872-1887." Með Gísla Gunnarssyni (Janúar 2001).
 11. Arna Björg Bjarnadóttir, "Samfélagið við Sog." Með Gísla Gunnarssyni (Júní 2002).
 12. Þórólfur Snævar Sæmundsson. ""Og ég sem ætlaði að skreppa í útreiðatúr." Lífshlaup Þorláks Björnssonar, bónda og hestamanns í Eyjarhólum." Með Gísla Gunnarssyni (Janúar 2003).
 13. Martha Lilja Marthensd Olsen, ""Jeg er fædd í Canada og því Canadísk að ætt ... ". Einsögurannsókn á lífi tveggja vestur-íslenskra kvenna." Með Gísla Gunnarssyni (Janúar 2003).
 14. Árni Geir Magnússon, ""Jeg hafði mikla löngun til að eignast bækur." Viðhorf og möguleikar íslensks alþýðumanns til menntunar við lok 19. aldar." Með Gísla Gunnarssyni (Janúar 2003).
 15. Fanney Birna Ásmundsdóttir, "Fátækt á Íslandi á síðari hluta nítjándu aldar og fyrri hluta hinnar tuttugustu: "Var sem mönnum stæði stuggur af mér - fátækt minni"." Með Gísla Gunnarssyni (Maí 2003).
 16. Jóna Lilja Doss Makar, "Vinnsla og útflutningur á kjöti til 1855." Með Gísla Gunnarssyni (Maí 2003).
 17. Hilma Gunnarsdóttir, "Íslensk söguendurskoðun. Aðferðir og hugmyndir í íslenskri sagnfræði á áttunda og níunda áratugi tuttugustu aldar." (Janúar 2004).
 18. Jón Aðalsteinn Bergsveinsson, ""Ég skrifa mest fyrir niðja mína og vini." Sjálfsævisagan og séra Matthías Jochumsson." (Október 2004).
 19. Jón Þór Pétursson, "Tortímandinn. Þjóð í hlekkjum hugarfarsins og hugmyndir um sögu og sagnfræði á tíunda áratug tuttugustu aldar." Með Eggert Þór Bernharðssyni (Júní 2005).

Einstaklingsverkefni:

 1. Davíð Ólafsson, "Skrá yfir dagbækur í handritadeild Landsbókasafns Íslands." (Maí 1996).
 2. Erla Dóris Halldórsdóttir, "Íslensk hjúkrunarstétt frá árinu 1930-1960." Með Gísla Gunnarssyni. (Maí 2000).

M.A.- ritgerðir:

 1. Davíð Ólafsson, "Bækur lífsins. Íslenskar dagbækur og dagbókarskrif fyrr og nú." Með Guðmundi Hálfdanarsyni. (Maí 1999).

Doktorsnefnd:

 1. Sit í doktorsnefnd Guðrúnar V. Stefánsdóttur á vegum Félagsvísindadeildar með dr. Rannveigu Traustadóttur og dr. Lofti Guttormssyni frá 2002. Verkefnið er unnið innan uppeldisfræðinnar.
 2. Sit í doktorsnefnd fornleifafræðingsins Alison Fearn í De Montfort University Leicester á Englandi sem Academic Advisor og hef verið þar frá 2002. Aðrir í nefndinni eru dr. Peter Walton (Supervisor), dr. Gavin Lucas fornleifafræðingur og dr. Bjarni Einarsson fornleifafræðingur. Verkefnið nefnist: "Continuity and Change: Icelandic Material Culture 18th Century to the Present - A Post-Colonial Perspective."

Nýsköpunarverkefni:

 1. Kristrún Halla Helgadóttir, "Rannsókn og flokkun Reykjavíkurbréfa frá 19. öld." (1997 og 1998). - Tveir styrkir frá Nýsköpunarsjóði námsmanna og Landsbókasafni. Vann til verðlauna fyrir fyrra verkefnið.
 2. Sigrún Sigurðardóttir, "Rannsókn á fjölskyldubréfum." (1997). - Styrkur frá Nýsköpunarsjóði námsmanna og Landsbókasafni.
 3. Davíð Ólafsson, "Dagbækur í handritadeild." (1997). - Styrkur frá Nýsköpunarsjóði námsmanna og Landsbókasafni.
 4. Bragi Þorgrímur Ólafsson, "Samantekt á hugmyndum íslenskra skólapilta á síðari hluta nítjándu aldar." (2000). - Styrkur frá Nýsköpunarsjóði námsmanna og Háskólaútgáfunni.
 5. Magnús Þór Snæbjörnsson, "Upphaf Sparisjóðs Reykjavíkur." (2001 og 2002). - Styrkur frá Nýsköpunarsjóði námsmanna og Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis (SPRON).
 6. Kristín Björk Kristjánsdóttir, "Turnar í Reykjavík." - Styrkur frá Nýsköpunarsjóði námsmanna. (2002).
 7. Hilma Gunnardóttir, "Börn og fræði. Umfjöllun um börn og samfélag í fræðilegum ritum." (2003). - Styrkur frá Nýsköpunarsjóði námsmanna og Miðstöð einsögurannsókna.

Dómnefnd:

 1. Sat í dómnefnd á vegum Háskóla Íslands um framgang Guðmundar Hálfdanarsonar í embætti prófessors árið 2001.

Stjórnun:

Sat í stjórn ReykjavíkurAkademíunnar (RA) - sjálfstætt starfandi fræðimenn (frá 1997, fyrsti formaður stjórnar frá 1998-2000). Tók þátt í að móta RA frá upphafi og leggja drög að starfsemi þess til framtíðar.

Sat í stjórn Sagnfræðingafélags Íslands (varaformaður frá 1997 og formaður frá 1998 til haustsins 2000).

Sit í stjórn Heimildastofnunar (HS - frá stofnun 1999) og er einn af ábyrgðamönnum stofnunarinnar. Hópurinn sem stendur að Heimildastofnun vinnur að því að koma menningararfinum frá 1100 fram til dagsins í dag á stafrænt form. Við höfum fengið styrki frá Rannís í tvígang til þess arna og höfum einbeitt okkur að Fornbréfasafninu. Sjá heimasíðu stofnunarinnar á slóðinni: www.heimildir.is

Sat í stjórn Rannsóknarstofnunar um byggðamenningu (RABYGG) í ReykjavíkurAkademíunni (frá stofnun 1998 til ársins 2001). Stofnuni tók að sér ýmiskonar verkefni á vegum byggðamenningar og hélt eitt námskeið á framahaldsstigi við íslenskuskor HÍ.

Var skipaður 2001 í stjórn rannsóknarsviðs ReykjavíkurAkademíunnar ásamt Ólafi Rastrick sem fer með formennsku þess. Hef tekið þátt í að móta og hrinda í framkvæmd stóru verkefni sem nefnist Hugmyndir á 21. öld og er röð rannsóknarstefna; vinnufunda og ráðstefna um eftirfarandi efni: Kynjafræði, einsaga, tákn og ímyndir, framandleiki og menningarfræði. Hver fundur stendur í þrjá daga. Um er að ræða tilraun til að ræða nýjar hugmyndir á nýrri öld í hópi fyrsta flokks fræðimanna, innlendra og erlendra.

Sat í stjórn Málningarverksmiðjunnar Hörpu hf sem ritari stjórnar frá 1994-2001.

Sit í stjórn Eignarhaldsfélags Hörpu hf. sem ritari stjórnar frá 2001.

Sat í stjórn Hörpu Sjafnar hf. frá 2002 til ársloka 2004 sem stjórnarformaður.

Sat í stjórn Vefkistunnar hf. frá 2002, stjórnarformaður frá 2004 til ársloka 2005.

Forstöðumaður og stofnandi Miðstöðvar einsögurannsóknar (Center for Microhistorical Research) í ReykjavíkurAkademíunni frá 2003.

Ritdómar eða fræðilegar umfjallanir annarra um verk SGM:

"Fjölskyldulíf á kreppuárunum. Lífshættir í Reykjavík." Morgunblaðið, fimmtudagur 5. desember 1985, bls. 18. [Erlendur Jónsson].

"Örbirgð og auður." DV, miðvikudagur 18. desember 1985, bls. 14. [Páll Líndal].

"Lífshættir í Reykjavík 1930-1940." NT, laugardagur 28. desember 1985, bls. 12. [Jón Þ. Þór].

"Sigurður G. Magnússon: Lífshættir í Reykjavík 1930-1949." Saga, 24 (1986), bls. 332-335. [Guðjón Friðriksson].

"Lífshættir í Reykjavík eftir Jón Gíslason." Morgunblaðið, föstudagur 11. desember 1987, bls. 42.

"Hugur einn það veit. Fjallað um hugarfar á fyrri öldum í Nýrri sögu." Þjóðviljinn, miðvikudagur 7. september 1988, bls. 8. [Einar Már Jónsson].

"Guðmundur Hálfdanarson og Svanur Kristjánsson (ritstjórar): Íslensk þjóðfélagsþróun 1880-1940." Saga, 32 (1994), bls. 257-261. [Helgi Skúli Kjartansson].

"Háskólasagnfræði." Morgunblaðið, fimmtudagur 22. maí 1997, bls. 33. [Erlendur Jónsson].

"Brú milli sagnfræði og alþýðu." DV, mánudagur 25. ágúst 1997, bls. 17. [Ármann Jakobsson].

"Í gamla daga var lífið svona." Morgunblaðið, þriðjudagur 16. desember 1997, bls. 3B. [Soffía Auður Birgisdóttir].

"Bókmenntaþátturinn Skáldaglamur." Umsjón Torfi Tulinius. Gestir þáttarins og umsagnaraðilar Guðmundur Hálfdanarson og Gestur Guðmundsson. Fjallað um bækurnar Menntun, ást og sorg og Ævisögu Einars Benediktssonar. Endurtekinn á RÚV, Rás 1, 06. 03. 1998.

"Sagan sögð frá sjónarhóli einstaklingsins." Morgunblaðið, þriðjudagur 24. nóvember 1998, bls. 8B. [Karl Blöndal].

"Sigurður Gylfi Magnússon: Menntun, ást og sorg. Einsögurannsókn á íslensku sveitasamfélagi 19. og 20. aldar." Saga 36 (1998), bls. 311-319. [Loftur Guttormsson].

"Sagnfræði hins einstaka." Morgunblaðið, sunnudagur 30. maí 1999, bls. 21. [Ólafur Rastrick].

"Bréfasafn fjölskyldu." Morgunblaðið, 1999. [Ólafur Rastrick].

"Einsagan - ólíkar leiðir. Átta ritgerðir og eitt myndlistarverk. Ritstjórar Erla Hulda Halldórsdóttir og Sigurður Gylfi Magnússon." Saga, 37 (1999), bls. 263-266. [Hjalti Hugason].

"Bréf skálda." Morgunblaðið, fimmtudagur 11. maí 2000, bls. 35. [Skafti Þ. Hallgrímsson].

"Einsaga og póstmódernismi." Morgunblaðið, föstudagur 27. október 2000, bls. 34. [Jón Þ. Þór].

"Kraftbirtingarhljómur Guðdómsins og Elskulega móðir mín..." Saga, 38 (2000), bls. 365-368. [Þorgerður H. Þorvaldsdóttir].

"Rannsóknir á menningar- og hugmyndasögu 19. og 20. aldar." Saga XXXVIII (2000), bls. 187-205. [Guðmundur Hálfdanarson].

"Rannsóknir á félagsögu 19. og 20. aldar." Saga XXXVIII (2000), bls. 135-180. [Loftur Guttormsson].

"The Breakthrough of Social History in Icelandic Historiography." Nordic Historiography in the 20th Century. Frank Meyer og Jan Eivind Myhre (eds.) (Oslo, 2000), bls. 265-279. [Loftur Guttormsson].

"Frá Vesturheimi." DV, miðvikudagur 24. október 2001, bls. 14. [Guðmundur J. Guðmundsson].

"Vesturheimsferðir." Morgunblaðið, sunnudagur 25. nóvember 2001, bls. 27. [Sigurjón Björnsson].

"Carlo Ginzburg, Davíð Ólafsson og Sigurður Gylfi Magnússon: Molar og mygla." Saga, 39 (2001), bls. 285-289. [Ingólfur Ásgeir Jóhannesson].

"Stórt og smátt í sagnfræði. Athugasemdir í tilefni af einsöguskrifum Sigurðar Gylfa Magnússon sagnfræðings." Skírnir, 175 (haust 2001), bls. 452-471. [Loftur Guttormsson].

"Burt - og meir en bæjarleið." Saga 40 (2002), bls. 280-284. [Hulda Sigurborg Sigtryggsdóttir].

"Writing Peasants. Studies on Peasant Literacy in Early Modern Northern Europe. Ritstjórar Klaus-Joachim Lorenzen-Schmidt og Bjørn Poulsen." Saga 41 (2003), bls. 246-248. [Árni Daníel Júlíusson].

"Gammabrekka: Um Sögugrein Sigurðar Gylfa: "Besta að játa strax"." Fimm blaðsíðna pistill Helga Skúla Kjartanssonar á Gammabrekku 21. júlí 2003. Sjá einnig svargrein: "Gammabrekka: Ábyrgð háskólakennara: "Játning eða fyrirsláttur?"" Tveggja blaðsíðna svar Sigurðar Gylfa Magnússonar á Gammabrekku 23. júlí 2003.

"Útvarpsþáttur Sigurðar G. Tómassonar á Útvapi sögu. Viðtal við Gunnar Karlsson um grein Sigurðar Gylfa Magnússonar í Sögu 2003." Júlímánuður 2003, Útvarp saga.

"Gammabrekka: Um Sögugrein Sigurðar Gylfa - Viðbrögð." Blaðsíðu svar Helga Skúla Kjartanssonar á Gammabrekku 7. ágúst 2003.

"Yfirlit um yfirlitsrit?" Viðhorfsgrein Þrastar Helgasonar í Morgunblaðið. 19. ágúst 2003 um Sögugrein Sigurðar Gylfa Magnússonar.

Málstofa um gildi yfirlitsrita á Hugvísindaþingi 1. nóvember 2003 var haldin í kjölfar gagnrýni Sigurðar Gylfa Magnússonar í Sögu 2003. Már Jónsson dósent í Háskóla Íslands stýrði umræðum. Formlegir þáttakendur voru eftirfarandi:

 • Erla Hulda Halldórsdóttir, "Yfirlitsrit og kynjasaga";
 • Halldór Bjarnason, "Tímabilaskipting Íslandssögunnar á síðari öldum";
 • Lára Magnúsardóttir, "Til hvers eru yfirlitsrit og hverjum nýtast þau?";
 • Guðmundur Jónsson, "Andúðin á hinu almenna og tálsýn (íslensku) einsögunnar";
 • Ólafur Rastrick, "Einsögu-svartnættið og endalok yfirlitsrita í íslenskri sagnfræði."

"Ég iðrast einskis. Um siðferði í sagnfræði og einokun einsögunnar." Saga, 41 (haust 2003), bls. 127-151. [Gunnar Karlsson].

"Eftirmáli við orðaskipti: Tíu punktar." Skírnir, 177 (haust 2003), bls. 373-388. [Loftur Guttormsson].

"Víðsjá" Viðtal Eiríks Guðmundssonar við Erlu Huldu Halldórsdóttur sagnfræðing í tilefni af gagnrýni Sigurðar Gylfa Magnússonar í Lesbók Morgunblaðsins 8. maí 2004 á bókina Alýðumenning á Íslandi. Rás 1, RÚV 11. maí 2004.

"Víðsjá" Viðtal Eiríks Guðmundssonar við Loft Guttormsson prófessor vegna gagnrýni Sigurðar Gylfa Magnússonar á ritstjórn hans og Inga Sigurðssonar prófessor í bókinni Alþýðumenning á Íslandi. Gagnrýni Sigurðar Gylfa birtist í Lesbók Morgunblaðsins 8. maí 2004 og nefndist: "Ádrepa um alþýðumenningu." Viðtalinu við Loft Guttormsson var hljóðvarpað á Rás 1, RÚV 12. maí 2004.

"Andsvar við ádrepu Sigurðar Gylfa Magnússonar." Lesbók Morgunblaðsins 15. maí 2004, bls. 6. [Ingi Sigurðsson og Loftur Guttormsson]. Sjá gagnrýni Sigurðar Gylfa sem birtist í Lesbók Morgunblaðsins 8. maí 2004 og nefndist: "Ádrepa um alþýðumenningu."

"Viðtöl við Gunnar Þór Bjarnason og Láru Magnúsardóttur um yfirlitsrit." Sagnir 24 (2004), bls. 14-16.

Tímaritið Saga 42:1 (2004) birti undir kaflaheitinu "Kostir og ókostir yfirlitsrita" í kvínni Málstofa sjö greinar eftir höfundana sem hér á eftir eru nefndir um efni sem SGM hafði áður vakið máls á í Sögu 2003:

 • Már Jónsson, "Formálsorð", bls. 131-132.
 • Erla Hulda Halldórsdóttir, "Litið yfir eða framhjá? Yfirlitsrit og kynjasaga", bls. 133-138.
 • Guðmundur Jónsson, ""Yfirlitshugsunin" og tálsýn íslensku einsögunnar", bls. 139-146.
 • Halldór Bjarnason, "Yfirlitsritin: Milli endurgerðar og afbyggingar", bls. 147-157.
 • Helgi Þorláksson, "Stórsaga og yfirlitssaga á hjörum", bls. 158-163.
 • Lára Magnúsardóttir, "Sérfræðirit og yfirlitsrit", bls. 164-170.
 • Ólafur Rastrick, "Af (ó)pólitískri sagnfræði", bls. 171-175.

"Líf í tveimur heimum. Nýlegar bækur um Vestur-Íslendinga." Ritið 4:1 (2004), bls. 121-142. [Gunnþórunn Guðmundsdóttir].

"Kúnstin að kunna að lesa myndir. Gamlar ljósmyndir af utangarðsmönnum og fleirum." DV, miðvikudagur 27. október 2004. [Páll Baldvin Baldvinsson].

"Sjálfsbókmenntir (?) - Keifarvatn - Mýrdalsjökull." www.bjorn.is - 31.10.2004. [Björn Bjarnason].

"Snöggir blettir." Morgunblaðið, miðvikudagur 3. nóvember 2004, bls. 35. [Jón Þ. Þór].

"Missagnir Sigurðar Gylfa Magnússonar." Lesbók Morgunblaðsins, laugardagur 6. nóvember 2004, bls. 4-5. [Hannes Hólmsteinn Gissurarson].

"Writing Peasants. Studies on Peasant Literacy in Early Modern Northern Europe. Edited by Klaus-Joachim Lorenzen-Schmidt og Bjørn Poulsen." Journal of Social History 38 (Fall 2004), bls. 263-265. [Már Jónsson].

"Rangfærslur Sigurðar Gylfa Magnússonar." Lesbók Morgunblaðsins, laugardagur 13. nóvember 2004, bls. 7. [Jakob F. Ásgeirsson].

"Kostrúkt lífsins." Ritdómur um Snögga bletti á vefsíðunni "Skýjaborgir. Vefrit um menningu" 13. nóvember 2004. Sjá: http://www.skyjaborgir.com/ . [Hjalti Snær Ægisson].

" Writing Peasants. Studies on Peasant Literacy in Early Modern Northern Europe. Edited by Klaus-Joachim Lorenzen-Schmidt og Bjørn Poulsen." Scandinavian Journal of History 28:1 (2003), bls. 60-63. [Leidulf Melve].

"Writing Peasants. Studies on Peasant Literacy in Early Modern Northern Europe. Edited by Klaus-Joachim Lorenzen-Schmidt og Bjørn Poulsen." Journal of Early Modern History 8: 1-2 (2004), bls. 164-165. [Thomas Munck].

"Ekkert venjulegt fjölskyldualmbúm. Hrifla um Snöggu blettina hans Sigurðar Gylfa Magnússonar." Kistan.is 21.12. 2004. [Soffía Auður Birgisdóttir].

"Bókmenntir og bækur á Íslandi." Fréttaauki á aðfangadag sem Gunnar Gunnarsson fréttamaður flutti á RÚV, 24. desember 2004. [Gunnar Gunnarsson].

"Á líðandi stund. Menningarvettvangurinn." Tímarrit Máls og menningar 66:1 (2005), bls. 93-94. [Silja Aðalsteinsdóttir].

"Sjálf og sagnfræði." Ritdómur um Fortíðardrauma. Sjálfsbókmenntir á Íslandi. Morgunblaðið, mánudagur 4. júlí 2005, bls. 32. [Steinunn Inga Óttarsdóttir].

"Fortíðin í texta - Hrifla um Fortíðardrauma." Ritdómur um Fortíðardrauma. Sjálfsbókmenntir á Íslandi. Kistan.is föstudagur 18. nóvember 2005. [Sölvi Úlfsson].

"Ég um mig frá þér til þín - og öfugt. Ævisögur Jóhanns Sigurjónssonar og Halldórs Laxness í spegli Fortíðardrauma." Saga XLIII (2005), bls. 181-191. [Gauti Krismannsson].

Um fræðibókaútgáfu - umfjöllun í Lesbók Morgunblaðsins í lok árs 2005 og upphafi árs 2006 þar sem verk SGM og síðar greinar hans á gamlársdag í Lesbókinni ("Eftir flóðið") og 28. janúar ("Formúlur og fabúlur") komu mikið við sögu:

 • "Fræðiritafjöld. Þröstur Helgason fjallar um útgáfur nokkurra fræðirita." Lesbók Morgunblaðsins 24. desember 2005. [Þröstur Helgason].
 • "Ár krimmans. Þröstur Helgason rýnir í bókmenntaárið." Lesbók Morgunblaðsins 31. desember 2005, bls. 7. [Þröstur Helgason].
 • "Nýtt flóð óskast." Lesbók Morgunblaðsins 7. janúar 2006, bls. 16. [Viðar Hreinsson].
 • "Eftirmál flóðsins." Lesbók Morgunblaðsins 7. janúar 2006, bls. 11. [Þröstur Helgason].
 • "Klíkuvæðing á bókamarkaði." Lesbók Morgunblaðsins 14. janúar 2006, bls. 16. [Jón Þorvarðarson].
 • "Biðlað til bókaútgefanda." Lesbók Morgunblaðsins 14. janúar 2006, bls. 11. [Þröstur Helgason].
 • "Menningarvitinn logar ekki. Af formúlum, reyfurum og bókmenntagreinum." Lesbók Morgunblaðsins 14. janúar 2006, bls. 6-7. [Úlfhildur Dagsdóttir].
 • "Bókmenntastefna 21. aldar." Morgunblaðið 20. janúar 2006, bls. 42. [Sverrir Jakobsson].
 • "Fræðimenning - menningarfræði." Lesbók Morgunblaðsins 21. janúar 2006, bls. 16. [Ari Trausti Guðmundsson].
 • "Að vekja athygli." [Viðhorf] Morgunblaðið 31. janúar 2006, bls. 24. [Kristján G. Arngrímsson].

[Efni sem tengist þessari umræðu beint eða óbeint: Sigrún Sigurðardóttir, "Öðruvísi bækur." Lesbók Morgunblaðsins 7. janúar 2006, bls. 2. - Jón Kalman Stefánsson, "Besta skáldsagan, flottasta kápan, fallegasta nefið." Lesbók Morgunblaðsins 7. janúar 2006, bls. 6-7. - Kristján G. Arngrímsson, "Umberto og maurarnir." [Viðhorf] Morgunblaðið 17. janúar 2006, bls. 28. - Viðar Hreinsson, "Skapandi samfélag." Morgunblaðið 19. janúar 2006, bls. 34. - Friðrik Rafnsson, "Bókmenntaleg rétthugsun." Lesbók Morgunblaðsins 21. janúar 2006, bls. 2. - Eggert Ásgeirsson, "Menningin og við." Lesbók Morgunblaðsins 28. janúar 2006].

FLÝTILEIÐIR:
Prófgráður
Rannsóknarsvið
Kennslusvið
Doktorsritgerð
B.A. ritgerð
Kennslureynsla
Vísindastyrkir
Ritaskrá
 Bækur
 Greinar
Ritstjórn
Fyrirlestrar
Minni verk
Annað
Tilsjón
Stjórnun
Gagnrýni

TENGLAR:
microhistory.org
ReykjavíkurAkademían English webpage
© 2006 - Sigurður Gylfi Magnússon