ReykjavíkurAkademían er samfélag sjálfstætt starfandi fræðimanna, rithöfunda og listamanna.

Nokkrir þeirra hafa fléttað saman alvöru fræðanna og gamansömum hugleiðingum, pakkað í jólapappír og bjóða nú skólum, fyrirtækjum og stofnunum á aðventunni. Hugvekjurnar eru 15-20 mínútna langar.

Hafið samband við ReykjavíkurAkademíuna í síma 844 8645 eða This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Siðfræði jólanna

Það er sama hvaða guð og það er sama hvaða trúarbrögð, siðfræði jólanna er um gildi sem ekki þarf að deila um; kærleika, gleði, von, frið og gjafir.

Gunnar Hersveinn rithöfundur og heimspekingur

Er Ísland ennþá stórasta land í heimi?

(Jóla)hugvekja um fyrirmenn og flón.

Viðar Hreinsson, íslenskufræðingur og framkvæmdastjóri ReykjavíkurAkademíunnar

Beðmál í borginni - Ástarsaga úr Vesturbænum

Sigurður Gylfi Magússon sagnfræðingur og forstöðumaður Miðstöðvar einsögurannsókna

Faðir vor í leit að sjálfum sér

Hugleiðingar leikmanns um bænir til daglegs brúks

Björg Árnadóttir blaðamaður og kennari


FaLang translation system by Faboba