Tíunda Öndvegisfóður vetrarins var 27. mars.  Árni Daníel Júlíusson sagnfræðingur fjallaði um fyrstu 2 bindin í verki sínu og Jónasar Jónssonar, Landbúnaðarsaga Íslands, sem kom út í 4 bindum fyrir síðustu jól:

Landbúnaðarsaga Íslands, 1. og 2. bindi, er tilraun til að segja sögu bændasamfélagsins á Íslandi frá upphafi fram á okkar tíma. Ein þeirra nýjunga sem fram koma í sögunni er orðuð þannig í formála mínum fyrir verkinu: Kapítalisminn skreið inn í torfkofana áður en Íslendingar skriðu út úr þeim. Hér er snúið upp á frasa, sem er hálf innihaldslaus, en engu að síður er hér vakið máls á atriði sem gefur færi á alveg nýrri túlkun á upphafi nútímasamfélags hér á landi.“

 

 

FaLang translation system by Faboba