Iceland and Poland Against Exclusion from Culture

ip logo en

 

Verkefnið Ísland - Pólland fyrir aðgengi að menningu mun standa yfir í 3 ár. ReykjavíkurAkademían er einn af samstarfsaðilum verkefnisins. Fyrsta verkefnið hérlendis verður á Evrópsku kvikmyndahátíðinni, sem verður dagana 19. september – 29. september, þar sem myndin In Darkness eftir Agniezsku Holland verður sýnd í Bíó Paradís. Myndin var tilnefnd til Óskarsverðlauna og hefur hlotið margvísleg verðlaun á hinum ýmsu kvikmyndahátíðum. Myndin sem verður sýnd 28. september kl. 15:00 verður með sérstakri sjónlýsingu fyrir blinda og er stærsti viðburður hátíðarinnar í ár.  Sjónlýsing er aðferð sem byggist á munnlegri lýsingu á því sem er að gerast í myndinni. Sýningin er hluti af samvinnuverkefni Bíó Paradísar og Wroclaw - West Menningarmiðstöðvarinnar í Póllandi um að bæta aðgengi fatlaðra að menningu.

Agniezska Holland er verndari verkefnisins Ísland - Pólland fyrir aðgengi að menningu í Póllandi en hún er mikilsmetinn leikstjóri og handritshöfundur. Hún er heiðursgestur Evrópsku kvikmyndahátíðarinnar. Vendari verkefnisins á Íslandi er Jón Gnarr borgarstjóri Reykjavíkur.

Verkefnið styrkt af Evrópusambandinu.

Rótæki sumarháskólinn 14. ágúst – 20. ágúst 2013

Á morgun hefst Róttæki sumarháskólinn í þriðja sinn og verður eins og áður haldinn í húsnæði ReykjavíkurAkademíunnar. Fjöldi námsstofa mun vera svipaður og áður, þær nýjungar verða í ár að fjórar námstofur fara fram á ensku og  boðið verður upp á svokallaðar „aðgerðarstofur.“

Dagskráin hefst klukkan 18:00 á virkum dögum en kl. 13:00 um helgar og er kennslan ásamt námsgögnum ókeypis og allir velkomnir.

Nánari upplýsingar má finna hér á vefsíðu Rótæka Sumarháskólans

Ingólfur Júlíusson ljósmyndari

Það er stórt skarð fyrir skildi hér í ReykjavíkurAkademíunni nú þegar Ingólfur Júlíusson ljósmyndari er horfinn úr okkar röðum svo allt of, allt of snemma.

Sennilega hafa sum okkar ekki vitað alveg hvaðan á sig stóð veðrið þegar hann kom fyrst, með allt þetta hár og allt þetta skegg, allar þessar græjur og tól og tæki og dálítið hávaðasaman hlátur. Það leið þó ekki langur tími þar til Ingólfur var orðinn órjúfanlegur hluti af akademíusamfélaginu, bæði hafði hann sterk fjölskyldutengsl hér inn, en ekki var síður um vert að allir hér innan dyra sem kynntust honum fóru strax að halda óskaplega upp á hann. Þegar hann kom töltandi inn ganginn, stundum einn, stundum með fallegu dætrunum sínum, stundum með tíkina Betu á hælunum, þá kviknuðu bros í öllum skrifstofum, alls staðar heyrðust glaðlegar kveðjur, og svo glumdu gjarnan dillandi hlátrasköll Ingólfs í kjölfarið.

Ingólfur var alltaf glaður, smitaði alla af þessari gleði og ákafanum sem hann lagði í allt sem hann gerði, alltaf jákvæður, ótrúlega örlátur á hrós og viðurkenningu en jafnframt mikill grínari og stríðnispúki af ástríðu.

En Ingólfur var ekki bara gleðigjafi, hann var gríðarlega flinkur fagmaður, hvort heldur var sem ljósmyndari eða umbrotsmaður. Alltaf þegar eitthvað fréttnæmt umfram daglegt þras var um að vera, var Ingólfur eins og þeytispjald út um víðan völl, hvort sem var á nótt eða degi og fréttamyndir hans mátti gjarnan þekkja úr í blöðum því þær geisluðu beinlínis af ákefð þess sem tók þær. Fyrir fáeinum árum hélt hann ljósmyndasýningu hér innan vébanda ReykjavíkurAkademíunnar á myndum sem hann tók af gosinu í Eyjafjallajökli. Þessar myndir voru stórbrotnar, fagrar og þrungnar lífi; þær færðu náttúruna og hamfarir hennar alla leið inn í sál manns.

Þegar fréttir bárust af þeim veikindum sem dundu á honum og nú hafa dregið hann til dauða á örskömmum tíma, var sem dimmdi yfir í húsakynnum okkar hér. En hvað gerðist þá? Jú, Ingólfur kom öðru hvoru í húsvitjun, búinn að missa hár og skegg, orðinn grannur og með slöngur dinglandi út úr hálsinum, – en hláturinn var samur við sig, kímnin, uppátækin, lífsgleðin … Hann sem var veikur, huggaði og gladdi okkur hin með bjartsýni sinni, vongleði og uppörvun.

Við hér í ReykjavíkurAkademíunni sendum eiginkonu hans og dætrum, systkinum og foreldrum og öðrum nákomnum okkar innilegustu samúðarkveðjur við fráfall hans og vonum að minningin um góðan dreng lini söknuð og sorg.

Fyrir hönd vina og samstarfsfólks í ReykjavíkurAkademíunni

Davíð Ólafsson

Sólveig Ólafsdóttir

Ingunn Ásdísardóttir

Fréttatilkynning um stofnun nýs og öflugs fagfélags fornleifafræðinga

 

 

frett

Stjórn Félags forneifafræðinga. Frá vinstri til hægri: Arnar Logi Björnsson varamaður, Sigrid Cecilie Juel Hansen varamaður, Ásta Hermannsdóttir varamaður,Hrönn Konráðsdóttir gjaldkeri, Birna Lárusdóttir varaformaður, Krisborg Þórdóttir meðstjórnandi, Albína Hulda Pálsdóttir ritari og Ármann Guðmundsson formaður.

 

Stofnfundur Félags fornleifafræðinga var haldinn þriðjudaginn 30. apríl 2013 í húsnæði ReykjavíkurAkademíunnar.. Hið nýstofnaða félag verður til við sameiningu beggja starfandi fagfélaga fornleifafræðinga, Fornleifafræðingafélags Íslands (FFÍ) og Félags íslenskra fornleifafræðinga (FÍF). Um 40 fornleifafræðingar mættu á fundinn og eru um 140 manns í hinu nýja félagi. Nýkjörinn formaður er Ármann Guðmundsson. Stjórn skipa að öðru leyti Birna Lárusdóttir, varaformaður, Albína Hulda Pálsdóttir, ritari, Hrönn Konráðsdóttir, gjaldkeri og Kristborg Þórsdóttir, meðstjórnandi.

Meginhlutverk félagsins er efling fornleifarannsókna á Íslandi. Félagið sinnir þessu hlutverki með því að stuðla að faglegum vísindarannsóknum og vandaðri umfjöllun um árangur þeirra í ræðu og riti. Félagið skal einnig gæta sameiginlegra hagsmuna félagsmanna, beita sér fyrir löggildingu starfsheitisins fornleifafræðingur og lögð er áhersla á  auknar reynslu- og menntunarkröfur við veitingu uppgraftarleyfa.

 

Stofnfundur FF samþykkti einnig eftirfarandi ályktun:

Félag fornleifafræðinga skorar á íslensk stjórnvöld að efla stuðning við fornleifarannsóknir á Íslandi. Mikil gróska hefur verið í fornleifafræði hér á landi undanfarin 15 ár og margar bækur um fornleifarannsóknir hafa verið gefnar út á síðustu árum; má þar nefna Mannvist, Söguna af klaustrinu á Skriðu, bækur um rannsóknir í Reykholti og á Hofstöðum í Mývatnssveit auk fjölda greina á íslensku og ensku, fyrirlestra, leiðsagna og sýninga fyrir almenning. Fornleifafræði er ómissandi þáttur í menningarsögu Íslands og fornleifar eru auk þess samofnar náttúru og landslagi víða. Mikilvægt er að styðja við fornleifarannsóknir og miðla niðurstöðum þeirra til almennings og ferðamanna á vandaðan hátt í gegnum minja- og menningartengda ferðaþjónustu. Til grundvallar slíkri miðlun þurfa alltaf að liggja vandaðar rannsóknir og tryggt fjármagn.

 

Frekari upplýsingar má fá hjá: Ármanni Guðmundssyni formanni FF í síma 865 0972 eða Birnu Lárusdóttur varaformanni í síma 820 5583.

 

Mazen Maarouf in Reykjavík. Poetic reading

massan

Miðvikudaginn 8. maí, klukkan 18:00 mun Mazen Maarouf lesa ljóð sín og sýna málverk sín í ReykjavíkurAkademíuni.

mazen1

 ReykjavíkurAkademían er til húsa á Hringbraut 121, 4. hæð í Reykjavík

Mazen Maarouf (f. 1978) er palestínskt ljóðskáld og rithöfundur. Fjölskylda hans flúði Palestínu árið 1948 og hann hefur lengst af búið í Líbanon þar sem hann ólst upp, gekk í skóla og starfaði. Ljóð eftir Mazen hafa verið þýdd á fjölda tungumála. Þau hafa birst í tímaritum og safnritum í Frakklandi, Skotlandi, á Íslandi, í Svíþjóð, Kína og Möltu.

Mazen er gestarithöfundur í Reykjavík á vegum Reykjavíkurborgar og ICORN, International Cities of Refuge.

Nýasta ljóðbók han“An Angel Suspended On The Clothesline” (Ed. Dar Riad-Al-Rayyes – Beirut) var gefin út í byrjun janúar 2012. 

Heimasíða Mazen er HÉR

 

 Wedensday 8th of may, 18:00 hours Mazen Maarouf will read his poems and show his paintings in ReykjavikAcademy.

ReykjavikAcademy is at Hringbraut 121, 4th floor in Reykjavík

Mazen Maarouf (born 1978) is a Palestinian poet and writer. He has lived all his life as a Palestinian refugee in Lebanon and was granted sanctuary in Reykjavík through the International Cities of Refuge Network, or ICORN. His three books of poetry are:“An Angel Suspended On The Clothesline” (Beirut, 2012), “The Camera Doesn’t Capture Birds” (1st edition 2004, 2nd edition 2010) and "Our Grief Resembles Bread"(Beirut, 2000). He took part in several internatrional poetry readings in Lebanon, Scotland and France. His poetry has been translated in English, French, German, Spanish, Swedish, Maltese and lately Icelandic and Chinese. Mazen Maarouf is now a writer in residency in (Iceland).

Mazen hompage is HERE

What is Microhistory?

image005What is Microhistory?
 

Theory and Practice
 

by Sigurður Gylfi Magnússon & István M.
 
Szijártó

image006

'The voices of two authors combine in this important analysis of the evolving character of microhistory. This study guides the reader through the achievements of microhistory to date. It also offers a thought-provoking perspective on the potential for microhistory to continue to make a significant contribution to our understanding of the past.' 
Graeme Murdock, Trinity College Dublin, Republic of Ireland
This unique and detailed analysis provides the first accessible and comprehensive introduction to the origins, development, methodology of microhistory – one of the most significant innovations in historical scholarship to have emerged in the last few decades. What is Microhistory?surveys the significant characteristics shared by large groups of microhistorians, and how these have now established an acknowledged place within any general discussion of the theory and methodology of history as an academic discipline.
 
About the Authors: 
Sigurður Gylfi Magnússon is currently the chair of the Center for Microhistorical Research at the Reykjavík Academy and Dr. Kristján Eldjárn Research Fellow at the National Museum of Iceland. He is the author of seventeen books and numerous articles published in Iceland and abroad.
István M. Szijártó is Associate Professor in the Department of Economic and Social History at Loránd Eötvös University, Hungary. He is the author of three books and several articles published in Hungary and abroad.
 
Available May 2013!
PB: 978-0-415-69209-0:  $36.95   $29.56 184pp


ORDER ONLINE AT WWW.ROUTLEDGE.COM & RECEIVE 20% OFF WITH CODE ERJ73!

Ársskýrsla ReykavíkurAkademíunnar ses. fyrir árið 2012 er komin út

ra-2012-frttSólveig Ólafsdóttir framkvæmdastjóri er höfundur skýrslunnar en hún er um þessar mundir að hefja sitt fjórða starfsár hjá RA. Í árskýrslunni er að ítarlegt yfirlit yfir starfsemi RA, daglegan rekstur, starfsmannahald og helstu rannsóknarverkefni innan RA. Einnig er í skýrslunni yfirlit yfir ráðstefnur og málþing sem haldin voru í ReykjavíkurAkademíunni á árinu 2012.

Haldið var áfram að formgera starf ReykjavíkurAkademíunnar og treysta rekstrarlega undirstöðu hennar á árinu 2012 sem var fimmtánda starfsár hennar. RannsóknarSmiðju RA var formlega hleypt af stokkunum á árinu og nýr samningur um Bókasafn Dagsbrúnar við Eflingu-stéttarfélag var undirritaður á árinu.  Einnig var gengið frá nýjum húsaleigusamningi við Landsbankann um húsnæði ReykjavíkurAkademíunnar að Hringbraut 121 á árinu 2012. Umsýsla vegna rannsóknarverkefna jókst umtalsvert og voru sjö fræðimenn að jafnaði á launaskrá RA. Einnig var nokkuð um verktakagreiðslur til fræðimanna vegna ýmissa rannsóknar- og þjónustuverkefna stórra sem smárra.

Eins og kom fram í ársreikningi varð alger viðsnúningur á fjárhag ReykjavíkurAkademíunnar ses á árinu 2011 til hins betra. Áfram var haldið að byggja á þeim góða grunni árið 2012. Rekstrartekjur utan samningsbundina rekstrar- og þjónustustyrkja námu í heild tæpum 43 milljónum en voru rétt rúmar 28 milljónir á árinu 2011. Hér munar nær alfarið um erlenda rannsóknarstyrki. Alls voru rekstrartekjur RA tæplega 63 milljónir ár árinu 2012. Rekstrargjöld jukust einnig umtalsvert eða úr rúmri 41 milljón 2011 í  rúmar 62 milljónir á árinu 2012. Eigið fé stofnunarinnar nam 8,6 milljónum í árslok 2012 en var 8,3 milljónir í árslok 2011. Hagnaður af rekstri RA ses. nam því kr. 332.000 á árinu 2012. Greidd laun voru 27,4 milljónir árið 2012 en voru 13,2 milljónir í árslok 2011 og er hægt að rekja auknar laungreiðslur beint til rannsóknarverkefna. Aukning á launakostnaði vegna eigin reksturs RA ses. nam aðeins um 1.2 milljónum króna. Umfang rekstursins hefur því nær tvöfaldast á milli ára.

Ársskýrslu RA ses. má nálgast í heild hér

 

Kjörin var ný stjórn félags ReykjavíkurAkademíunnar á aðalfundi félagsins í dag 24. apríl.

Stjórnina skipa:

Dr. Ingimar Einarsson félags- og stjórnmálafræðingur, formaður

Guðjón Friðriksson sagnfræðingur

Dr. Margrét Elísabet Ólafsdóttir listfræðingur

Lilja Hjartardóttir stjórnmálafræðingur

Dr. Njörður Sigurjónsson menningarstjórnunarfræðingur

 

Einnig var ný stjórn ReykavíkurAkademíunnar ses. Kjörin á sama fundi.

Stjórnina skipa:

Dr. Davíð Ólafsson sagnfræðingur, formaður

Dr. Ingimar Einarsson félags- og stjórnmálafræðingur

Dr. Hallfríður Þórarinsdóttir mannfræðingur

Ingunn Ásdísardóttir þjóðfræðingur og doktorsnemi

Sesselja G. Magnúsdóttir dansfræðingur

Dr. Birgir Hermannsson stjórnmálafræðingur

Dr. Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur

 

FaLang translation system by Faboba