Wasteland with Words. A social history of Iceland
wasteland.jpgNú er komin í Bóksölu stúdenta og víðar ný bók eftir Sigurð Gylfa Magnússon sagnfræðing sem heitir:

Wasteland with Words. A social history of Iceland.

Bókin er gefin út af Reaktion Books útgáfunni á Englandi (sjá: http://www.reaktionbooks.co.uk/book.html?id=412) og er komin í almenna sölu um allan heim.

Nú þegar hafa birst ritdóma um hana í The Times og í tímaritnu The Economist (sjá:


Verð bókarinnar í Bóksölunni er kr. 4990.

Prisma til fyrirmyndar

prismalogo.pngPrismanám Listaháskóla Íslands og Háskólans á Bifröst í samstarfi við ReykjavíkurAkademíuna er tilnefnt sem eitt af fyrirmyndarverkefnum um færniþróun á vinnumarkaði á Norðurlöndum.

NVL, Norræna tengslanetið um nám fullorðinna stendur fyrir vali á fyrirmyndarverkefnum, hvaðanæva af Norðurlöndunum, þar sem fræðslu/menntun er beitt til þess að bregðast við breytingum á vinnumarkaði. Markmiðið er að komast að því hvað einkennir slík verkefni, hverjir koma að tilurð þeirra og þróun og hvaða þættir verða að vera til staðar til þess að slík verkefni heppnist.

Hér á landi hafa átta verkefni verið valin úr á þriðja tug tilnefninga og er Prisma-námið eitt þeirra. Prisma er nýtt þverfaglegt diplómanám sem var sett á laggirnar sem viðbrögð Listaháskóla Íslands og Háskólans á Bifröst við því ástandi sem skapaðist hér á landi í kjölfar bankahruns. Námið hefur vakið athygli hér heima og erlendis enda er um nýsköpun í menntun að ræða. Fjöldi hugmynda og spennandi verkefna hafa sprottið upp í náminu og verið hrint í framkvæmd.

Að græða á daginn og grilla á kvöldin: Nýfrjálshyggjan sem menningarlegt fyrirbæri 10. júní

Attac á Íslandi og ReykjavíkurAkademían kynna:
Fyrirlestraröð um "Einkavæðing, markaðsvæðing, heimsvæðing"

Í maí og júní mun Attac á Íslandi gangast fyrir röð fyrirlestra. Þeir munu fjalla um einkavæðingu, markaðsvæðingu og hnattvæðingu undanfarinna áratuga.


Þriðji fyrirlesturinn verður haldinn í ReykjavíkurAkademíunni, Hringbraut 121, frá kl. 20:00 - 21:30 fimmtudaginn 10. júní í fyrirlestrarsal á 4. hæð.

Magnús Sveinn Helgason hagsögufræðingur flytur fyrirlestur undir heitinu

Að græða á daginn og grilla á kvöldin: Nýfrjálshyggjan sem menningarlegt fyrirbæri"

Magnús Sveinn Helgason, sagnfræðingur, veltir fyrir sér með hvaða hætti nýfrjálshyggjan setur svip sinn á menninguna og hugmyndir okkar um samfélagið og stjórnmálin. Hann mun meðal annars velta því fyrir sér hvernig afpólítísering (depolitization) samfélagsins síðan á níunda áratugnum hefur greitt götu nýfrjálshyggjunnar og þeirri spurningu hvort atburðir vetrarins 2008-9 hafi markað tímamót í þessu tilliti.

 

Read more ...

Einkavæðing, markaðsvæðing, heimsvæðing 27.maí

Attac á Íslandi og ReykjavíkurAkademían kynna:
Fyrirlestraröð um "Einkavæðing, markaðsvæðing, heimsvæðing"

Í maí og júní mun Attac á Íslandi gangast fyrir röð fyrirlestra. Þeir munu fjalla um einkavæðingu, markaðsvæðingu og hnattvæðingu undanfarinna áratuga.


Annar fyrirlesturinn verður haldinn í ReykjavíkurAkademíunni, Hringbraut 121, frá kl. 20:00 - 21:30 fimmtudaginn 27. maí í fyrirlestrarsal á 4. hæð.

Guðmund Jónsson prófesor í sagnfræði flytur fyrirlestur undir heitinu

Hnattvæðingin og efnahagslegt öryggi Íslendinga"

Í fyrirlestrinum mun Guðmundur að fjalla um hugtakið efnahagslegt öryggi og skoða
í sögulegu samhengi hvaða þættir hafa helst stuðlað að áhættu og óöryggi í
íslensku efnahagslífi.

Read more ...

Horft á Reykjavík 5. júní

horarey.jpg


Horft á Reykjavík

 

5. júní kl. 13:00 2010

Málþing á vegum ReykjavíkurAkademíunnar og ÍNOR í samstarfi við Reykjavíkurborg í Þjóðmenningarhúsinu, Hverfisgötu 15.

Í umræðunni um glannalega og yfirlætislega sjálfsmynd Íslendinga og ímynd Íslands hefur Reykjavík, sem höfuðborg landsins, orðið útundan að miklu leyti. Á málþinginu verður sjónum beint að Reykjavík og ímynd hennar og sjálfsmynd skoðuð frá sjónarhóli bæði lista og fræðigreina.

Dagskrá

13:00-13:15 Borgarstjóri setur málþing

13:15-14:00 Íris Ellenberger: „Borg fyrir heilbrigða, sjálfstæða og hamingjusama kynslóð“

14:00-14:15 Anna Rakel Róbertsdóttir Glad, Hilda Björg Stefánsdóttir og Katla Rós Völudóttir: „Hommar meiga líka singja fyrir Jesús“

14:15- 14:45 Sumarliði Ísleifsson: „Af samspili innri og ytri ímynda, drambi, hæðni og vanmetakennd“

14:45-15:00 Kaffi

15:00-15:30 Sæborg: „Atlantis“

15:30 -16:00 Hildigunnur Sverrisdóttir: „Að nema stað“

16:00 Leiðsögn Sigurðar Gunnarssonar um kvikmyndasögusýningu Þjóðmenningarhússins og léttar veitingar

Read more ...

Einkavæðing, markaðsvæðing, heimsvæðing 13.maí


Attac á Íslandi og ReykjavíkurAkademían kynna:
Fyrirlestraröð um "Einkavæðing, markaðsvæðing, heimsvæðing"

Í maí og júní mun Attac á Íslandi gangast fyrir röð fyrirlestra. Þeir munu fjalla um einkavæðingu, markaðsvæðingu og hnattvæðingu undanfarinna áratuga.


Fyrsti fyrirlesturinn verður haldinn í ReykjavíkurAkademíunni, Hringbraut 121, frá kl. 20:00 - 21:30 fimmtudaginn 13. maí í fyrirlestrarsal á 4. hæð.

Anna Karlsdóttir landfræðingur við Háskóla Íslands flytur fyrirlestur undir heitinu

Fyrirtækjaræði og lögleysur félagslegrar ábyrgðar í samtímanum."

Read more ...

FaLang translation system by Faboba