Brestir í hagfræðinni 7. febrúar

Fyrsti alþýðufyrirlestur ReykjavíkurAkademíunnar

Laugardaginn 7. febrúar á milli kl. 12-14 flytur Gunnar Tómasson fyrirlesturinn Brestir í hagfræðinni. Eftir kaffihlé verða almennar fyrirspurnir og umræður. Fundarstjóri er Hallfríður Þórarinsdóttir mannfræðingur.

Í Silfri Egils, sunnudaginn 1. febrúar sl. var rætt við Gunnar Tómasson hagfræðing sem lengi hefur starfað erlendis við góðan orðstír. Í viðtalinu færði hann skýr rök fyrir því að sá meginstraumur hagfræðinnar sem hvað mestu hefur ráðið um hagstjórn í heiminum sé byggður á röngum forsendum og sé því ómarktækur. Einnig benti hann á að forsendur þeirrar verðtryggingar sem beitt hefur verið á Íslandi undanfarna áratugi séu mjög vafasamar.
Gunnar mun hafa framsögu um þessar hugmyndir en að framsögu lokinni munu valdir sérfræðingar bera fram athugasemdir og spurningar.


Read more ...

Hugsum öðruvísi með Þórbergi miðvikudaginn 14. janúar

 

Í Gammablossum á miðvikudag flytur Soffía Auður Birgisdóttir fyrirlesturinn „Hugsum öðruvísi með Þórbergi: Hugleiðingar um bókmenntagervi, veruleika og sannleika út frá verkum Þórbergs Þórðarsonar.“ Fyrirlesturinn hefst stundvíslega klukkan 12.05 og stendur til klukkan 13.00. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir.

Read more ...

Hversdagsvald: Matur, drykkur og ímyndir, miðvikudaginn 21. janúar

Miðvikudaginn 21. janúar flytja Hildigunnur Ólafsdóttir og Kristinn Schram fyrirlestra undir heitinu Hversdagsvald, matur, drykkur og ímyndir. Fyrirlestrarnir standa yfir frá klukkan 20.00-22.00 og eru hluti af fyrirlestraröð ÍNOR verkefnisins. Athugasemdir og viðbrögð eru í höndum Ármanns Jakobssonar og Ólöf Gerður Sigfúsdóttir sér um fundarstjórn. Þjóðlegar veitingar verða veittar í fundarhléi.

Read more ...

Ljáðu þeim eyra 4. desember

3.12.2008

Fjórða samræðustund ReykjavíkurAkademíunnar og Súfistans verður fimmtudagskvöldið 4. desember kl. 20 Hún hefst með stuttu erindi Auðar Ingvarsdóttur sagnfræðings um hugsjónir og trú í Njálu. Síðan kynnir Árni Bergmann bók sína Glíman við Guð og Guðmundur Magnússon kynnir bókina Nýja Ísland. Listin að týna sjálfum sér.

Read more ...

Morgunkaffi í menningarkreppu laugardaginn 17. janúar

Er íslensk menningarstefna á tímamótum?

Laugardaginn 17. janúar bjóða ReykjavíkurAkademían og meistaranám í morgunkaffi í húsakynnum ReykjavíkurAkademíunnar til að ræða stefnumótun í menningarmálum. Málþingið hefst klukkan 10.00 og stendur til 12.00.
Miklar breytingar hafa orðið á íslensku samfélagi í kjölfar efnahagshruns og áherslur menningarstefnu opinberra aðila hafa verið til umræðu í því samhengi. Spurningar vakna um fjármuni til reksturs menningarstofnana, viðfangsefni menningarstefnu sveitarfélaga og meint stefnuleysi stjórnvalda í menningarmálum. Því er tímabært að skoða íslenska menningarstefnu í gagnrýnu ljósi, bera saman nýlegar rannsóknir á opinberri menningarstefnu á Íslandi og velta upp spurningum um framtíðina.
Aðgangur er ókeypis, boðið verður uppá kaffi og allir eru velkomnir.

Read more ...

FaLang translation system by Faboba