Gagnrýnin hugsun: ímyndir og fordómar

Viltu öðlast leikni í að greina ímyndir og fordóma og skerpa gagnrýna hugsun? Vinna að betra samfélagi? Opni háskólinn í háskólanum í Reykjavík í samstarfi við Reykjavíkurakademíuna býður upp á nýtt og spennandi 9 klst. námskeið í gagnrýnni hugsun, ímyndum og fordómum. Kennsla fer fram í húsnæði Háskólans í Reykjavík dagana 5., 6. og 8. október 2009 kl. 17:00 - 20:00.

Read more ...

Stúdentastofa ReykjavíkurAkademíunnar

Í haust mun ReykjavíkurAkademían bjóða háskólanemum í framhaldsnámi (meistara- eða doktorsnámi) í félags- og hugvísindum tímabundna vinnuaðstöðu í svonefndri Stúdentastofu í húsakynnum Akademíunnar að Hringbraut 121 í Reykjavík (sjá www.akademia.is). Nemendum gefst kostur á að sækja um 1-3 mánaða dvöl á tímabilinu frá 1. október til 31. desember 2009 sér að kostnaðarlausu fyrir utan 2.000 kr þjónustugjald á mánuði. Að þeim tíma liðnum gefst þeim kostur á að sækja um að leigja aðstöðu í ReykjavíkurAkademíunni á almennum kjörum. Ekki er gerð krafa um að nemendur séu að vinna að lokaritgerð.

Read more ...

Samstarf um tengingu vísindastarfs og rannsókna við atvinnulífið

Opni háskólinn í Háskólanum í Reykjavík hefur gert samstarfssamning við Matís og ReykjavíkurAkademíuna um þróun námskeiða og námslína auk kennslu til að efla menntun í íslensku atvinnulífi. Framsækin þjálfun og menntun stjórnenda, sérfræðinga og starfsfólks fyrirtækja gerir þeim kleift að skara fram úr í samkeppni og vera skapandi á tímum breytinga.

Read more ...

Fræðimenn í flæðarmáli

sagara.jpgFræðimenn í flæðarmáli: Saga ReykjavíkurAkademíunnar, eftir dr. Árna Daníel Júlíusson er nú á tilboðsverði á skrifstofu ReykjavíkurAkademíunnar. Bókin kostar 4.000 krónur og hægt er nálgast hana á skrifstofu ReykjavíkurAkademíunnar eða panta hana með tölvupósti á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og fá hana senda. Bætist þá 190 kr sendingarkostnaður við.

Félagar í ReykjavíkurAkademíunni fá bókina á aðeins 3.500 krónur.


Bókin er 115 blaðsíður í allstóru broti, prýdd fjölda mynda og litprentuð.

Þótt ReykjavíkurAkademían sé aðeins 12 ára, og rúm 10 ár síðan hún kom sér fyrir í JL-húsinu við Hringbraut hefur hún vaxið og dafnað og er orðin mikilvægt kennileiti í menningar- og menntalandslagi alls landsins.

Í bókinni er tilurð, saga og starfsemi Akademíunnar rakin og sett í vítt mennta- og menningarsögulegt samhengi.

Ein helsta niðurstaða verksins er sú að RA hafi komið sem ferskt afl annars vegar með þá kröfu að kraftar vel menntaðra fræðimanna í hug- og félagsvísindum yrðu nýttir enn betur, og hins vegar með því að búa þessum fræðimönnum starfsumhverfi sem auðveldaði þeim að láta til sín taka.

ReykjavíkurAkademían hefur löngum verið framsækið og gagnrýnið afl á akademískum vettvangi og lifað af tímabil sem einmitt hefur einkennst af leyndum og ljósum fjandskap í garð gagnrýninna hug- og félagsvísinda. Því býr hún yfir býr yfir miklum möguleikum til að stuðla að endurmati og uppbyggingu eftir kreppuna miklu.

Félögum í ReykjavíkurAkademíunni býðst bókin á sérstöku tilboðsverði, kr. 3.500. Hægt er að panta bókina með tölvupósti, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og fá hana senda og bætist þá190 kr sendingarkostnaður við. Einnig er hægt að nálgast bókina á skrifstofu RA.

 

Uppúr hjólförum útrásar og kreppu!!! 28. maí

Víða um samfélagið fer fram umræða og endurmat af ýmsu tagi, um orsakir kreppunnar og leiðir út úr henni. Prisma er er eitt af merkustu lóðunum á nýjar vogarskálar, en hvað er það?

Annar alþýðufyrirlestur ReykjavíkurAkademíunnar verður haldinn í sal RA, Hringbraut 121, 4. hæð, fimmtudaginn 28. maí kl. 17:00.

Read more ...

Doktorsvörn akademónsins Eiríks Bergmanns

Mánudaginn 22. júní s.l. varði Eiríkur Bergmann doktorsritgerð sína ,,Hið huglæga sjálfstæði þjóðarinnar'' - Áhrif þjóðernishugmynda á Evrópustefnu íslenskra stjórnvald. Andmælendur voru dr. Rasmus Gjedssö Bertelsen, gegnir rannsóknarstöðu við Harvard Kennedy School of Government og dr. Maria Elvira Mendez Pinedo, dósent við lagadeild Háskóla Íslands.Ágrip af ritgerðinni

Read more ...

Hvað eru íslensk fræði? 20. maí

Félag íslenskra fræða kallar áhugamenn um íslensk fræði til málfundar klukkan 18 miðvikudaginn 20. maí í ReykjavíkurAkademíunni (JL húsinu). Málþingið er haldið í samvinnu við Sagnfræðingafélag Íslands, Félag þjóðfræðinga á Íslandi, Íslenska málfræðifélagið, Nafnfræðifélagið, Bókmenntafræðistofnun Háskóla Íslands og Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Fundurinn er öllum opinn. 

Read more ...

FaLang translation system by Faboba