Upplýsingar fyrir félagatal

föstudagur, 16.janúar 2009 11:32

Hér gefst félögum kostur á að skrá þær upplýsingar sem þeir vilja að komi fram undir nafni þeirra í félagatalinu.

Félögum er ekki skylt að fylla í alla reitina.

Skrá upplýsingar

Félögum gefst einnig kostur á að setja inn mynd og ferilskrá. Það er gert með að senda ferilskrána sem word-skjal (ekki .docx) og myndina  (jpeg,gif eða tiff) á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Skráið aðeins þær upplýsingar sem þið viljið að komi fram á félagatalinu

Umsókn um félagsaðild
miðvikudagur, 10.desember 2008 11:34

Hér er sótt um félagsaðild að ReykjavíkurAkademíunni. Félagsgjald er 2.600 krónur og er það innheimt árlega.

Athugið að merkt er við mikilvægustu reitina með (*). Aðrir reitir eru fylltir út eða merktir ef mögulegt er.

Aðeins félagar geta sótt um vinnuaðstöðu í ReykjavíkurAkademíunni.

Umsókn um félagsaðild

Umsókn um skrifstofu

mánudagur, 07.júlí 2008 16:43

Hvað er RA?

RA er sjálfseignarstofnun sem byggir á fimmtán ára sögu félags sjálfstætt starfandi fræðimanna sem hafa búið sér til nánast einstakt hreiður fyrir sjálfstæðar rannsóknir í menningar- , hug og félagsvísindum á Íslandi. RA hefur frá stofnun árið 1997 hýst margvíslega starfsemi sem flokkast undir fræði- og menningarstarfsemi í víðri merkingu, m.a. ritun fræðiefnis fyrir almenning, ritun fagurbókmennta, samningu kennsluefnis, þýðingar fræðiefnis og fagurbókmennta, heimildamyndagerð, ritstjórn, prófarkalestur, bókaútgáfu, sýningahönnun, umfangsmikið ráðstefnuhald og svo mætti lengi telja. Jafnframt hafa fræðimenn innan RA stundað kennslu á ólíkum skólastigum, ekki síst stundakennslu á háskólastigi. Fræðilegar grunnrannsóknir innan ólíkra greina félags- og hugvísinda hafa allan þann tíma verið mikilvæg kjölfesta í starfseminni. Á því sviði hafa starfað nemar í meistara- og doktorsnámi, nýdoktorar og reyndir fræðimenn, margir með doktorspróf í sínu fagi og áralanga reynslu af rannsóknum.

RA getur hýst allt að 70 fræðimenn í einu og getur boðið upp á alls kyns vinnuaðstöðu allt frá stórum sem smáum skrifstofum fyrir einstaklinga til tímabundins athvarfs í bókasafni eða í sameiginlegum rýmum. Lögð er áhersla á gott aðgengi að netsambandi, prentun, skönnun og einfaldri tölvuþjónustu í sérstöku þjónustuveri.

Styrktarsamningur mennta- og menningarmálaráðuneytisins og RA frá árinu 2011 kveður á um að RA veiti háskólastúdentum í framhaldsnámi, hérlendis sem erlendis, aðstoð og aðstöðu eftir föngum og veiti einnig samstarfsfélögum RA ráðgjöf og upplýsingar um fjármögnunarmöguleika, styrkumsóknir, rekstur rannsóknarverkefna og samstarfsmöguleika við fræðimenn innanlands sem utan. Síðustu ár hefur því verið rekin sérstök aðstaða fyrir framhaldsnema í erlendum sem og innlendum háskólum þar sem þeir fá tímabunda aðstöðu og aðgang að samfélagi RA á meðan þeir ljúka við lokaverkefni sín.

Á síðasta ári var stofnað til RannsóknarSmiðju RA en markmið hennar er að er að efla og styrkja akademískar rannsóknir innan RA.  Nýtt bókhalds- og launakerfi gerir RA kleift að bjóða upp á faglega umsýslu með verkefnum. Fræðimönnum innan RA gefst tækifæri til að sækja um erlenda styrki í nafni ReykjavíkurAkademíunnar og síðustu tvö ár hafa 4-6 fræðimenn að jafnaði verið á launaskrá RA við rannsóknir sem styrktar hafa verið af erlendu og innlendu rannsóknarfé.

Nánari upplýsingar um RA er hægt að nálgast hér á heimasíðunni, í síma 5628562 og svo er alltaf hægt að senda okkur fyrispurnir í tölvupósti á netfangið %20var%20addy26567%20=%20%27ra%27%20+%20%27@%27;%20addy26567%20=%20addy26567%20+%20%27akademia%27%20+%20%27.%27%20+%20%27is%27;%20document.write%28%20%27%3Ca%20%27%20+%20path%20+%20%27%5C%27%27%20+%20prefix%20+%20addy26567%20+%20suffix%20+%20%27%5C%27%27%20+%20attribs%20+%20%27%3E%27%20%29;%20document.write%28%20addy26567%20%29;%20document.write%28%20%27%3C%5C/a%3E%27%20%29;%20//--%3E%20%3C/script%3E%3Cscript%20language=%27JavaScript%27%20type=%27text/javascript%27%3E%20%3C%21--%20document.write%28%20%27%3Cspan%20style=%5C%27display:%20none;%5C%27%3E%27%20%29;%20//--%3E%20%3C/script%3E%C3%9Eetta%20t%C3%B6lvup%C3%B3stfang%20er%20vari%C3%B0%20gegn%20ruslp%C3%B3sts%20%C3%BEj%C3%B6rkum,%20%C3%9E%C3%BA%20ver%C3%B0ur%20a%C3%B0%20hafa%20JavaScript%20virkt%20til%20a%C3%B0%20sj%C3%A1%20%C3%BEa%C3%B0.%20%3Cscript%20language=%27JavaScript%27%20type=%27text/javascript%27%3E%20%3C%21--%20document.write%28%20%27%3C/%27%20%29;%20document.write%28%20%27span%3E%27%20%29;%20//--%3E%20%3C/script%3E\" target=\"_blank\"> This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Um félagið
sunnudagur, 11.maí 2008 00:20

Félag ReykjavíkurAkademíunnar starfar sem bakhjarl fræðasetursins við sjóinn ásamt því að vera vettvangur sjálfstætt starfandi fræðimanna. Félagsgjöld eru 2.600 kr. á ári.

Með því að greiða félagsgjöld og styrkja félagið fá félagar:

– Aðild að Forum-póstlista ReykjavíkurAkademíunnar þar sem viðburðir á vegum akademíunnar eru auglýstir.

– Kost á að vera með eigin upplýsingasvæði á félagaskrá heimasíðu akademíunnar (Sjá Félagar og Félög, fyrirtæki og stofnanir)

– Akademíunetfang gegn vægu gjaldi.

– Kost á að leigja skrifstofu, gegn sanngjörnu gjaldi.

– Kost á að leigja sal ReykjavíkurAkademíunnar, gegn sanngjörnu gjaldi.

– Ókeypis eða niðurgreidd námskeið á vegum Félags ReykjavíkurAkademíunnar

Tilboð á bókum sem Reykjavíkurakademían gefur út eða styður

– Kosningarétt á aðalfundi.


Til að skrá sig í félagið þarf að fylla út eyðublaðið, Umsókn um félagsaðild
Til að skrá sig úr félaginu þarf að senda bréf til This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

FaLang translation system by Faboba