Prisma hefst að nýju 27. apríl - umsóknarfrestur til 17. apríl


Prisma er nýtt þverfaglegt diplómanám sem Listaháskóli Íslands og Háskólinn á Bifröst hafa skipulagt í samvinnu við Reykjavíkur Akademíuna. Kennt verður í Hlíðarsmára 3 í Kópavogi á annarri hæð, í húsnæði sem Eimskip lánar endurgjaldslaust til námsins.

Umsóknarfrestur rennur út 17. apríl kl. 16. Um 70 manns luku Prisma, diplómanámi á vegum Háskólans á Bifröst og Listaháskóla Íslands í mars síðastliðnum. Vegna mikillar eftirspurnar og verður Prisma endurtekið 27. apríl og lýkur 19. júní.

Read more ...

Umsögn um frumvarp til stjórnarskipunarlaga

8. apríl síðastliðinn gerði ReykjavíkurAkademían athugasemd við heilsíðuauglýsingu þingmanna Sjálfstæðisflokksins þar sem vitnað er í allmargar umsagnir fræðimanna og sérfræðinga um frumvarp um breytingar á stjórnarskrá. Í auglýsingunni eru meðal annars tilgreindar þrjár málsgreinar þar sem vitnað er til ReykjavíkurAkademíunnar. Heldur illa tókst þó til. Í fyrstu málsgreinininni var orðalagi lítillega breytt, önnur málsgreinin var tekin úr samhengi og þriðja málsgreinin var einfaldlega ekki tekin úr umsögn ReykjavíkurAkademíunna.  Hér má lesa umsögnina í heild sinni.

Read more ...

Gammablossar 8. apríl

Salvör Nordal er gestur Gammablossa þann 8. apríl og flytur fyrirlesturinn „Samfélagsleg ábyrgð viðskiptalífsins. - Hugleiðing um bankahrun og Milton Friedman." Fyrirlesturinn hefst klukkan 12.05 og stendur yfir í tæpan klukkutíma.

Read more ...

Mímisþing 28. mars

Mímisþing - málþing íslenskunema - verður haldið í samstarfi við ReykjavíkurAkademíuna laugardaginn 28. mars 2009 í fundarsal hennar á 4. hæð í JL-húsinu við Hringbraut.

Skipulögð dagskrá stendur frá 12:00 til 17:30 með tveimur hléum þar sem boðið verður upp á léttar veitingar og kaffi. Eftir að dagskránni lýkur verða drykkir í boði og tilheyrandi kátína.

Fundarstjóri er Gyða Erlingsdóttir.

Read more ...

FaLang translation system by Faboba