Fiskmarkaðir fyrir almenning

Því ekki fiskmarkaði, rétt eins og grænmetismarkaði og bændamarkaði?

Ísland er þekkt fyrir frábæran fisk og góð fiskimið, en einhverra hluta
vegna tíðkast ekki hér á landi að almenningur geti keypt ferskan fisk á
hafnarbakkanum eða á fiskmarkaði. Þótt margir hafi sýnt hugmyndinni um
fiskmarkað áhuga, hefur henni ekki verið fylgt eftir í framkvæmd hingað
til. Nú lítur út fyrir að hreyfing sé að komast á málið bæði í Reykjavík
og víðar, og að þess sé ekki lagt að bíða að gestir og gangandi geti
nálgast ferskan fisk á þennan lifandi og skemmtilega hátt.

Þær Þóra Valsdóttir, matvælafræðingur hjá Matís ohf og Brynhildur
Pálsdóttir, matarhönnuður hjá Listaháskóla Íslands, kynna áhugaverða
samantekt um möguleika fiskmarkaða á Íslandi á fundi félagsins Matur saga
menning, fimmtudaginn 25. mars kl 17.00 í húsnæði ReykjavíkurAkademíunnar,
Hringbraut 121, 4. hæð.

Fundurinn er öllum opinn og aðgangur ókeypis.

 

Áhrif loftslagsbreytinga á náttúru, lífríki og samfélag

 

ReykjavíkurAkademían stendur fyrir tveimur málstofum um áhrif loftslagsbreytinga á
náttúru, lífríki og samfélag.

Markmiðið er að fá gott yfirlit yfir staðreyndir og hugsanlegar afleiðingar fyrir Ísland og Norðurslóðir, þær breytingar sem orðið hafa og þær sem kunna að verða.

Málstofurnar verða í húsakynnum ReykjavíkurAkademíunnar á Hringbraut 121, 4. hæð,

laugardagana 20 mars og 10. apríl, kl. 13 - 15:30

 

Laugardaginn 20. mars kl. 13:00:

Náttúran næst okkur.

 

Dagskrá:

Jöklar á Íslandi Helgi Björnsson, jöklafræðingur, prófessor HÍ

Lífríki sjávar og loftslagsbreytingar Ólafur S. Ástþórsson, aðstoðarforstjóri Hafrannsóknastofnunar

Áhrif loftslagsbreytinga á vistkerfi lands. Ingibjörg Svala Jónsdóttir, vistfræðingur, prófessor HÍ

Fuglar á faraldsfæti Einar Ó Þorleifsson, náttúrufræðingur, ReykjavíkurAkademíunni

Loftslag og landnýting Bjarni Diðrik Sigurðsson, vistfræðingur prófessor LbhÍ

 


 

 

 


Laugardaginn10. apríl kl. 13:00:

Hnattrænt samhengi og hugsanleg áhrif loftslagsbreytinga á búsetu, atvinnulíf og menningu

Drög að dagskrá:

Meðal fyrirlesara verður Halldór Björnsson, veðurfræðingur, Veðurstofu Íslands og Björk Bjarnadóttir umhverfisþjóðháttafræðingur sem flytur erindið "Hún heitir móðir jörð og hún er með hita" - Um upplifanir og útskýringar frumbyggja Kanada á loftslagsbreytingum.

„Ek em íslenzkr maðr.“
ÍNOR og ReykjavíkurAkademían kynna:

Fyrirlestraröð um ímyndir og sjálfsmyndir.
Í samstarfi við Háskólann á Bifröst
Þriðji fyrirlesturinn verður haldinn í ReykjavíkurAkademíunni,
Hringbraut 121 frá kl. 12:00 -13:00 föstudaginn 26. febrúar í
fyrirlestrarsal á 4. Hæð.

Verkefnið er stutt af Reykjavíkurborg


Sjálfsmynd eftir Borghildi Óskarsdóttur

sjalfsmynd.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

„Ek em íslenzkr maðr."
Íslendingurinn í Íslendingasögum og viðtökum þeirra.

Helga Kress

 

Fjallað verður um myndir og sjálfsmyndir Íslendingsins í bókmenntategundinni
Íslendingasögur og tengt hugmyndum um karlmennsku, kynferði, tungumál (m.a.
skáldskap) og þjóðerni.

Út frá kenningum í ritinu Kulturgeschichte der
Missverständnisse (ritstj. Henscheid, Henschel, Kronauer, Leipzig 2000) verður síðan fjallað um viðtökur og (rang)túlkun fræðimanna á 20. öld á mynd Íslendingsins í
þessum textum, einkum hins svokallaða „Íslenzka skóla" með útgáfu íslenzkra fornrita ásamt þeirri ímyndasköpun sem þar á sér
stað (og kemur m.a. fram í vali handrita, samræmdri stafsetningu fornri, formálum og neðanmálsgreinum) og hefur
gengið aftur í viðteknum bókmenntasögum sem og íslenskri menningu fram á þennan dag.

Helga Kress er bókmenntafræðingur og prófessor emeritus í bókmenntafræði við
Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar eru einkum á sviði femínískra bókmenntafræða
og íslenskrar bókmenntasögu að fornu og nýju og hefur hún gefið út fjölda rita um
þau efni.
Vefsíða http://www.hi.is/~helga

Jón Ólafsson stýrir fundi og umræðum.

Allir velkomnir.

 

 

Narcissus á norðurhveli
ÍNOR og ReykjavíkurAkademían kynna:

Fyrirlestraröð um ímyndir og sjálfsmyndir.
Í samstarfi við Háskólann á Bifröst

 

Annar fyrirlesturinn verður haldinn í ReykjavíkurAkademíunni, Hringbraut 121 frá kl. 12:00 -13:00 föstudaginn 12. mars í fyrirlestrarsal á 4. Hæð.
Upptöku af fyrirlestrinum má nálgast á vef Háskólans á Bifröst (www.bifrost.is) á meðan röðin stendur yfir
Verkefnið er stutt af Reykjavíkurborg
www.inor.is

 

Narcissus á norðurhveli
Högni Óskarsson

Sjálfsmynd eftir Borghildi Óskarsdóttur

sjalfsmynd.jpg

Goðsögnin um Narcissus fjallar um sjálfshrifningu-og dýrkun. Skilgreining sálkönnunar nær miklu dýpra og lýsir því hvernig narsissistinn ver sig gegn fyrirlitningu á eigin sjálfi með eigin upphafningu og um leið kulda og grimmd í garð annarra, sem eyðileggur hann á endanum.

Í íslenskri sögu frá söguöld, gegnum dimmar miðaldir, rómantíska sýn 19. og 20. aldar og í gegnum afbyggingu raunveruleika og upphafningu hinna loftkenndu ímynda samtímans má finna margt sem samsvarar skilgreiningum geðlæknis-og sálarfræði á narsissistiskri persónuleikaröskun.

Hið ýkta hegðunarmynstur og brenglaða gildismat nútímans greinir sig aðeins frá hinu liðna í hærra neyslustigi og táknmyndum samfélagsins, undirliggjandi togstreita narsissistans er um margt óbreytt.

Græðgisvæðingin er ekki séreinkenni nútímans. Heldur ekki hetjuímyndin. Munu þessi fyrirbæri því ekki ganga aftur? Og aftur? Kannske er mannsheilinn bara forritaður á þennan hátt af Forritaranum Mikla.

Hvað og hverjir eru til bjargar?

 

Högni Óskarsson er starfandi geðlæknir og vinnur jafnframt við stjórnendaþjálfun og ráðgjöf í áfallastjórnun (crisis management) til fyrirtækja og stofnana.
Högni útskrifaðist úr læknadeild Háskóla Íslands 1972, lauk framhaldsnámi í geðlækningum í Bandaríkjunum 1977 og starfaði áfram við New York Hospital og Cornell Medical School til 1980. Frá þeim tíma starfaði við Landspítala til 1986 og hefur rekið eigin stofu í geðlækningum með áherslu á samtalsmeðferð (psychotherapy). Hann hefur kennt við læknadeild HÍ og skipulagt námskeiðshald um terapíu á vegum Þerapeiu. Hann er meðhöfundur að fjölda vísindagreina í alþjóðlegum fræðiritum, auk þess hann hefur skrifað um þjóðmál og forvarnir í fjölmiðla.


Hallfríður Þórarinsdóttir stýrir fundi og umræðum
Allir velkomnir


Þægileg blekking og beiskur raunveruleiki

Föstudaginn 12. febrúar flutti Sigurður Jóhannesson, hagfræðingur, annan fyrirlestur í fyrirlestraröð INOR og ReykjavíkurAkademíunnar um ímyndir og sjálfsmyndir.

Erindi Sigurðar ber heitið Þægileg blekking og beiskur raunveruleiki og fjallar meðal annars um það hvernig sjálfsmynd Íslendinga hefur haft áhrif á efnahagslífið hér á landi á undanförnum árum.

Upptöku af erindi Sigurðar má nálgast hér:

http://secure.emission.is/player/?r=f1e302ca-de8d-4fc1-aa48-69fd12c9882f


 


GÓUGLEÐI – FYRIRLESTUR OG FJÖRUVERÐLAUN

 

kate_mosse.jpgSunnudaginn 21. mars kl. 11.00 heldur breski metsöluhöfundurinn Kate Mosse fyrirlestur um tilurð og sögu Orange bókmenntaverðlaunanna sem einungis eru veitt konum.

 

Mosse var helsta hvatamanneskja þessara virtu bókmenntaverðlauna og er nú heiðursfélagi samtakanna sem veita þau.

 

Fyrirlesturinn fer fram á Hótel Sögu (Radisson Blu), í fundasal á 1. hæð.

 

Um kl. 12.00 verða "Fjöruverðlaunin - bókmenntaverðlaun kvenna" síðan veitt í fjórða sinn, í þremur flokkum: Fagurbókmenntir, fræðirit, barna- og unglingabækur.

 

Að lokum verður boðið upp á léttar veitingar.

 

Það er Góuhópurinn (grasrótarhópur kvenna innan Rithöfundasambands Íslands og Hagþenkis) sem stendur að Góugleðinni, fjórða árið í röð.

 

Allt áhugafólk um bókmenntir er velkomið!

Þægileg blekking og beiskur raunveruleiki
ÍNOR og ReykjavíkurAkademían kynna:

Fyrirlestraröð um ímyndir og sjálfsmyndir.
Í samstarfi við Háskólann á Bifröst

 

Annar fyrirlesturinn verður haldinn í ReykjavíkurAkademíunni, Hringbraut 121 frá kl. 12:00 -13:00 föstudaginn 12. febrúar í fyrirlestrarsal á 4. Hæð.
Upptöku af fyrirlestrinum má nálgast á vef Háskólans á Bifröst (www.bifrost.is) á meðan röðin stendur yfir
Verkefnið er stutt af Reykjavíkurborg

 

Þægileg blekking og beiskur raunveruleiki.
Sigurður Jóhannesson

Sjálfsmynd eftir Borghildi Óskarsdóttur

sjalfsmynd.jpgÍslendingum hættir til þess að ofmeta eigið mikilvægi. Þetta er ekki nýtilkomið og Íslendingar eru ekki einir um þennan hugsunarhátt. Ekki er víst að ofmetnaður sé skaðlegur að vissu marki, en hann verður það þegar hann kemur í veg fyrir að látið sé af rangri hegðun. Ofmetnaðurinn náði hámarki í bólunni. Yfirburðir Íslendinga voru meðal þess sem notað var til þess að færa rök að því að bólan væri eitthvað annað en hún var. Eftir að bankarnir hrundu mátti búast við að landsmenn endurmætu sjálfa sig, hagstjórn og samskipti við aðrar þjóðir. Til dæmis mætti skoða það að viðskipti landsmanna við útlönd hafa ekki vaxið meira en landsframleiðsla í áratugi. Íslendingar skera sig úr að þessu leyti. Viðskipti við útlönd eru sérstaklega mikilvæg fyrir smáþjóðir. Um tíma virtist endurmat komið í gang en nú virðist hafa komið bakslag í þá umræðu. Á kaldastríðstímanum var Ísland í lykilstöðu. Landsmenn nýttu sér það óspart, til dæmis í landhelgisdeilum. En heimurinn hefur breyst og Íslendingar hafa misst þessa stöðu. Þá má ekki láta ekki eins og ekkert hafi gerst.

Sigurður Jóhannesson lauk kandídatsprófi í hagfræði frá Kaupmannahafnarháskóla árið 1987 og doktorsprófi í alþjóðaviðskiptum frá Kent State University árið 2001. Hann hefur meðal annars unnið hjá Kjararannsóknarnefnd, B.S.R.B. og Samtökum atvinnulífsins en hefur starfað á Hagfræðistofnun frá 2002. Sigurður var ritstjóri Vísbendingar, tímarits um viðskipti og efnahagsmál árin 1990-1993. Sérstakan áhuga hefur hann á alþjóðaviðskiptum, erlendum fjárfestingum og umhverfismálum.

Jón Ólafsson stýrir fundi og umræðum.

Allir velkomnir.

 

FaLang translation system by Faboba