Aukið fjármagn til grunnrannsókna og hlutfall styrkja til hugvísinda

Stjórn ReykjavíkurAkademíunnar hefur sent forsætisráðherra og öðrum ráðherrum sem sitja í Vísinda- og tækniráði, bréf í tilefni af úthlutun úr Rannsóknasjóði og í framhaldi af tillögum stjórnar Vísindafélags Íslendingar til sömu aðila sem miða að því að efla Rannsóknasjóð og bæta umhverfi grunnrannsókna á Íslandi. Þar er lagt til að fjárfesting stjórnvalda í rannsóknir og þróun fylgi Barcelona-viðmiðum aðildaríkja Evrópusambandsins og hækki úr 0.72% af VLF (vergri landsframleiðslu) árið 2018 í 1% af VLF. Einnig að aukning fari alfari í grunnrannsóknir og verði úthlutað til okkar hæfust vísindamanna í gegnum Rannsóknasjóð. Stjórn RA styður ennfremur eftirfarandi tillögur Vísindafélagsins: 
 
  • Að tryggt verði að fjármögnun sjóðsins haldi í við efnahagsþróun. Lagt er til að fjármögnun sjóðsins verði bundin við verga landsframleiðslu á svipaðan hátt og framlög Íslands til rammaáætlunar Evrópusambandsins
  • Ríkið fari í sértækar aðgerðir og ívilnanir til þess að hvetja til stofnunar einkasjóða og fjárfestingar einkaaðila í grunnrannsóknum að fyrirmynd erlendra sjóða eins og til dæmis Carlsberg-sjóðsins í Danmörku.
  • Fylgja þarf fjárfestingu í grunnrannsóknum eftir þar til Ísland stendur jafnfætis nágrannalöndunum í vísindafjármögnun
Einnig, og ekki síður, vekur stjórn Ra athygli Vísinda- og tækniráðs á að hlutfall styrkja til hugvísinda af heildarúthlutunarupphæð hefur lækkað úr 18.02% á árinu 2019 í 5.13% á árinu 2020 og af upphæð öndvegis- og verkefnisstyrkja úr 17.23% í 4.16%. Um leið bendir stjórn RA á að óheftar rannsóknir hugvísindamanna gegna margþættu menningarlegu- og samfélagslegu hlutverki og stuðla að víðsýni og auknum skilningi okkar á eigin umhverfi og auka á þann hátt lífsgæði þjóðarinnar. Þannig treysta rannsóknir á hugvísindasviði stoðir íslenskrar menningar sem er annað af tveimur meginhlutverkum Vísinda- og tækniráðs, sbr. 1.gr laga um Vísinda- og tækniráð nr. 2/2003.
 
Í meðfylgjandi töflu má sjá þróun hlutfalls styrkja Rannsóknasjóðs til hugvísinda af heildarúthlutunarupphæð sl. 5 ár: 
2016 2017 2018 2019 2020
Af heildarupphæð 14.95% 9.58% 18.92% 18.02% 5.13%
Af upphæð öndvegis- og verkefnastyrkja 13.87% 6.10% 18.82% 17.23% 4.16%
 
 
Hér fyrir neðan má lesa bréf stjórnar ReykjavíkurAkademíunnar til forsætisráðherra og bréf stjórnar Vísindafélags Íslands á heimasíðu félagsins.
bref mynd
 
 
 
 

„Nú átti auðvitað að slátra mér“ Franskir sjómenn í endurminningum Reykvíkinga á 20. öld

Íris Ellenberger heldur opinn fyrirlestur í fundarsal ReykjavíkurAkademíunnar 4.hæð í Þórunnartúni 10. október 2019 kl. 12.00 Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.

Við aldamótin 1900 var Reykjavík hafnarborg í vexti sem tók árlega á móti ólíkum hópum fólks sem komu til bæjarins, ýmist til að setjast þar að eða stalda við tímabundið. Einn þessara hópa voru franskir sjómenn sem dvöldu í bænum, flestir aðeins í nokkra sólarhringa á fardögum á sumrin. Þó kom fyrir að strandaðir og veikir sjómenn byggju í bænum um mánaða skeið. Franskur spítali reis í Reykjavík en þar voru einnig franskar verslanir og aðrir innviðir til að þjónusta hópinn. Franskir sjómenn settu því óneitanlega svip sinn á bæinn sem breyttist í „franskt fiskiþorp“ nokkra daga á ári, að sögn Matthíasar Þórðarsonar þjóðminjavarðar. Því skal ekki undra að franskir sjómenn komi gjarna við sögu þegar Reykjavík við aldamótin 1900 er lýst í endurminningum, sagnaþáttum og öðru sögulegu efni.

Í erindinu verður lesið í lýsingar af kynnum Reykvíkinga við franska sjómenn á tímabilinu 1890–1920, eins og þær birtast í endurminningum sem ritaðar eru um 1950 og síðar. Helstu einkenni lýsinganna verða skoðuð og fjallað um helstu þemun sem í þeim birtast. Þá verður spurt hvað hægt sé að lesa í þær um reykvískt samfélag við aldamótin 1900, með áherslu á að leiða í ljós hvernig Frakkar mótuðu bæinn í félagi við aðra samfélagshópa. Þá verður einnig fjallað um endurminningarnar sem vitnisburð um minninguna af frönsku sjómönnunum og spurt hvaða hlutverki hún gæti hafa gegnt á ritunartímanum, þegar franskir sjómenn voru löngu hættir að leggja leið sína til Íslands.

Íris Ellenberger er sagnfræðingur og lektor í Deild faggreinakennslu við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Hún hefur stundað rannsóknir á sviði hinsegin sögu, sögu fólksflutninga og þvermenningarlegrar sögu. Á síðustu árum hefur hún skoðað hvernig þverþjóðlegur hreyfanleiki fólks, varnings og hugmynda mótaði staðbundið samfélag Reykjavík á árunum 1890–1920 og hefur birt greinar úr þeirri rannsókn í Sögu og Women‘s History Review. Hún rannsakar um þessar mundir hlut franskra sjómanna og annarra franskra borgara í þessari mótun.

Umsókn um vinnuaðstöðu

Af óviðráðanlegum ástæðum þá virkar ekki að senda inn umsóknir um félagsaðild og/eða vinnuaðstöðu hjá ReykjavíkurAkademíunni. Unnið er að lagfæringu en á meðan er áhugasömum bent á að hafa beint samband við skrifstofuna í gegnum netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.eða í síma 562 8565.

 

 

HIT – Heroes of Inclusion and Transformation (HIT – hetjur inngildingar og umbreytingar)

HIT kortNýlokið er sex þjóða Erasmus+ verkefni sem ReykjavíkurAkademían tók þátt í. Verkefnið heitir HIT – Heroes of Inclusion and Transformation (HIT – hetjur inngildingar og umbreytingar) og snýst um að aðlaga þekkta aðferð, The Hero´s Journey eða hetjuferðina, að skapandi og valdeflandi vinnu með jaðarsettum hópum. PDF af enskri útgáfu ritsins Among Heroes and Demons er HÉR en PDF af íslensku þýðingunni, Af hetjum og hindrunarmeisturumer HÉR

Bókakvöld um sagnfræði

bokakvold.jpg

Bókakvöld um sagnfræði verður haldið miðvikudagskvöldið 3. apríl kl. 20:00 í sal ReykjavíkurAkademíunnar í Þórunnartúni 2, 4. hæð. 

Þar verður fjallað og spjallað um fimm spennandi sagnfræðiverk sem komu út á liðnu ári. Bókakvöldið er skipulagt í samvinnu Sagnfræðingafélags Íslands, tímaritsins Sögu, Sögufélags og ReykjavíkurAkademíunnar.

Dagskráin verður sem hér segir:

Kristín Ástgeirsdóttir fjallar um bók Báru Baldursdóttur og Þorgerðar H. Þorvaldsdóttur, Krullað og klippt. Aldarsaga háriðna á Íslandi (Hið íslenska bókmenntafélag)

Hjalti Hugason fjallar um bók Sverris Jakobssonar, Kristur. Saga hugmyndar (Hið íslenska bókmenntafélag)

Þorgerður H. Þorvaldsdóttir fjallar um bók Kristínar Svövu Tómasdóttur, Stund klámsins. Klám á Íslandi á tímum kynlífsbyltingarinnar (Sögufélag)

Kaffihlé

Guðný Hallgrímsdóttir fjallar um bók Þórunnar Jörlu Valdimarsdóttur, Skúli fógeti. Faðir Reykjavíkur – saga frá 18. öld (JPV)

Ragnheiður Kristjánsdóttir fjallar um bók Gunnars Þórs Bjarnasonar, Hinir útvöldu. Sagan af því þegar Ísland varð sjálfstætt ríki árið 2018 (Sögufélag)

Allt sagnfræðiáhugafólk er hvatt til að fjölmenna á bókakvöldið.

FaLang translation system by Faboba