Félög

Félag áhugamanna um heimspeki starfar að vexti og viðgangi heimspekinnar á Ísland. Félagið gefur út Hug sem er eina hreinræktaða heimspekitímaritið sem kemur út á Íslandi. Jafnframt því stendur félagið reglulega fyrir samkomum um margvísleg heimspekileg málefni.

Félag fornleifafræðinga er fagfélag fornleifafræðinga á Íslandi en félagið varð til í apríl 2013 við sameiningu Fornleifafræðingafélags Íslands og Félags íslenskra fornleifafræðinga. Félagið stendur fyrir margvíslegri dagskrá tengdri fornleifafræði og vinnur að því að efla fornleifafræðilga umræðu á Íslandi. Félagið heldur úti ritinu Ólafíu. 

Framtíðarlandið - félag áhugafólks um framtíð Íslands er þverpólitískt þrýstiafl og hugmyndaveita sem stuðlar að því að hugvit, frumkvæði og sköpunargleði fái að njóta sín til þess að byggja upp mannvænt samfélag og fjölbreytt atvinnulíf á Íslandi í sátt við náttúruna og þjóðir heimsins.

Hagþenkir - félag höfunda fræðirita og kennslugagna. Markmið félagsins er að gæta hagsmuna og réttar félagsmanna og bæta skilyrði til samningar og útgáfu fræðirita og kennslugagna og annars sem félagsmenn vinna að.

Mannfræðifélag Íslands er ætlað að vera vettvangur til að efla fræðilega umræðu meðal mannfræðinga og stuðla að ráðstefnum og fyrirlestrum um mannfræðileg málefni. Félagið er fagfélag ætlað þeim sem hafa lokið háskólaprófi í mannfræði.

Náttúruverndasamtök Íslands eru frjáls félagasamtök áhugafólks um náttúruvernd með yfir 1300 skráða félaga. Náttúruverndarsamtökin eru opin öllum sem aðhyllast markmið samtakanna og vilja starfa í samræmi við lög þess. Árgjaldið er 3000 kr. Eitt mikilvægasta stefnumið Náttúruverndarsamtaka Íslands er að vernda miðhálendi Íslands.

Sagnfræðingafélag Íslands er fagfélag íslenskra sagnfræðinga. Sem slíkt er það vettvangur fyrir umræður um sérfagleg málefni, en jafnframt vill það stuðla að þverfaglegum rökræðum um vísindi og fræði almennt.

Tónlistarakademía Íslands - félags doktora í tónlist var stofnað 5. október sl. Markmið félagsins er að efla tónlistarrannsóknir og tónlistarmenntun á háskólastigi, styrkja stöðu þeirra sem lokið hafa doktorsnámi í tónlist og nýta þann mannauð sem felst í þessari menntun. Á stefnuskrá FDTÍ er t.a.m. undirbúningur stofnunar doktorsnáms í tónlist og samstarf við menningar- og menntastofnanir innanlands og erlendis.  Félagið mun ennfremur álykta um mál sem snúa að tónlistarmenntun og rannsóknum á háskólastigi og standa vörð um faglega hagsmuni félagsmanna. Stjórn og varastjórn FDTÍ skipa: Dr. Nína Margrét Grímsdóttir, píanóleikari og formaður; Dr. Kjartan Ólafsson, tónskáld; Dr. Sigurlaug Regína Friðþjófsdóttir, tónlistarfræðingur; Dr. Ragnheiður Ólafsdóttir, tónlistarfræðingur; Dr. Berglind María Tómasdóttir, flautuleikari.  FDTÍ býður tónlistarfólk með doktorspróf búsett á Íslandi og erlendis velkomið í félagið. Fyrirspurnir sendist á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

U3A Reykjavík, The University of the Third Age Reykjavík eru samtök fólks á þriðja æviskeiðinu, árunum eftir fimmtugt, sem vill afla sér og miðla þekkingu eins lengi og það vill og getur. Samtökin eru hluti af alþjóðlegri hreyfingu U3A sem til er í 30-40 löndum víða um heim með hundruðum þúsunda meðlima.

Upplýsing - félag bókasafns- og upplýsingafræða er fagfélag á sviði bókasafns- og upplýsingafræða m.a. með það að markmiði að gangast fyrir faglegri umræðu, efla skilning á mikilvægi íslenskra bókasafna og upplýsingamiðstöðva í þágu menningar, menntunar og vísinda og efla samstarf þeirra. 

 

Fyrirtæki og stofnanir

Clever Data. Svandís Nína Jónsdóttir tofnaði Clever Data í desember/janúar 2015. Lengri tíma markmið fyrirtækisins er að smíða gagnagrunn með upplýsingum um helstu fyrirtæki landsins, öll ráðuneyti og stofnanir þess ásamt lykiltölum um stöðu hagkerfisins.

Lýðræðissetrið ehf. Starfið á Lýðræðissetrinu er, ásamt því að vinna að útgáfu bókarinnar Lýðræði með raðvali og sjóðvali víða um heim, að afla reynslu af raðvali og sjóðvali með ráðum og annarri aðstoð. Leitað er að félagsskap og málefnum, þar sem ætla má, að þeir, sem ábyrgð bera, auðvelduðu sér verkið með raðvali eða sjóðvali.

Markmál ehf er öflug þjónusta sem býður upp á þýðingar, textaráðgjöf og uppsetningu handbóka og leiðbeiningarbæklinga. 

Miðstöð einsögurannsókna (Me) er rannsóknarstofnun í ReykjavíkurAkademíunni. Forstöðumaður hennar er dr. Sigurður Gylfi Magnússon sagnfræðingur og forgangsmaður einsögunnar á Íslandi. Hlutverk Miðstöðvar einsögurannsókna er að standa að sjálfstæðum rannsóknum á sviði einsögu, miðla og gefa út fræðiverk þar sem aðferðir einsögunnar eru nýttar, stuðla að grunnrannsóknum á fjölbreyttum tegundum persónulegra heimilda í handritum ásamt því að vinna að þróun aðferða- og hugmyndafræði einsögunnar í framtíðinni.

Miðstöð innflytjendarannsókna ReykjavíkurAkademíunni (MIRRA). MIRRA er rannsóknarmiðstöð þar sem málefni innflytjenda og alþjóðlegir búferlaflutningar eru í brennidepli. Auk beinna rannsókna, upplýsinga- og gagnasöfnunar er MIRRA jafnframt tengiliður á milli stofnana á Íslandi, sem þjóna innflytjendum á einn eða annan hátt og fræðasamfélagsins. MIRRA vinnur ennfremur í samvinnu við samhliða stofnanir og háskóla erlendis.

FaLang translation system by Faboba