Valgerður Bjarnadóttir í Gammablossum

[Gammablossar myndast í hamfarakenndum ævilokum massa - mikilla sólstjarna. Þeir geta orðið gríðarlega bjartir og sjást langt ].

Fyrirlestraröð í ReykjavíkurAkademíu sem er haldin einu sinni í mánuði

Föstudagur í ReykjavíkurAkademíu

JL-húsinu - Hringbraut 121 - 4. hæð (stóri salurinn)

Kl. 12:05-13:00

2010

5. febrúar 2010 Valgerður H. Bjarnadóttir

 

Vanadísarsaga, völvu og valkyrju - helgar ímyndir úr minni íslenskrar konu

 

valgerdur_bjarnadottir.jpg

 

Valgerður lauk prófi í félagsráðgjöf frá Noregi 1980, BA í heildrænum fræðum (Integral Studies) með áherslu á draumafræði, frá California Institute of Integral Studies í San Fransiskó 1996 og MA í femínískri trúarheimspeki og menningarsögu (Philosophy and Religion, Concentration in Women‘s Spirituality) með áherslu á norræna goðafræði og gyðjutrú, frá sama skóla 2001.

Hún hefur starfað að málefnum kvenna, kennslu og ráðgjöf í áratugi og hefur fjölþætta reynslu að baki. Valgerður er nú sjálfstætt starfandi og hefur aðsetur í AkureyrarAkademíunni.

 

 

 

 

Yfirlit fyrirlestrarins:

Sögurnar og goðsagnirnar sem við erfðum og köllum okkar, eru skráðar minningar einstaklinga úr ýmsum samfélögum, en sem byggðu Ísland frá 9.öld. Flestar eru skráðar af kristnum körlum einhverjum öldum eftir að sögurnar urðu til og þau sem hafa túlkað þær á síðustu öldum,  gera það flest út frá karllægum, kristnum, bókmenntalegum, vestrænum, línulegum og rökrænum viðhorfum.

MA-ritgerð Valgerðar, The Saga of Vanadís, Völva and Valkyrja - Images of the Divine from the Memory of an Islandic Woman,  kom út á bók hjá Lambert Academic Publishing í Þýskalandi 2009.  Þar setur  Valgerður fram nýja túlkun á sögunum og goðsögnunum og rennur Völuspá eins og rauður þráður í gegnum verkið.  Gyðjan og konan eru í forgrunni, draumurinn í bakgrunni. Bókin fjallar í raun um leitina að þráðum fornevrópskrar gyðjumenningar, sem hafa lifað og lifa enn í íslenskri menningu.

Sagan er rakin allt aftur til tímans „fyrir stríð" (sbr. „Það man hún fólkvíg fyrst í heimi") þegar jafnvægi virðist hafa ríkt milli hinnar villtu náttúru og manngerðs samfélags og milli kvenna og karla, og byggir hún þar m.a. á kenningum litháensku fræðikonunnar Mariju Gimbutas.

 

Ímyndir og sjálfsmyndir

ÍNOR og ReykjavíkurAkademían í samstarfi við Háskólann á Bifröst kynna:


Fyrirlestrar um ímyndir og sjálfsmyndir.

Fyrirlestrarnir verða haldnir í ReykjavíkurAkademíunni, Hringbraut 121 frá 12:00 - 13:30 á föstudögum og

er fyrsti fyrirlesturinn á föstudaginn 29. janúar

Sjálfsmynd eftir Borghildi Óskarsdóttur
sjalfsmynd.jpg

Þau skil sem hafa orðið í íslenskri samfélagsumræðu á undanförnum misserum kalla á umræðu og uppgjör af margvíslegu tagi, varðandi efnahagslíf, stjórnmál, hugmyndir um samfélagið og ekki síst sjálfsmyndir Íslendinga. Athygli hefur vakið hversu yfirlætisleg hin opinbera sjálfsmynd þjóðarinnar var á stundum. Hluti þessarar sjálfsmyndar einkenndist jafnvel af því að litið var niður á nágrannaþjóðir Íslendinga og sú hugsun orðuð að Íslendingar gegndu sérstöku hlutverki í samfélagi þjóðanna, að þeir væru útvaldir. Samhliða hefur einnig borið á annars konar hugmyndum sem hafa einkennst af vantrú og tilætlunarsemi við aðrar þjóðir: Íslendingar væru svo smáir og aðstæður svo sérstakar að ekki væri hægt að gera til þeirra sömu kröfur og annarra þjóða.

Sú spurning hefur verið sett fram hvort þessar hugmyndir og umræður tengdar þeim eigi rætur að rekja til þess að þjóðin hafi aldrei gert upp við nýlenduarfleifð sína: í fyrsta lagi umræðuna sem tengdist sjálfstæðisbaráttunni og birtist í vissu yfirlæti og kynþáttahyggju; í öðru lagi óttann við „útlönd", að stöðug hætta væri á ásælni erlendra ríkja; í þriðja lagi þá hugsun að landsmenn væru ekki færir um að standa á eigin fótum og yrðu því að njóta sérkjara og sérstakrar tillitssemi og stuðnings umfram aðra. - Sú spurning hefur einnig verið sett fram hvort ef til vill megi rekja þessa umræðu langt aftur í tímann.

Til þess að efla umræðu um þessi efni og leita svara við ofangreindum spurningum hafa INOR (Rannsóknamiðstöð um ímyndir Íslands og Norðursins í ReykjavíkurAkademíunni) og ReykjavíkurAkademían ákveðið að standa fyrir fyrirlestraröð um þess efni.

Bein netútsending fyrirlestranna verður á vef Háskólans á Bifröst (www.bifrost.is) og þar verður jafnframt hægt að nálgast upptökur þeirra á meðan röðin stendur yfir.


29. janúar: Guðmundur Oddur Magnússon, Táknmyndir þjóðarinnar - þá og nú.

12. febrúar: Sigurður Jóhannesson hagfræðingur, Þægileg blekking og beiskur raunveruleiki.

26. febrúar: Helga Kress, „Ek em íslenskr maðr". Íslendingurinn í Íslendingasögum og viðtökum þeirra.

12. mars: Högni Óskarsson, Ísland, Narcissus á Norðurhveli.

9. apríl: Viðar Hreinsson, „Að hefjast í hærri stað og þaðan minnkast". Um kotungshátt.

16. apríl: Heiða Jóhannsdóttir, Sjálfsmynd í kastljósi fjölmiðla

30. apríl: Valur Ingimundarson, Ísland og "norðurslóðir": Goðsagnir,
ímyndir og stórveldahagsmunir

7. maí: Marion Lerner, Sjálfsmynd þjóðar við upphaf fjöldaferðamennsku á Íslandi.

28. maí: Sumarliði R. Ísleifsson, Sjálfsmynd þjóðar og minnimáttarkennd

 

Fyrirlestrarnir verða haldnir í ReykjavíkurAkademíunni frá 12:00 - 13:30 eins og áður segir


Hildigunnur Ólafsdóttir stýrir fundi og umræðum þann 29. Janúar.

Verkefnið er stutt af Reykjavíkurborg

Þjónustusamningur við Reykjavíkurborg

rvk.akademian 008.jpgÁrið 2004 var gerður þjónustusamningur milli Reykjavíkurborgar og ReykjavíkurAkademíunnar, sem kveður á um að fræðimenn RA taki að sér ýmis verkefni, ýmist að eigin frumkvæði eða að beiðni borgarinnar.

Samningurinn var endurnýjaður árið 2007 en rann út sl. haust.

Nú hefur samningurinn verið endurnýjaður til eins árs og hefur reynsla síðustu ára af samningnum verið nýtt til þess að gera framsæknari og skilvirkari samning sem koma mun báðum aðilum til góða.

Þjónustusamningur RA við Reykjavíkurborg hefur verið mikilvægur þáttur í starfsemi RA og hefur hann staðið undir framsæknum viðburðum og þjónustuverkefnum sem hafa verið leyst einstaklega vel af hendi. Því hafa báðir aðilar hug á að halda þessu samstarfi áfram og þróa það áfram.

Myndin er tekin við undirritun nýja þjónustusamningsins á dögunum.

Af þeim sem skiptu um skapnað

kristjan_arnason.jpg
Málþing til heiðurs Kristjáni Árnasyni í tilefni af þýðingu hans á Ummyndunum Óvíds.

Sú þrifnaðarsýsla Kristjáns Árnasonar að þýða Ummyndanir Óvíds er stórviðburður í íslenskri bókmenntasögu því hverri þjóð er nauðsyn að eiga þýðingar á helstu verkum heimsbókmenntanna.

Afreki Kristjáns verður fagnað með léttu málþingi í sal ReykjavíkurAkademíunnar, Hringbraut 121, 4. hæð. föstudaginn 11. desember kl. 16-18.

 

 

Erindi flytja:
Clarence E. Glad: Ummyndanir við upphaf kristni
Halldór Björn Runólfsson: Ummyndanir og myndlistin
Hjalti Snær Ægisson: Fari ekki skáldin með fleipur: Gægst í Ummyndanir Óvíds á íslensku

Kristján Árnason les upp úr þýðingu sinni og Ingunn Ásdísardóttir les upp brot úr sama kafla úr þýðingu Jóns Espólíns sýslumanns og sagnaritara, sem til er í eiginhandarriti hans.

Viðar Hreinsson framkvæmdastjóri ReykjavíkurAkademíunnar stýrir samkomunni af sinni alkunnu snilld.

Að erindum loknum verður boðið upp á léttar veitingar að hætti ReykjavíkurAkademíunnar.

Allir velkomnir

Nýárskveðja

ReykjavíkurAkademían óskar vinum sínum, velunnurum og landsmönnum öllum til sjávar og sveita og á erlendri grund farsældar á nýju ári andlegs þroska, siðferðisbata og fræðilegrar fjölbreytni.

Jólaspjall Þjóðfræðistofujolajeppi.jpg

Laugardaginn 19. desember 2009, kl. 13 mun Þjóðfræðistofa blása til þjóðfræðiþings, útgáfuhófs og menningardagskrár.

Auk þess að miðla af rannsóknum

verður leikin tónlist, sýndar kvikmyndir og haldið upp á nýjar útgáfur.

Þá munu höfundar lesa upp úr nýútgefnum bókum.

Jólaspjallið verður haldið í Bragganum á Hólmavík en Café Riis býður upp á létt jólahlaðborð á vægu verði.

Read more ...

FaLang translation system by Faboba