Ímyndir við aldahvörf 15. apríl

Miðvikudagur 15. apríl, kl. 20:00-22:00


Ímyndir við aldahvörf

Katla Kjartansdóttir: Hinir nýju víkingar
Ólöf Gerður Sigfúsdóttir: "Íslensk hönnun" sem minjagripur
Þorgerður Þorvaldsdóttir: Kynjaímyndir í fortíð, nútíð og framtíð?

Athugasemdir og viðbrögð:
Guðmundur Oddur Magnússon

Sjá nánar á www.inor.is

 

Prisma hefst að nýju 27. apríl - umsóknarfrestur til 17. apríl


Prisma er nýtt þverfaglegt diplómanám sem Listaháskóli Íslands og Háskólinn á Bifröst hafa skipulagt í samvinnu við Reykjavíkur Akademíuna. Kennt verður í Hlíðarsmára 3 í Kópavogi á annarri hæð, í húsnæði sem Eimskip lánar endurgjaldslaust til námsins.

Umsóknarfrestur rennur út 17. apríl kl. 16. Um 70 manns luku Prisma, diplómanámi á vegum Háskólans á Bifröst og Listaháskóla Íslands í mars síðastliðnum. Vegna mikillar eftirspurnar og verður Prisma endurtekið 27. apríl og lýkur 19. júní.

Read more ...

Gammablossar 8. apríl

Salvör Nordal er gestur Gammablossa þann 8. apríl og flytur fyrirlesturinn „Samfélagsleg ábyrgð viðskiptalífsins. - Hugleiðing um bankahrun og Milton Friedman." Fyrirlesturinn hefst klukkan 12.05 og stendur yfir í tæpan klukkutíma.

Read more ...

Umsögn um frumvarp til stjórnarskipunarlaga

8. apríl síðastliðinn gerði ReykjavíkurAkademían athugasemd við heilsíðuauglýsingu þingmanna Sjálfstæðisflokksins þar sem vitnað er í allmargar umsagnir fræðimanna og sérfræðinga um frumvarp um breytingar á stjórnarskrá. Í auglýsingunni eru meðal annars tilgreindar þrjár málsgreinar þar sem vitnað er til ReykjavíkurAkademíunnar. Heldur illa tókst þó til. Í fyrstu málsgreinininni var orðalagi lítillega breytt, önnur málsgreinin var tekin úr samhengi og þriðja málsgreinin var einfaldlega ekki tekin úr umsögn ReykjavíkurAkademíunna.  Hér má lesa umsögnina í heild sinni.

Read more ...

FaLang translation system by Faboba