Fréttatilkynning: Expansions: Competition and Conquest in Europe since the Bronze Age

ReykjavíkurAkademían kynnir bókina Expansions: Competition and Conquest in Europe since the Bronze Age eftir Axel Kristinsson.

Mörg samfélög manna hafa tekið upp á því að þenjast út með tilheyrandi landvinningum og landnámi. Af hverju gera sum samfélög þetta en önnur ekki? Hér er sett fram kenning sem getur skýrt mörg eða flest þessara tilvika svo sem útþenslu Grikkja á 7. og 6. öld f. Kr., Rómverja, Germana, Víkinga og Evrópu á 19. og 20. öld. Um leið er mótuð sagnfræðileg aðferð þar sem meiri áhersla er lögð á að leiða í ljós almenn sannindi um þróun mannlegra samfélaga fremur en að skýra einstök tilvik

axel_kristinsson.jpg

Axel Kristinsson (f. 1959) er sjálfstætt starfandi sagnfræðingur sem hefur einkum rannsakað félagspólitíska sögu Íslands á miðöldum og árnýöld. Á síðari árum hefur hann þó einkum fengist við sína eigin útgáfu af makró-sagnfræði þar sem nálgun þróunarfræði og flækjufræði er beitt til að leiða í ljós almenn lögmál um þróun samfélaga. Axel býr í Reykjavík og ræktar tré í tómstundum.

 

 

Bókin er á ensku.

Verð = 3.700 isk + sendingakostnaður

Nánari upplýsingar er hægt að nálgast HÉR

Heimasíða: http://www.axelkrist.com/

expansionskapa.jpg

Aflaklær

Í gær, fimmtudaginn 23. september, var tilkynnt um starfsstyrki Hagþenkis 2010 við hátíðlega athöfn þar semstyrkegar 20103.jpgstyrkþegum voru færðar rauðar rósir. 12 milljónum króna var úthlutað til 38 verkefna og voru akademónar sérdeilislega fengsælir.

Read more ...

Þróun menningar og framtíð Íslands


Heimsþekktur þróunarfræðingur á málþingi um þróun menningar og framtíð Íslands.

450px-david-sloan-wilson-leaning.png

Hinn virti þróunarfræðingur dr. David Sloan Wilson flytur aðalfyrirlestur á málþinginu Þróun menningar og framtíð Íslands sem haldið verður í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins miðvikudaginn 15. september kl. 12:10-15:00. Á málþinginu verður fjallað um menningu og mannlegt samfélag út frá kenningum Darwins og þróunarfræði og hefst það með hádegisfyrirlestri Wilsons.

Wilson er prófessor við Binghamptonháskóla í Bandaríkjunum og hefur ritað fjölda greina og bóka sem fjalla um þróunarfræði, einkum um hvernig hún getur nýst við ransóknir á mannlegu samfélagi. Meðal rita hans má nefna: Darwin’s Cathedral: Evolution, Religion and the Nature of Society (2002) og Evolution for Everyone: How Darwin’s Theory Can Change the Way We Think About Our Lives (2007).

Read more ...

Afskaplega virkir demónar

Haldið var öndvegiskaffi í morgun(15. sep) þar sem Kjartan Bollason umhverfisfræðingur ræddi um sjálfbærar byggingar.

ndvegiskaffi_15. september.jpg

Jafnframt mættu sultudemónar með sulturnar sínar til stæra sig af þeim, öðrum demónum til ánægju.

Aðrir demónar hafa verið virkir í fjölmiðlum, fyrirverandi demón Sverrir Norland kynnir ljóðabókina sína Með mínu grænu augum í Fréttablaðinu og á sömu síðu má finna viðtal við Guðna Th. Jóhannesson. Guðni ræðir um ævisögu Gunnars Thoroddsen forsætisráðherra, sem hann er að vinna að.

Sjá bls 24 í fréttablaðinu 15. sep. http://vefblod.visir.is/index.php?s=4389&p=99221

Í gær (14.sep) var viðtal við Hallfríði Þórarinsdóttur í morgunútvarpi rásar 2 þar sem hún ræðir kynþáttahatur í kjölfar fólksflótta kúbversku feðganna.

Heyra hér: http://dagskra.ruv.is/morgunutvarpid/thattafaerslur/vill_nota_taekifaerid_og_raeda_kynthattahatur_i_skolum_16221/

Og í morgun var Guðjón Friðriksson að ræða um konur í Kaupmannahöfn í þættinum samfélagið í nærmynd.

Heyra hér: http://dagskra.ruv.is/samfelagid/thattafaerslur/konur_i_kaupmannahofn_gamla_ir_husid_og_sjafskadi_16243/

Í kvöld mun Guðjón svo þvælast með Agli í þættinum kiljunni, um skáldaslóðir í Þingholtunum.

Það verður hægt að nálgast hér:

http://silfuregils.eyjan.is/

Samarendra Das á Íslandi - Fyrirlestur og kynning á „svartbók áliðnaðarins"


Reykjavíkur Akamdemíunni, Hringbraut 121, 4. hæð, miðvikudaginn 18. ágúst kl. 20:00.

885__320x240_2008-723-samarendra_andri10.jpgDagana 14. - 24. ágúst verður indverski rithöfundurinn, kvikmyndagerðarmaðurinn og aktífistinn Samarendra Das hér á landi, í annað sinn á vegum umhverfishreyfingarinnar Saving Iceland. Tilefni komu hans er útkoma nýrrar bókar hans og forleifafræðingsins Felix Padel, Out of This Earth: East India Adivasis and the Aluminium Cartel, sem er gefinn út af Orient Black Swan útgáfunni og mætti kalla „svartbók áliðnaðarins". Miðvikudaginn 18. ágúst kl. 20:00 verður Samarendra með fyrirlestur og kynningu á bókinni í Reykjavíkur Akademíunni, Hringbraut 121. Fleiri fyrirlestrar munu eiga sér stað annars staðar á landinu á meðan Samarendra er hér og verða þeir auglýstir síðar.

Read more ...

Málþingi um þróun menningar og framtíð Íslands


Heimsþekktur þróunarfræðingur á málþingi um þróun menningar og framtíð Íslands.

Hinn virti þróunarfræðingur dr. David Sloan Wilson flytur aðalfyrirlestur á málþinginu Þróun menningar og framtíð Íslands sem haldið verður í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins miðvikudaginn 15. september kl. 12:10-15:00. Á málþinginu verður fjallað um menningu og mannlegt samfélag út frá kenningum Darwins og þróunarfræði og hefst það með hádegisfyrirlestri Wilsons.

Wilson er prófessor við Binghamptonháskóla í Bandaríkjunum og hefur ritað fjölda greina og bóka sem fjalla um þróunarfræði, einkum um hvernig hún getur nýst við ransóknir á mannlegu samfélagi. Meðal rita hans má nefna: Darwin’s Cathedral: Evolution, Religion and the Nature of Society (2002) og Evolution for Everyone: How Darwin’s Theory Can Change the Way We Think About Our Lives (2007).

Read more ...

Stúdentastofa Reykjavíkur

reykjavikurborg.png

lg rastort.jpg

 

 


ReykjavíkurAkademían og Reykjavíkurborg kynna -

 

Stúdentastofu Reykjavíkur og Reykjavíkurstyrk Akademíunnar

Aðstaða til verkefnavinnu og rannsóknarstyrkur

ReykjavíkurAkademían og Reykjavíkurborg auglýsa eftir umsóknum frá háskólastúdentum í framhaldsnámi um vinnuaðstöðu án endurgjalds við rannsóknarverkefni sem tengjast borginni og borgarfræðum almennt.

Vinnuaðstaðan er innan ReykjavíkurAkademíunnar við Hringbraut og er veitt endurgjaldslaust til þriggja mánaða. Boðið er upp á aðstöðu fyrir allt að 6 háskólastúdenta og taka þeir þátt í starfsemi Akademíunnar á þeim tíma.

Jafnframt óska Reykjavíkurborg og ReykjavíkurAkademían eftir umsóknum um rannsóknarstyrk að upphæð kr. 500.000 til rannsóknarverkefnis með hagnýtt gildi fyrir Reykjavíkurborg. Rannsóknarstyrkurinn er veittur einum háskólastúdent í Stúdentastofu Reykjavíkur og er þáttur í gildandi samstarfssamningi ReykjavíkurAkademíunnar og Reykjavíkurborgar.

Samráðsnefnd á vegum Reykjavíkurborgar og ReykjavíkurAkademíunnar metur umsóknirnar.

Vinsamlega sendið umsóknir um aðstöðu og rannsóknarstyrk með ferilskrá á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir 15. september næstkomandi.

FaLang translation system by Faboba