Lusus naturae

mynd

 

Þuríður Jónsdóttir akademón og tónskáld hefur í samstarfi við myndlistamennina Ólöfu Nordal og Gunnar Karlssonar sett upp verkið Lusus naturae í Hafnarborg. Verkið samanstendur af tónlist

og hreyfimynd ásamt lifandi tónlistargjörningi sem verður fluttur á morgun fimmtudaginn 29. maí kl. 20:00. Flytjendur eru Gunnar Guðbjörnsson tenór, Snorri Heimisson kontrafagott og Íslenski flautukórinn.

Þess má geta að Þuríður hefur margsinnis verið tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna og Tónskáldaverðlauna Norðurlandaráðs.

Ársskýrsla ReykavíkurAkademíunnar ses. fyrir árið 2013 er komin út

H-21Sólveig Ólafsdóttir framkvæmdastjóri er höfundur skýrslunnar en hún er um þessar mundir að hefja sitt fimmta starfsár hjá RA. Í árskýrslunni er að ítarlegt yfirlit yfir starfsemi RA, daglegan rekstur, starfsmannahald og helstu rannsóknarverkefni innan RA. Einnig er í skýrslunni yfirlit yfir ráðstefnur og málþing sem haldin voru í ReykjavíkurAkademíunni á árinu 2013.

ReykjavíkurAkademían ses (RA) er sjálfseignarstofnun sem byggir á grunni Félags ReykjavíkurAkademíunnar en það er félag sjálfstætt starfandi fræðimanna sem hafa búið sér til nánast einstakt ból fyrir sjálfstæðar rannsóknir í menningar- , hug- og félagsvísindum á Íslandi.

Árið 2013, sem var sextánda starfsárið var einkar farsælt í starfi ReykjavíkurAkademíunnar enda var byggt á rekstrarlegri endurskipulagningu síðustu ára og faglegri stefnumótun RannsóknarSmiðja RA tók sín fyrstu skref þar sem reynt var að beina sjónum sérstaklega að fræðimönnum innanhúss. Málþing voru haldin undir nafni H-21, Hugmyndir 21. aldarinnar auk aðkomu að ýmsum öðrum viðburðum í samvinnu við ýmis félagasamtök. Umsýsla vegna rannsóknarverkefna var töluverð og voru 5 fræðimenn að jafnaði á launaskrá RA. Einnig var nokkuð um verktakagreiðslur til fræðimanna vegna ýmissa rannsóknar- og þjónustuverkefna stórra sem smárra.

Alls voru rekstrartekjur RA tæplega 59 milljónir ár árinu 2013 en höfðu verið tæpar 63 milljónir árið 2012. Munurinn skýrist á mun færri rannsóknarstyrkjum en árið á undan. Að sama skapi minnkuðu rekstrargjöld ársins úr rúmum 62 milljónum á árinu 2012 í 57,5 milljónir. Eigið fé stofnunarinnar nam rúmum 10 milljónum í árslok 2013 en var 8,6 milljónir í árslok 2012. Hagnaður af rekstri RA ses. nam kr. 1,5 milljónum á árinu 2013 en var kr. 332.000 á árinu 2012. Hagur stofnunarinnar hefur því batnað sem því nemur. Greidd laun voru 21,3 milljónir árið 2013 en voru 27,4 milljónir í árslok 2012 og er hægt að rekja minni laungreiðslur beint til færri rannsóknarverkefna.

Þó svo að umfang rekstursins hafi nær tvöfaldast á milli áranna 2011 og 2012 má segja að komist hafi á gott jafnvægi á rekstur RA á árinu 2013.

Ársskýrslu RA ses. má nálgast í heild hér

Kjörin var ný stjórn félags ReykjavíkurAkademíunnar á aðalfundi félagsins 30. apríl 2014

Stjórnina skipa:

Dr. Ingimar Einarsson félags- og stjórnmálafræðingur, formaður

Guðjón Friðriksson sagnfræðingur

Dr. Margrét Elísabet Ólafsdóttir listfræðingur

Lilja Hjartardóttir stjórnmálafræðingur

Borgþór Kjærnested fararstjóri og leiðsögumaður

Einnig var ný stjórn ReykavíkurAkademíunnar ses. Kjörin á sama fundi.

Stjórnina skipa:

Dr. Davíð Ólafsson sagnfræðingur, formaður

Dr. Ingimar Einarsson félags- og stjórnmálafræðingur

Dr. Hallfríður Þórarinsdóttir mannfræðingur

Ingunn Ásdísardóttir þjóðfræðingur og doktorsnemi

Sesselja G. Magnúsdóttir dansfræðingur

Dr. Íris Ellenberger sagnfræðingur

Gylfi Gunnlaugsson bókmenntafræðingur

Aðalfundur ReykjavíkurAkademíunnar 2014

reykjavkurakademan  logo high.png
 
Aðalfundur ReykjavíkurAkademíunnar
Félags sjálfstætt starfandi fræðimanna,
verður haldinn

miðvikudaginn 30. apríl kl. 12:15

í fundarsal félagsins að Hringbraut 121, 4. hæð.
Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt lögum félagsins og stjórnarkjör.
Atkvæðisrétt á fundinum hafa félagsmenn sem eru viðstaddir og hafa greitt félagsgjald.

Ingunn Ásdísardóttir vinnur Íslensku þýðingarverðlaunin

 

Þau ánægjulegu tíðindi voru að berast síðasta vetrardag að Ingunn okkar Ásdísardóttir hafi hlotið Íslensku þýðingaverðlaunin fyrir þýðingu á erlendu skáldverki.  Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra afhenti verðlaunin við hátíðlega athöfn á Gljúfrasteini síðasta vetrardag á degi bókarinnar, fyrir þýðingu á færeysku skáldsögunni Ó - Sögur um djöfulskap eftir Carl Jóhan Jensen, sem Uppheimar gáfu út. 

 

Í umsögn dómnefndar segir: 

„Í Ó – søgur um djevulskap segir Carl Jóhan Jensen sögu Færeyja í óvenjulegri skáldsögu. Í bókinni fléttast saman margradda 200 ára epísk átakasaga sem Jensen eykur með ítarlegum neðanmálsgreinum sem grípa inní söguna, draga fram aðrar hliðar á frásögninni og snúa útúr henni. Orðfæri sögunnar er snúið, kostulegt og ævintýralegt, skreytt tilbúnum orðum og orðleysum, og verkið er endalaus sjóður af óvæntum uppákomum í tungumálinu. Ingunn Ásdísardóttir leysir með glæsibrag hverja þá erfiðu þraut sem við henni blasir.“

Fyrir hönd RA óska ég Ingunni innilega til hamingju með tilnefninguna og daginn.

Til að að lesa ávarp hennar klikkið HÉR.

Read more ...

Bókafundur

Bókafundur

 

Sagnfræðingafélagsins, Sögufélagsins og Reykjavíkurakademíunnar

 

verður haldinn fimmtudaginn 13. febrúar kl. 20:00 í húsakynnum ReykavíkurAkademíunnar,

 

Hringbraut 121 4. hæð 

 

101 Reykjavík.

 

Tekin verða fyrir eftirfarandi verk:

 

Háborgin

 

Höfundur: Ólafur Rastrick

 

Gagnrýnendur: Margrét Elísabet Ólafsdóttir og Sólveig Ólafsdóttir

 

Hugsjónir, fjármál og pólitík

 

Höfundur: Árni H. KristjánssonGagnrýnandi: Sigurður Már Jónsson

 

Landbúnaðarsaga Íslands 1. bindi

 

Höfundar: Árni Daníel Júlíusson & Jónas Jónsson

 

Gagnrýnandi: Helgi Þorláksson


Sagan af Guðrúnu Ketilsdóttur

 

Höfundur: Guðný Hallgrímsdóttir

 

Gagnrýnandi: Margrét Gunnarsdóttir

 

 

 

Fundarstjóri er Guðni Th. Jóhannesson

 

Allir velkomnir

Ráðstefna um leigumarkaðinn á Íslandi

reykjavikurakademian-logo

 

Leigumarkaðurinn á Íslandi

ReykjavíkurAkademían, Félagsfræðingafélag Íslands og Meistaranámsbraut LbhÍ í Skipulagsfræði standa fyrir ráðstefnu um stöðu leigjenda og ástandið á íslenskum leigumarkaði

í Iðnó, Vonarstræti 3, föstudaginn 11. apríl.

Ráðstefnan er haldin með tilstyrk Reykjavíkurborgar.

 

 

9.00     Setning.

9.05        Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra. Ávarp.

9.15        Dr. Richard Ronald, prófessor við Háskólann í Amsterdam og Háskólann í Birmingham: Young People and Home

       Ownership in Europe: Generation Rent and Post-homeownership societies.

10.00     Kaffihlé.

10.15     Magnus Hammar, aðalritari Alþjóðasamtaka leigjenda: Rental Housing and Tenant´s Rights Across the               

     Globe, and the Need for Tenure Neutrality.

11.00     Umræður um erindi Richard Ronalds og Magnus Hammar. Stjórnandi Dr. Hallfríður Þórarinsdóttir.

11.30     Jón Rúnar Sveinsson félagsfræðingur: Staða leigjenda á Íslandi fyrr og nú.

12.15     Matarhlé.

13.00     Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs Reykjavíkur: Heilbrigðari leigumarkaður -nýjar leiðir           

      Reykjavíkurborgar.

13.30     Dr. Sigríður Kristjánsdóttir, lektor í skipulagsfræði við LbhÍ: Hefur þú efni á að búa í borg?

14.00     Hólmsteinn Brekkan, framkvæmdarstjóri Samtaka leigjenda: Réttur til húsnæðisöryggis. Uppbygging leiguíbúða sem

      raunhæfur búsetukostur á Íslandi og bráðavandi.

14.30     Kaffihlé.

14.45     Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB: Jafnræði á húsnæðismarkaði.

15.15     Dr. Hallfríður Þórarinsdóttir, mannfræðingur: Húsnæðismál pólskra innflytjenda á höfuðborgarsvæðinu.

15.45     Pallborðsumræður. Stjórnandi Þóra Arnórsdóttir, þáttastjórnandi hjá RÚV.

16.30     Ráðstefnulok. Léttar veitingar.

 

 

Ráðstefnan er öllum opin og er aðgangur ókeypis. Þeir sem þess óska geta keypt léttan hádegisverð í Iðnó.

 

Skráning er á heimasíðu ReykjavíkurAkademíunnar www.akademia.is

 

saman

 

                 

Nýr samningur undirritaður

Undirritun Reykjavíkurakademían 00612

Í gær, miðvikudaginn 5. febrúar, skrifuðu Illugi Gunnarsson, ráðherra mennta- og menningarmála og Sólveig Ólafsdóttir framkvæmdastjóri ReykjavíkurAkademíunnar undir þriggja ára styrktarsamning mennta- og menningarmálaráðuneytisins við ReykjavíkurAkademíuna. Í samningnum kemur fram að RA sé rannsóknar- og nýsköpunarstofnun í menningar-, hug- og félagsvísindum sem eigi að veita vísindamönnum í sjálfstæðum rannsóknum starfsaðstöðu og rannsóknarþjónustu. Markhópur RA er auk þess fræða- og fagfélög, menningar- og fræðastofnanir, sem og smáfyrirtæki sem byggja starfsemi sína á rannsóknum og miðlun þeirra. Sérstök áhersla er lögð á að veita ungum vísindamönnum í rannsóknartengdu framhaldsnámi innanlands sem utan aðstoð og aðstöðu eftir föngum. Meginmarkmið samningsins er að efla formlegan vettvang fyrir sjálfstæðar rannsóknir og nýsköpun með rekstri á öflugri rannsóknarstofnun og menningarmiðstöð, virkja og tengja saman þann mannafla sem stundar sjálfstæðar rannsóknir og hvetja til fjölfaglegs samstarfs milli einstaklinga, félagasamtaka, fyrirtækja, þekkingasetra, háskóla, annarra mennta-, menningar- og fræðastofnana innanlands sem utan og stuðla að fræðilegri og gagnrýninni samfélagsumræðu.

Við undirritun samningsins milli mennta- og menningarmálaráðuneytisins og ReykjavíkurAkademíunnar í gær bundust aðilar fastmælum um að standa sameiginlega að málþingi á hausti komanda um stöðu sjálfstæðra rannsókna á Íslandi og gildi þeirra fyrir menningu okkar og samfélag. Jafnframt bindur ReykjavíkurAkademían miklar vonur við að henni auðnist, með atbeina hins opinbera, að efla rannsóknastarf sjálfstætt starfandi vísindafólks enn frekar á komandi árum og styrkja það formlega og óformlega stoðkerfi sem hún býður félögum sínum og öðrum skjólstæðingum upp á.

FaLang translation system by Faboba