Andlitsdrættir samtíðarinnar

Andlitsdrættir samtíðarinnar. Síðustu skáldsögur Halldórs Laxness
eftir Hauk Ingvarsson.

haukur_ingvarsson.jpgHaukur Ingvarsson fjallar hér um síðustu skáldsögur Halldórs Laxness, þ.e. Kristnihald undir Jökli, Innansveitarkroniku og Guðsgjafaþulu.

Hann fjallar um viðtökusögu þessara skáldsagna og sýnir fram á hvernig hver ritdómari hefur búið sér til sína eigin mynd af Halldóri og dæmt hverja nýja bók hans út frá henni. Með greiningu sinni á sögunum varpar Haukur ljósi á þær nýju og merkilegu tilraunir með skáldsagnaformið sem þær fela í sér og stöðu þeirra meðal annarra verka Halldórs.

Tengt þessu er endurmat hans á Skáldatíma, sem flestir hafa túlkað sem uppgjör skáldsins við sína pólitísku fortíð. Haukur færir sannfærandi rök fyrir því að Halldór geri þar einnig upp við sína póetísku fortíð, þ.e.a.s.félagslegt raunsæi hinna stóru epísku verka sinna, og leggi drög að þeirri fagurfræði sem búi að baki síðustu skáldsögum hans.


Andlitsdrættir samtíðarinnar er fimmta bókin í bókaflokknum Íslensk menning sem gefinn er út af Hinu íslenska bókmenntafélagi í samvinnu við ReykjavíkurAkademíuna. Ritstjórar eru Adolf Friðriksson og Þorleifur Hauksson.

Landám Íslands

Landnám Íslands. Leitin að sannleikanum.

Um hvað er samstaða?

Hvar liggur ágreiningur?

Hvernig má leysa hann?

ReykjavíkurAkademían efnir til síðdegisumræðu fimmtudaginn 26. nóvember 2009 kl. 16-18.

Gammablossar 20. nóvember


Fyrirlestraröð í ReykjavíkurAkademíu sem er haldin einu sinni í mánuði

Föstudagur í ReykjavíkurAkademíu
JL-húsinu - Hringbraut 121 - 4. hæð (stóri salurinn)
Kl. 12:05-13:00

20. nóvember 2009 - Ragna Sara Jónsdóttir,

„Erlendar fjárfestingar og samfélagsáhrif. Getur reynsla af fjárfestingum í þróunarlöndum nýst Íslandi?"


ragna sara jonsdottir.jpg

 

Ragna Sara Jónsdóttir er M.Sc í alþjóðaviðskiptum frá Viðskiptaháskólanum í Kaupmannahöfn.

Ragna starfar sem ráðgjafi hjá Nordic Business and Development og hefur meðal annars unnið fyrir Þróunaráætlun Sameinuðu þjóðanna (UNDP) og utanríkisráðuneytið.

Hún hefur haldið fjölda fyrirlestra og skrifað greinar í dagblöð og tímarit um alþjóðaviðskipti, fjárfestingar, þróunarmál og samfélagslega ábyrgð fyrirtækja.

Read more ...

Til vina og velunnara ReykjavíkurAkademíunnar


Sértilboð á merkilegri bók:

sagara.jpgFræðimenn í flæðarmáli: Saga ReykjavíkurAkademíunnar, eftir dr. Árna Daníel Júlíusson sagnfræðing. Bókin er 115 blaðsíður í allstóru broti, prýdd fjölda mynda og litprentuð.

Þar er tilurð, saga og starfsemi ReykjavíkurAkademíunnar rakin og sett í vítt mennta- og menningarsögulegt samhengi. ReykjavíkurAkademían var nýtt og gagnrýnið afl á akademískum vettvangi og bjó sjálfstætt starfandi fræðimönnum starfsumhverfi sem auðveldaði þeim að láta til sín taka. Hún krafðist þess líka að kraftar vel menntaðra fræðimanna í hug- og félagsvísindum yrðu nýttir betur.

ReykjavíkurAkademían mótaðist á tímabili sem einkenndist af leyndum og ljósum fjandskap í garð gagnrýninna hug- og félagsvísinda. Í bókinni er meðal annars sýnt fram á hvernig stjórnvöld byggðu upp alvarlega slagsíðu í íslensku háskólanámi þar sem viðskiptatengdum greinum var hampað á kostnað gagnrýninna fræða og háskólar landsins súpa nú seyðið af. Þess vegna er bókin ekki einungis heimild um starfsemina í JL-húsinu þar sem um 250 manns hafa tekið þátt, heldur einnig framlag til mennta- og menningarsögu Íslands á örlagaríku tímabili. Og ekki má heldur gleyma að ReykjavíkurAkademían getur lagt mikið af mörkum til endurmats og nýrrar uppbyggingar háskólasamfélagsins eftir kreppuna miklu.

Við bjóðum bókina á tilboðsverði til vina og velunnara að fornu og nýju: 3500 kr. Tilboðið gildir til föstudagsins 4. desember 2009.

Hægt er nálgast hana á skrifstofu ReykjavíkurAkademíunnar kl. 10-12 alla virka daga (þá þarf að greiða í reiðufé), eða greiða hana fyrirfram og panta með tölvupósti á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Þá þarf að fylgja heimilisfang til að senda á og greiðslukvittun úr heimabanka, upphæðin greiðist inn á:

0334 26 051385 - kt. 500506 0240

Fyrir þá sem ekki geta sótt bókina er frí heimsending

Jörgen Jörgensen: Bíræfinn sólargapi eða lýðræðishetja?

Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands heldur ráðstefnu um Jörgen Jörgensen,
sem Íslendingar hafa löngum kallað Jörund hundadagakonung, laugardaginn 21. nóvember 2009 í stofu 101 í Odda.

Ráðstefnan er styrkt af mennta- og menningarmálaráðuneytinu, danska sendiráðinu og Háskóla Íslands.

 

bylting1809.jpg

Prisma á nýju ári - umsóknarfrestur er að renna út

Prisma aftur í vetur - skráning hafin!

prisma 2010 auglsing.jpgPrisma er nýsköpun í námi.

Prisma er nýtt þverfaglegt diplómanám sem Listaháskóli Íslands og Háskólinn á Bifröst skipulögðu í samvinnu við ReykjavíkurAkademíuna.

Til þessa hafa um það bil 90 nemendur útskrifast með diplóma í Prisma.

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Prisma á vorönn 2010 en umsóknarfrestur er til 3. desember.

Boðið verður upp á 16 eininga (ECTS) nám í febrúar og mars, í samanlagt 8 vikur.

Kennsla fer fram á Fríkirkjuvegi 11 í Reykjavík og skólagjöld eru áætluð á bilinu kr. 160.000 - 195.000.

Allt lesefni er innifalið í þeirri upphæð.

 

Read more ...

Norður: íslensk börn ímynda sér Norðrið.

ReykjavíkurAkademían og kanadíska háskólaútgáfan Presses de l'Université du Québec hafa gefið út bókina Norður: íslensk börn ímynda sér Norðrið.

nordur.jpg

Bókin kemur út á þremur tungumálum í ritröðinni Imagoborealis, sem er ætlað er varpa ljósi á og túlka hinar margvíslegu táknmyndir Norðursins, vetrarins og Norðurheimskautsins.

Ritstjórar eru Daniel Chartier og Ólöf Gerður Sigfúsdóttir, sem skrifa formála. Meginuppistaða bókarinnar eru einstaklega lífleg og falleg myndverk íslenskra barna og unglinga sem ímynda sér "Norðrið". Myndverkin voru unnin í Myndlistaskóla Reykjavíkur í tengslum við ráðstefnuna Images of the North, sem ReykjavíkurAkademían stóð fyrir árið 2006.

Á bakhlið bókarinnar segir: "Sérhver hinna ímynduðu heima sem hér finnast næra þekkingu okkar á táknkerfi Norðursins og þröngvar okkur til að íhuga hversu margbrotið og óáþreifanlegt hugtakið "Norðrið" er.

Fagnað verður útkomu bókarinnar með sýningu á myndverkunum í Þjóðminjasafninu föstudaginn 13. nóvember kl. 16.

 


FaLang translation system by Faboba