Opnun föstudaginn 1. október 2010

Kl. 17:00-19:00daliroghlar.jpg

Hoffmannsgallerí, ReykjavíkurAkademíunni, sýnir úrval verka frá sýningunni Dalir og hólar 2010 - ferðateikningar; sem var í Dölum og Reykhólahreppi og stóð yfir í júlí og ágúst sl. sumar. Sýningarstaðirnir voru í gamla skólahúsinu í Ólafsdal við Gilsfjörð, í fyrrum kaupfélagshúsinu í Króksfjarðarnesi, í gamla samkomuhúsinu Röðli á Skarðsströnd og í hlöðurými að Nýp á Skarðsströnd.

Sýningin kallaðist á við sýningarnar Dalir og Hólar 2008 og 2009 að því leiti að hún hafði að markmiði að taka þátt í mannlífi svæðisins, efna til samstarfs við heimamenn og leiða sýningargesti í ferðalag um Breiðafjörð, Gilsfjörð og Dali. En hún kallaðist jafnframt á við ákveðna alþjóðlega hefð innan myndlistarinnar. Verkin á sýningunni eru nokkuð sem kalla mætti ferðateikningar; teikningar sem skrásetja eða segja frá ferðalagi á einhvern hátt - hugleiðing, hugmynd eða raunveruleg ferð sýnd; - að fjalla um ferðalagið og / eða staðina sem farið er til. Grundvöllur sýningarinnar er þannig í anda ákveðinnar hefðar sem listamenn eins og Collingwood og Ásgrímur Jónsson voru hluti af svo dæmi sé tekð, en báðir gerðu þeir teikningar á ferðum sínum um landið. Hjá sumum listamönnum sem unnu í anda þessarar hefðar var þetta undirbúningur fyrir stærri verk, aðrir voru e.t.v einungis að festa útsýnið í minni sér og hjá enn öðrum var þetta fag og fjölmiðlun; gerðar voru ætingar eftir teikningum þeirra og þær prentaðar í ferðabókum eða dagblöðum sem fjölluðu um viðkomandi lönd eða svæði. Í myndlist og bókmenntum á 20. og 21. öld hefur ferðalagið hins vegar oft yfirfærða merkingu; þá er ferðalagið ekki endilega áþreifanlegt en hefur vísun í huglægt ástand eða tilfærslu.

Við Breiðafjörð og í Dölum hafa margir listamenn sögunnar og samtíðarinnar slitið bernskuskóm eða unnið lífsverk sitt. Svæðið býr yfir fjölskrúðugri náttúru, fjölbreyttu dýralífi, menningu og sögu, og er enn sem fyrr ótæmandi uppspretta nýrra verka og nýsköpunar í listum.

Sýningarstjórn: Helgi Þorgils Friðjónsson, Kristinn G. Harðarson, Þóra Sigurðardóttir.

-----------------------

Verkin á sýningunni eru eftir:

Önnu Guðjónsdóttur

Anne Thorseth

Dagbjörtu Drífu Thorlacius

Helga Þorgils Friðjónsson

Kristinn G. Harðarson

Kristínu Rúnarsdóttur

Þorra Hringsson

Sýningin Dalir og hólar 2010 - ferðateikningar(júlí /ágúst)

var styrkt af Menningarráði Vesturlands, Menningarráði Vestfjarða , Ólafsdalsfélaginu, Kulturkontakt Nord, Statens Kunstraad (Dk.) og Nýpurhyrnu

linkar:

Dalir og Hólar 2010 Dalir og hólar 2009 Dalir og hólar 2008

-------------------------

Hoffmannsgallerí er staðsett í húsnæði ReykjavíkurAkademíunnar á 4. hæð JL hússins við Hringbraut 121. Sýningin er opin alla virka daga frá 9:00 - 17:00 og stendur fram eftir hausti.

Umsjónarmenn Hoffmannsgallerís eru:

Kristinn G Harðarson Sólveig Aðalsteinsdóttir

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

símar: 551 1269 / 897 6710 551 1949 / 692 1194

FaLang translation system by Faboba