(354) 562 8565 ra@akademia.is
  1. Forsíða
  2.  » 
  3. Fréttir
  4.  » Atvik og Geir Svansson (sögubrot)

Atvik og Geir Svansson (sögubrot)

by | 8. ágú, 2006 | Fréttir

Geir Svansson

Árið 2006 birtist viðtal við Geir Svansson (1957-2022) í Morgunblaðinu þar sem rætt var við hann um Atvikaröðina, útgáfu ReykjavíkurAkademíunnar hvers markmið er að kynna fyrir landsmönnum nýjar og róttækar hugmyndir með þýðingum og frumsömdum textum. Geir sem er einn hvatamanna útgáfunnar kemur í viðtalinu inn á að Atvikaröðin hafi oft hefur verið tengd við póstmódernisma. Geir hafnar þeirri tengingu, segir hugtakið vafasamt og að höfundurnir sem þýddir hafi verið “eru ólíkir og margir þeirra hafna … opinskátt að fræði þeirra tilheyri einhverri póstmódernískri stefnu.”

Þegar viðtalið er tekið við Geir höfðu 10 Atvikabækur verið gefnar út þar af 5 árið 2000. Þá kemur fram að tvö rit eru væntanleg undir merkjum ritraðarinnar. Annað átti að innhalda úrval greina eftir Pierre Bourdieu og hitt helgað heimspekingnum Jacques Derrida. Þá var ýmislegt annað í bígerð þáverandi ritstjórn Atvika, Geir Svansson, Hjálmar Sveinsson, Jón Ólafsson og Ólöf Gerður Sigfúsdóttir stefndu á að gefa út tvö rit árlega.

Ljósmyndin af Geir með nokkrar Atvikabækur er tekin af Jim Smart og birtist með viðtali Flóka Guðmundssonar við Geir Svansson sem birtist 8. ágúst 2006 í Morgunblaðinu.


Sögubrotið er tekið saman af Önnu Þorbjörgu Þorgrímsdóttur í tilefni af 25 ára afmæli ReykjavíkurAkademíunnar 7. maí 2022.
Ef þú býrð yfir frekari upplýsingum um Atvikaröðin og aðra útgáfustarfsemi Akademíunnar, hafðu þá samband við skrifstofuna. Netfangið er ra [hjá] akademia.is