Ritröðin Atvik er vettvangur þar sem hugmyndir og rannsóknir eru kynntar með þýðingum og frumsömdum textum í hnitmiðuðum smáritum, handhægum og ódýrum bókum í vasabroti. Atviks-bókunum er ætlað að draga fram athyglisverðar hræringar í menningarlífi hér á landi og erlendis og örva umræðu um knýjandi efni sem tengjast samtímanum. Hægt er að kaupa allar atviksbækurnar á skrifstofu ReykjavíkurAkademíunnar, JL-húsinu, Hringbraut 121, eða fá þær heimsendar. Pantanir berist á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Einnig er hægt að gerast áskrifandi að bókunum en áskrifendur fá afslátt.

 


Almenningsálitið er ekki til
Pierre Bourdieu
Ritstjóri er Davíð Kristinsson
Félagsvísindamaðurinn Pierre Bourdieu var einn áhrifamesti hugsuður Frakklands á 20. öld, jafnt innan háskólasamfélagsins sem utan þess. "Við núverandi aðstæður eru skoðanakannanir stjórnvaldstæki. Líkast til er mikilvægasta hlutverk þeirra fólgið í því að koma á þeirri tálsýn að til sé almenningsálit sem samanstandi einfaldlega að samanlögðum skoðunum einstaklinga eða einhvers konar meðalskoðun. Almenningsálitið sem birtist á forsíðum dagblaðanna í formi prósentutalna er hreinn og klár tilbúningur..."

Verð = 2.500 + sendingakostnaður


Að sjá meira
Susan Sontag
Ritstjóri er Hjálmar Sveinsson
Susan Sontag var meðal snjöllustu essayista síðustu áratuga. Ritgerðum hennar var reyndar ekki ætlað að sanna eitt eða neitt eða byggja upp akademíska kenningu um veruleikann. Þær eru miklu frekar knúnar áfram af einstöku næmi fyrir margbreytileika hlutanna eins og þeir birtast okkur – og sterkri réttlætiskennd. Í ritgerðum sínum hnitar hún stóra og smáa hringi í kringum kjarna hvers máls, kjarna sem reynist oft vera siðfræðileg og fagurfræðileg þversögn.

Verð 2.200 + sendingakostnaður


Miðill - Áhrif - Merking
Marshall McLuhan
Ritstjóri er Þröstur Helgason
Marshall McLuhan skaut upp á stjörnuhimin fræðanna á sjöunda áratugnum með frösum um heimsþorpið, stjörnuþoku Gutenbergs og að miðillinn væri merkingin. Á bak við þá bjó óvenjuskörp og afhjúpandi sýn á áhrif fjölmiðla samtímans og upplýsingabyltingarinnar sem enn er verið að vinna úr í alþjóðlegu fræðasamfélagi. Í þessu riti eru birtar þýðingar á fimm grundvallargreinum eftir McLuhan ásamt ítarlegum inngangi um manninn, hugmyndir hans og áhrif.

Verð = 1.900 + sendingakostnaður


Borgarmynstur
Ritstjórar eru Halldór Gíslason og Geir Svanson
Í þessari bók er úrval greina og textabrota, eftir erlenda arkitekta og fræðimenn, um borgina, hugmyndarfræði hennar, hönnun og skipulag. Greinarnar gætu verið lesefni í nýlegri fræðigrein sem nefnd hefur verið „borgarfræði“ eða „urban studies“ enda er tilgangur bókarinnar að veita innsýn í þá fræðigrein.

Verð = 2.200 + sendingakostnaður


Heimspeki verðandinnar. Rísóm, sifjar og innrætt siðferði
Ritstjóri er Geir Svansson.
Efni bókarinnar er „Rísóm“, inngangurinn að Mille Plateaux eftir Gilles Deleuze og Félix Guattari í þýðingu Hjörleifs Finnssonar og ritgerðin „Hvers er Nietzsche megnugur? Um íslenska siðfræði og franska sifjafræði“ eftir Davíð Kristinsson og Hjörleif Finnsson.

Verð = 1.900 + sendingakostnaður


Tíðarandi í aldarbyrjun
Ritstjóri er Þröstur Helgason
Greinar um Tíðaranda í aldarbyrjun birtust í Lesbók Morgunblaðsins á útmánuðum árið 2001. Þessi bók hefur að geyma úrval þessara greina. Þær voru valdar með það í huga að sýna eins konar þverskurð af þeirri mynd tímans sem höfundar drógu upp í greinarflokknum. Höfundarnir eru þekktir íslenskir fræðimenn og einn erlendur.

Verð = 1.900 + sendingakostnaður


Molar og mygla. Um einsögu og glataðan tíma
Ritstjórar eru
Ólafur Rastrick og Valdimar Tr. Hafstein
Carlo Ginzburg, upphafsmaður einsögunnar, er einn greinarhöfunda þessarar Atviksbókar. Verk hans eru meðal annars viðfangsefni greina sagnfræðinganna Davíðs Ólafssonar og Sigurðar Gylfa Magnússonar. Þeir ræða einnig almennt um einsöguna, tengsl hennar við póstmódernismann og íslenska sagnfræði.

Verð = 1.900 + sendingakostnaður


Framtíð lýðræðis á tímum hnattvæðingar
Ritstjórar eru Hjálmar Sveinsson og Irma Erlingsdóttir
Þetta er safn greina sem upphaflega birtist í þýska vikuritinu Die Zeit. Hér velta nokkrir þekktustu félagsfræðingar og stjórnmálafræðingar samtímans fyrir sér framtíð lýðræðis á tímum hnattvæðingar.

Verð = 1.900 + sendingakostnaður


Frá eftirlíkingu til eyðimerkur
Jean Baudrillard
Róttæk hugsun Um níhílisma Framrás líkneskjanna Getuleysi sýndarveruleikans Samsæri listarinnar Svalar minningar.

Verð = 1.900 + sendingakostnaður


Listaverkið á tímum fjöldaframleiðslu sinnar
Walter Benjamin
Fjöldinn hefur nú jafn knýjandi þörf fyrir að færa hlutina "nær" sér bæði í landfræðilegum og mannlegum skilningi og að yfirvinna hið einstæða við hvern viðburð með því að notast við eftirmynd hans.

Verð = 2.200 + sendingakostnaður


Tengt við tímann - Tíu sneiðmyndir frá aldarlokum
Ritstjóri er Kristján B. Jónasson
Tengt við tímann er safn tíu texta þar sem tíu manns reyna að finna taug milli sín og samtímans. Höfundar fjalla um ólíkar, stundum gerólíkar, hliðar á sama viðfangsefni.

Verð = 1.900 + sendingakostnaður


Hægt er að Atviksbækurnar hjá Bóksölu stúdenta. Smelltu hér

FaLang translation system by Faboba