Skrifstofuaðstaða í fræðasetrinu við Þórunnartún
Sjálfseignarstofnunin ReykjavíkurAkademían ses starfrækir fræðasetur á 2. hæð í Þórunnartúni 2, í Reykjavík. Þar eru tæplega 20 skrifstofur sem félagsmenn geta fengið leigt til lengri eða skemmri tíma.
Skrifstofurnar eru frá 11-25 fermetrar að stærð. Innifalið í leigu á skrifstofu og fyrirtaks rannsóknaaðstöðu er eftirfarandi:
- Internet, rafmagn og hiti.
- Aðgangur að fundarherbergi, eldhúsi og ráðstefnusal án endurgjalds.
- Þátttaka í fjölfaglegu samstarfi.
- Þátttaka í gerð námskeiða, útgáfu og mótun ráðstefna og málþinga.
- Möguleiki á að sækja um framlag úr þeim sjóðum sem ReykjavíkurAkademían kann að hafa yfir að ráða hverju sinni til að styrkja einstök verkefni.
- Möguleiki á kennslu á háskólastigi og öðrum verkefnum sem ReykjavíkurAkademían tekur að sér.
Til að sækja um skrifstofu þarf að fylla út eyðublaðið Umsókn um skrifstofu.
Athugið að aðeins félagar í ReykjavíkurAkademíunni geta fengið vinnuaðstöðu. Upplýsingar um félagið og félagsaðild er að finna undir flipanum Félagið.
Nánari upplýsingar fást á skrifstofu Akademíunnar. Skrifstofan er opin virka daga frá kl 10-16.
Símanúmer skrifstofu er 562 8561
Netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.