Umsögn um frumvarp til stjórnarskipunarlaga

8. apríl síðastliðinn gerði ReykjavíkurAkademían athugasemd við heilsíðuauglýsingu þingmanna Sjálfstæðisflokksins þar sem vitnað er í allmargar umsagnir fræðimanna og sérfræðinga um frumvarp um breytingar á stjórnarskrá. Í auglýsingunni eru meðal annars tilgreindar þrjár málsgreinar þar sem vitnað er til ReykjavíkurAkademíunnar. Heldur illa tókst þó til. Í fyrstu málsgreinininni var orðalagi lítillega breytt, önnur málsgreinin var tekin úr samhengi og þriðja málsgreinin var einfaldlega ekki tekin úr umsögn ReykjavíkurAkademíunna.  Hér má lesa umsögnina í heild sinni.

Read more ...

Gammablossar 8. apríl

Salvör Nordal er gestur Gammablossa þann 8. apríl og flytur fyrirlesturinn „Samfélagsleg ábyrgð viðskiptalífsins. - Hugleiðing um bankahrun og Milton Friedman." Fyrirlesturinn hefst klukkan 12.05 og stendur yfir í tæpan klukkutíma.

Read more ...

Mímisþing 28. mars

Mímisþing - málþing íslenskunema - verður haldið í samstarfi við ReykjavíkurAkademíuna laugardaginn 28. mars 2009 í fundarsal hennar á 4. hæð í JL-húsinu við Hringbraut.

Skipulögð dagskrá stendur frá 12:00 til 17:30 með tveimur hléum þar sem boðið verður upp á léttar veitingar og kaffi. Eftir að dagskránni lýkur verða drykkir í boði og tilheyrandi kátína.

Fundarstjóri er Gyða Erlingsdóttir.

Read more ...

Ástverk ehf 19. mars

Léttur samtíðargamanleikur um þrjá íslenska fúskara [...] Snyrtilega fram sett [...] Manni leiðist yfirleitt ekki neitt þær 75 mínútur sem sýningin tekur. Jón Viðar Jónsson.

Iðnaðarmannaleikhúsið sýnir verkið Ástverk ehf í ReykjavíkurAkademíunni 19. mars klukkan 20.00. Miðaverð er 1.500 krónur.

Ástverk ehf er nýtt íslenskt verk sem varð til upp úr samvinnu leikhópsins Iðnaðarmannaleikhúsið. Verkið byggir bæði á sönnum sögum af vinnustöðum og spunavinnu. Ástverk ehf er grátbroslegt verk með alvarlegum undirtóni sem skoðar stöðu iðnaðarmanna á Íslandi á breytingatímum, en kemur einnig töluvert inn á ímynd karlmennskunar í nútímaþjóðfélagi.

Smellið hér til að taka frá miða.

Read more ...

FaLang translation system by Faboba