Mímisþing 28. mars

Mímisþing - málþing íslenskunema - verður haldið í samstarfi við ReykjavíkurAkademíuna laugardaginn 28. mars 2009 í fundarsal hennar á 4. hæð í JL-húsinu við Hringbraut.

Skipulögð dagskrá stendur frá 12:00 til 17:30 með tveimur hléum þar sem boðið verður upp á léttar veitingar og kaffi. Eftir að dagskránni lýkur verða drykkir í boði og tilheyrandi kátína.

Fundarstjóri er Gyða Erlingsdóttir.

Read more ...

Ástverk ehf 19. mars

Léttur samtíðargamanleikur um þrjá íslenska fúskara [...] Snyrtilega fram sett [...] Manni leiðist yfirleitt ekki neitt þær 75 mínútur sem sýningin tekur. Jón Viðar Jónsson.

Iðnaðarmannaleikhúsið sýnir verkið Ástverk ehf í ReykjavíkurAkademíunni 19. mars klukkan 20.00. Miðaverð er 1.500 krónur.

Ástverk ehf er nýtt íslenskt verk sem varð til upp úr samvinnu leikhópsins Iðnaðarmannaleikhúsið. Verkið byggir bæði á sönnum sögum af vinnustöðum og spunavinnu. Ástverk ehf er grátbroslegt verk með alvarlegum undirtóni sem skoðar stöðu iðnaðarmanna á Íslandi á breytingatímum, en kemur einnig töluvert inn á ímynd karlmennskunar í nútímaþjóðfélagi.

Smellið hér til að taka frá miða.

Read more ...

Siðareglur - til hvers? 10. mars

Stjórn Mannfræðifélags Íslands vekur athygli á næsta fyrirlestri félagsins í fyrirlestraröðinni VETTVANGUR, NÁLGUN, SIÐFERÐI verður á þriðjudaginn kemur, 10. mars kl. 20:00 í húsnæði ReykjavíkurAkademíunnar, Hringbraut 121, 4. hæð. Þá mun dr. Jónína Einarsdóttir tala um efnið: Siðareglur - til hvers?

Read more ...

Sjálfsmyndir Íslendinga á 20. öld

Miðvikudaginn 18. mars, frá klukkan kl. 20:00-22:00, flytja Marion Lerner, Júlíana Gottskálksdóttir og Hallfríður Þórarinsdóttir fyrirlestra um Sjálfsmyndir Íslendinga á 20. öld. Fyrirlestrarnir eru hluti af fyrirlestraröð Ínor verkefnisins. Guðmundur Hálfdanarson fer með athugasemdir og viðbrögð en fundarstjóri er Ólöf Gerður Sigfúsdóttir.

Read more ...

Gammablossar 4. mars

Miðvikudaginn 4. mars flytur Dr. Ingólfur Ásgeir Jóhannesson fyrirlesturinn „Ísland er ekki líkt tunglinu: Hugleiðingar um þjálfun tunglfara á Íslandi.“ Í fyrirlestrinum verður sagt stuttlega frá tveimur ferðalögum bandarískrageimfara og geimfaraefna, sumra þeirra síðar tunglfara, um hálendi Íslands í júlí 1965 og 1967, einkum ferðalögum upp í Dyngjufjöll og Öskju en einnig í Jökulheima. Sagt verður frá aðferðum við þjálfun væntanlegra tunglfara, áhuga íslenskra dagblaða á þessum atburðum og upplifun þeirra Íslendinga sem með þeim fóru. Auk samtíma frásagna íslenskra dagblaða og viðtala við nokkra af þeim Íslendingum sem voru með í ferðalögunum er byggt á erlendum heimildum og viðtali við einn af tólf tunglförum og er aðalheiti fyrirlestursins úr því viðtali. Fyrirlesturinn hefst stundvíslega klukkan 12.05 og stendur til 13.00. Allir velkomnir.

Read more ...

Fræðslufundur um skattaskil 17. mars

Hagþenkir og ReykjavíkurAkademían bjóða félögum sínum til fræðslufundar á sal Reykjavíkur Akademíunnar, Hringbraut 121, 4 hæð þriðjudaginn 17. mars kl 17:00.

Efni fundarins er Sjálfstætt starfandi fræðimenn: Uppgjör tekjuskattstofns, tekjur og frádráttur frá þeim.
Fyrirlesari er Ásmundur. G. Vilhjálmsson lögmaður með skattarétt sem sérsvið og kennari við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.

Í erindinu mun hann fjalla um uppgjör tekjuskattstofns sjálfstætt starfandi fræðimanna, tekjur og frádrátt frá þeim. Hann gengur út frá litlum einstaklingsrekstri með skrifstofuaðstöðu og þau vandamál sem það skapar gagnvart skattayfirvöldum. Erindið tekur um eina klukkustund og síðan mun hann svara fyrirspurnum.

Aðgangur er ókeypis fyrir félaga ReykjavíkurAkademíunnar.

Svæðisbundnar ímyndir 25. febrúar

Miðvikudaginn 25. febrúar kl. 20.00 - 22.00 halda Guðrún Þóra Gunnarsdóttir og Guðrún Helgadóttir, frá Háskólanum á Hólum, fyrirlestur undir heitinu Svæðisbundnar ímyndir. Athugasemdir og viðbrögð eru í höndum Valdimars Hafsteins  og fundarstjóri er Ólöf Gerður Sigfúsdóttir. Allir velkomnir.

Read more ...

FaLang translation system by Faboba