Annað Öndvegisfóður vetrarins var haldið miðvikudaginn 2. október. Það var Viðar Hreinsson neftóbaksfræðimaður í ReykjavíkurAkademíunni sem sagði frá Jóni Guðmundssyni lærða (1574-1658) og tilraunum sínum til að flétta saman í eitt rótaflækt (rísómískt) verk litríkri ævi Jóns, hugmyndum hans, náttúruskyni og -skilningi 17. aldar og þúsund ára hugmyndasögulegum bakgrunni verka hans. Verkefnið er styrkt af Náttúruverndarsjóði Pálma Jónssonar stofnanda Hagkaups, Launasjóði fræðiritahöfunda, Hagþenki og Starfslaunasjóði sjálfstætt starfandi fræðimanna. Viðar lofaði því að hvorki yrði talað um hjátrú né hindurvitni í væntanlegri bók sem stefnt er að því að líti dagsins ljós á næsta ári, haustið 2014.

 

 

 

FaLang translation system by Faboba