(354) 562 8565 ra@akademia.is

Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

Þór Martinsson sagnfræðingur á Hugvísindaþingi

9. mars kl. 10:00 - 12:00

Þór Martinsson sagnfræðingur og demóni er ein fjögurra fræðimanna sem halda fyrirlestra á Hugvísindaþingi undir yfirskriftinni Gegn einhliða túlkun. Um áhrif ólíkra nálganna á þjóðarsögu

Erindi Þórs heitir Íslenskur þjóðarvilji og flokkadrættir: Af hverju niðurstöður Þingvallafundarins 1873 skapa vandamál fyrir hefðbundinn frásagnamáta íslenskrar sjálfstæðisbaráttu.

Málstofan hefst kl. 10.00, í stofu 103 í Lögbergi.

Útdráttur:
Sumarið 1873 var kjörin samkoma sett á Þingvöllum sem hafði það verkefni að „kveða upp álit sitt um það, hvort meiri hlutinn á alþingi hefir styrk þjóðarinnar”. Þá hafði deila þingsins við stjórnvöld um það hvernig bæri að endurskilgreina stöðu Íslands innan danskrar ríkisheildar eftir endalok einveldis staðið í næstum aldafjórðung og svo virtist sem margir á Íslandi væru orðnir löngu þreyttir á deilunni og kröfðust lausna.

Á þessum fundi biðu sjónarmið Jóns Sigurðssonar ósigur og ári síðar var Stjórnarskrá Íslands innleidd með samþykki Alþingis.

Niðurstaða Þingvallafundarins passar ekki við ráðandi sögufrásögn íslenskrar sjálfstæðisbaráttu. Samkvæmt henni endurspegluðu skoðanir Jóns Sigurðssonar í deilunni við dönsk stjórnvöld íslenskan þjóðarvilja. Sem sést meðal annars í því, hálfri öld eftir Þingvallarfundinn 1873, afneitaði Páll Eggert Ólason prófessor og opinber æviritari þjóðhetjunnar niðurstöðum fundarins.

Í þessum fyrirlestri verður fjallað um Þingvallafundinn 1873. Sýnt verður fram á hvers vegna innihald hans passar ekki við hefðbundna frásögn íslenskrar sjálfstæðisbaráttu. Að niðurstaða fundarins sé jafnvel fær um að leiða fram fjölbreyttari og áhugaverðari mynd af íslenskum stjórnmálum á seinni hluta 19.aldar en við erum vön

Details

Date:
9. mars
Time:
10:00 - 12:00