(354) 562 8565 ra@akademia.is
  1. Forsíða
  2.  » 
  3. Rannsóknir
  4.  » Rannsóknarþjónusta

Rannsóknarþjónusta

Rannsóknarþjónusta Akademíunnar var sett á fót í byrjun árs 2014 í þeim tilgangi að efla og styrkja akademískar rannsóknir innan Akademíunnar og halda utan um fræðilega viðburði á hennar vegum.

Akademían er bakhjarl sjálfstætt starfandi fræðimanna þegar kemur að því að sækja um styrki í innlenda og veitir eftir bestu getu ráðgjöf um helstu fjármögnunarmöguleika, aðstoðar við að finna samstarfsaðila og við gerð styrkumsókna. Einnig annast Akademían rekstur rannsóknaverkefna og býður upp á faglega umsýslu með rannsóknarverkefnum.