Undir merkjum ReykjavíkurAkademíunnar stíga fræðimenn hennar reglulega á stokk og halda opinbera fyrirlestra um viðfangsefni sín. Fyrirlestrarnir eru haldnir í Þórunnartúni og eru auglýstir sérstaklega.
Vísindabyltingar í Öndvegi þann 7. desember kl. 12:00-13:00
Fimmtudaginn 7. desember fjallar Björn S. Stefánsson, forstöðumaður Lýðræðissetursins, um gerð vísindabyltinga og fræði hópákvarðana í Öndvegiskaffi ReykjavíkurAkademíunnar. Viðfangsefnið byggir á grundvallarriti Thomas Kuhn, The Structure of Scientific Revolution...
Er hægt að efna kosningaloforð til aldraðra? Haukur Arnþórsson í Öndvegi 23. nóv
Í Öndvegiskaffi RA næstkomandi fimmtudag mun dr. Haukur Arnþórsson kynna niðurstöður rannsóknar á kjörum aldraða á árunum 2007-2016 og hvaða breytingar voru gerðar 2017. Fram kemur hvar staðan er góð og hvar hún er erfið. Kynnt eru meðaltöl, bæði fyrir aldraða í heild...
Hvernig getur stefna Trumps ógnað Íslandi? Árni Finnsson fjallar um loftslagsbreytingar í Öndvegi
Í Öndvegi fimmtudaginn 2. nóvember næstkomandi mun Árni Finnsson stíga á stokk og fjalla um loftslagsbreytingar og þær ógnir sem stafa af stefnu Donalds Trumps, Bandaríkjaforseta, í loftslagsmálum. Samkvæmt venju verður fundurinn haldinn í fundarsal RA í Bókasafni...
Framtíð íslenska lýðveldisins eftir Hrunið – Hnignun eða uppbygging lýðræðis?
Prófessor emeritus Svanur Kristjánsson ríður á vaðið og fjallar um "Framtíð íslenska lýðveldisins eftir Hrunið - Hnignun eða uppbygging lýðræðis." Fyrilestur og umræður standa yfir í um eina klukkustund eða frá kl. 12:00 til 13:00. Allir velkomnir meðan húsrúm...
Kvennalistinn.is: saga íslenskra kvennaframboða á 9. áratugnum
Í Öndvegiskaffi á fimmtudaginn mun Kristín Jónsdóttir kynna vefinn www.kvennalistinn.is sem hún hefur verið að hanna og þróa undanfarið ár. Kristín er ein af þeim konum sem stofnaði Kvennaframboð 1982 og Kvennalista 1983 og er sýn hennar á sögu framboðanna því...
„Menningararfur hverra? Íslenskar fornritarannsóknir og áhrif þeirra 1780-1830“
Gylfi Gunnlaugsson og Clarence E. Glad munu kynna rannsóknir sínar í Öndvegiskaffi ReykjavíkurAkademíunnar í hádeginu fimmtudaginn 27. apríl, kl. 12:00. Heiti erindisins er: „Menningararfur hverra? Íslenskar fornritarannsóknir og áhrif þeirra 1780-1830“ og byggir á...