haukur arnthorssonÍ Öndvegiskaffi RA næstkomandi fimmtudag mun dr. Haukur Arnþórsson kynna niðurstöður rannsóknar á kjörum aldraða á árunum 2007-2016 og hvaða breytingar voru gerðar 2017. Fram kemur hvar staðan er góð og hvar hún er erfið. Kynnt eru meðaltöl, bæði fyrir aldraða í heild og fyrir ákveðna tekjuhópa og eignahópa og meðal annars fjallað um ólíkan tekjuuppruna. Áhersla er lögð á að skoða eftirlaun (e. pension), sem eru greiðslur almannatrygginga og lífeyrissjóða. Þá verður farið yfir hvað raunhæft er að gera ef stjórnmálalegur vilji er fyrir aðgerðum í þágu aldraðra. 
Rannsóknin var unnin að beiðni Félags eldri borgara í Reykjavík. 

Samkvæmt venju verður fundurinn haldinn í fundarsal ReykjavíkurAkademíunnar í Þórunnartúni 2, 4. hæð (þar sem Bókasafn Dagsbrúnar er til húsa). 

Allir velkomnir. Léttar veitingar á boðstólum. 

FaLang translation system by Faboba