Goðsagnir, ímyndir og stóveldahagsmunir 30. apríl

Sjöundi fyrirlestur í samstarfsverkefni ReykjavíkurAkademíunnar, ÍNOR og Háskólans á Bifröst fer fram í hátíðarsal akademíunnar föstudaginn 30. apríl frá klukkan kl. 12:00 -13:30. Valur Ingimundarson, prófessor, flytur fyrirlesturinn Ísland og „norðurslóðir: Goðsagnir, ímyndir og stórveldahagsmunir.

Read more ...

Sjálfsmynd þjóðar við upphaf fjöldaferðamennsku á Íslandi: Menningarminnið, pólitískar goðsagnir og landnámsmaðurinn 7.maí

ÍNOR og ReykjavíkurAkademían kynna

 

nor.jpgFyrirlestraröð um ímyndir og sjálfsmyndir.
Í samstarfi við Háskólann á Bifröst

Áttundi fyrirlesturinn verður haldinn í ReykjavíkurAkademíunni, Hringbraut 121, frá kl. 12:00 -13:30 föstudaginn 7. apríl í fyrirlestrarsal á 4. hæð.
Á vef Háskólans á Bifröst (www.bifrost.is) verður hægt að nálgast upptökur fyrirlestranna á meðan röðin stendur yfir.
Sjá nánar á www.inor.is

Verkefnið er stutt af Reykjavíkurborg

 

„Sjálfsmynd" Eftir Borghildi Óskarsdóttur

Sjálfsmynd þjóðar við upphaf fjöldaferðamennsku á Íslandi:

Menningarminnið, pólitískar goðsagnir og landnámsmaðurinn

Marion Lerner


Read more ...

Aðalfundur 16. apríl

Aðalfundur ReykjavíkurAkademíunnar, Félags sjálfstætt starfandi fræðimanna, verður haldinn föstudaginn 16. apríl kl. 16:00 í fundarsal félagsins að Hringbraut 121, 4. hæð. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt lögum félagsins og stjórnarkjör.

Read more ...

Nýr framkvæmdastjóri ReykjavíkurAkademíunnar

sola_litil.jpgSólveig Ólafsdóttir, sagnfræðingur, hefur tekið við starfi framkvæmdastjóra af Viðari Hreinssyni, bókmenntafræðingi, sem gengt hafði stöðunni síðan 2005. Viðar var jafnframt kosinn nýr formaður stjórnar ReykjavíkurAkademíunnar á aðalfundi sem haldinn var 16. apríl síðastliðinn.

Sólveig er sagnfræðingur að mennt en lauk nýlega meistaraprófi í menningarstjórnun frá Háskólanum á Bifröst. Lokaritgerð hennar fjallaði um Hólavallagarð, gamla kirkjugarðinn við Suðurgötu, en helsta rannsóknarsvið Sólveigar hefur síðustu ár verið matarhefðir og matarmenning á Íslandi. Sólveig var framkvæmdastjóri sýningarinnar Reykvíska eldhúsið, matur og mannlíf á liðinni öld sem félagið Matur-saga-menning stóð að í samstarfi við Reykjavíkurborg og ReykjavíkurAkademíuna árið 2008. Hún er ennfremur einn að aðstandendum Prisma, diplómanáms í skapandi og gagnrýninni hugsun, sem Listaháskólinn og Háskólinn á Bifröst standa að í samstarfi við ReyjkavíkurAkademíuna.

Read more ...

Loftslagsbreytingar á mannamáli 10. apríl

 

Loftslagsbreytingar á mannamáli - Hnattrænt samhengi og áhrif loftslagsbreytinga á búsetu, atvinnulíf og menningu - er heiti málstofu sem haldin verður í hátíðarsal ReykjavíkurAkademíunnar laugardaginn 10. apríl frá kl. 13 - 15:30 . Heitt á könnunni og allir velkomnir

Read more ...

Sjálfsmynd í kastljósi fjölmiðla 16. apríl

 

Sjötti fyrirlestur í samstarfsverkefni ReykjavíkurAkademíunnar, ÍNOR og Háskólans á Bifröst fer fram í hátíðarsal akademíunnar föstudaginn  16. apríl frá klukkan kl. 12:00 -13:30. Heiða Jóhannsdóttir, kvikmynda- og menningarfræðingur, flytur fyrirlesturinn  Sjálfsmynd í kastjósi fjölmiðla:Sviðsetning þjóðar í tengslum við leiðtogafundinn 1986.

Öll velkomin.

Read more ...

Um kotungshátt 9. apríl

Fimmti fyrirlestur í samstarfsverkefni ReykjavíkurAkademíunnar, ÍNOR og Háskólans á Bifröst fer fram í hátíðarsal akademíunnar föstudaginn  9. apríl frá klukkan kl. 12:00 -13:30. Viðar Hreinsson, bókmenntafræðingur, flytur fyrirlesturinn "Að hefjast í hærri stað og þaðan minnkast": Um kotungshátt.

Öll velkomin.

Read more ...

FaLang translation system by Faboba