(354) 562 8565 ra@akademia.is
  1. Forsíða
  2.  » 
  3. Fréttir
  4.  » Nýr fræðimaður: Auðunn Arnórsson

Nýr fræðimaður: Auðunn Arnórsson

by | 12. jan, 2024 | Fréttir

Auðunn ArnþórssonAuðunn hefur unnið við blaðamennsku, utanríkisþjónustu, háskólakennslu og rannsóknir, mest á sviði stjórnmálafræði (alþjóðastjórnmála/Evrópufræða) en hneigist líka til sagnfræðigrúsks. Enda er fyrsta meistaragráða Auðuns einmitt í sagnfræði (auk stjórnmálafræði, reyndar), sem hann lauk frá háskólanum í Freiburg í Þýzkalandi seint á síðustu öld. Meistaragráðu númer tvö sótti hann til Belgíu, nánar tiltekið Evrópuháskólans í Brugge (College of Europe), í evrópskum stjórnmálum og stjórnsýslu. Nýjasta háskólagráða þessa námsgráðuga manns er síðan MPA-gráða í opinberri stjórnsýslu frá Háskóla Íslands, sem hann útskrifaðist úr sumarið 2021.
Meðal verkefna sem Auðunn vinnur að sem liðsmaður ReykjavíkurAkademíunnar er ný og uppfærð útgáfa kennslubókar um Evrópumál, sem kom út í fyrstu útgáfu á vegum Alþjóðamálastofnunar HÍ hjá Háskólaútgáfunni árið 2015 (titill: Saga Evrópusamrunans – Evrópusambandið og þátttaka Íslands). Til þessa verks hlaut hann ritlaunastyrk frá Hagþenki. Auðunn sinnir einnig stundakennslu í alþjóðastjórnmálum (ESB-málum) og blaðamennskufræðum við HÍ. Nú í vetur er hann líka að bæta við sig leiðsögunámi hjá Endurmenntun HÍ.

Nánari upplýsingar um Auðunn