Grunngildi og verðmætamat

31.10.2008

Næstkomandi laugardag, 1. nóvember, standa ReykjavíkurAkademían, Skálholtsskóli og tímaritið Glíman fyrir málþinginu "Grunngildi og verðmætamat" í húsnæði Akademíunnar við Hringbraut. Málþingið stendur yfir frá kl. 12-15.30

Read more ...

Málþing 25.10.2008

MÁLÞING Í HÁSKÓLABÍÓI LAUGARDAGINN 25.OKTÓBER 2008 kl. 12-14

Íslenskt samfélag kraumar þessa dagana. Reiði og angist vegast á við endurmat og bjartsýni, lýst er eftir nýrri framtíðarsýn. Allir þurfa að leggja sitt af mörkum. Fræðimenn háskólasamfélagsins þurfa að líta í eigin barm en ekki síður bjóða fram krafta sína til að greina ástandið og leita nýrra leiða. ReykjavíkurAkademían hefur kallað til þings nokkra málshefjendur í því skyni, sem munu flytja stutt og snörp erindi.


Read more ...

Hreint ál? - Samarendra Das og Andri Snær Magnason

Miðvikudaginn 23. júlí býður Saving Iceland til ráðstefnu í Reykjavíkur
Akademíunni, Hringbraut 121, kl. 19:30. Á ráðstefnunni mun koma fram
Samarendra Das, indverskur rithöfundur og sérfræðingur um áliðnaðinn,
ásamt Andra Snæ Magnasyni rithöfundi. Samarendra mun fjalla um áhrif
álfarmleiðslu á þriðja heiminn, auk þess sem hann og Andri Snær munu
brjóta á bak aftur goðsögnina um svokalla 'græna og hreina' álframleiðslu.

Fyrirlesturinn mun fara fram í Reykjavíkur Akademíunni, Hringbraut 121 og
hefst kl. 19:30.

Read more ...

Fyrirlestur Margaret Ezell 18. júní

Bandaríski bókmenntafræðingurinn Margaret J.M. Ezell heldur opinn fyrirlestur í ReykjavíkurAkademíunni miðvikudaginn 18. júní kl 16:15. Fyrirlesturinn ber yfirskriftina Blank Spaces: Studying Handwritten Cultures og fjallar um handritamenningu á tímum prentvæðingar og rannsóknir á henni.

Read more ...

Akademón Margrét E. Ólafsdóttir

Margrét Elísabet Ólafsdóttir akademón og fagurfræðingur hlaut nýverið styrk úr rannsóknarsjóði Listasafns Háskóla Íslands til rannsókna á íslenskri vídeólist og útgáfu á niðurstöðum rannsókna. Styrkupphæð hljóðar upp á 400,000 krónur. ReykjavíkurAkademían óskar Margréti til hamingju með styrkinn. 
FaLang translation system by Faboba