1. Forsíða
  2.  » 
  3. Fréttir
  4.  » “Verulega nytsamleg þekking”: Marxismi, fjöldahreygingar og samskipti aktivista og fræðimanna

“Verulega nytsamleg þekking”: Marxismi, fjöldahreygingar og samskipti aktivista og fræðimanna

by | 15. Mar, 2015 | Fréttir, Fyrirlestrarröð RA, Viðburðir RA

Laugardaginn 21. mars kl. 14:00 heldur írski félagsfræðingurinn Dr. Laurence
Cox fyrirlestur í ReykjavíkurAkademíunni, Þórunnartúni Dr. Laurence Cox2, 4. hæð (í húsakynnum Bókasafns Dagsbrúnar). Í fyrirlestrinum verður fjallað um starf Dr. Cox á sviði þáttökurannsókna og aðgerðanáms. Dr. Laurence Cox stýrir MA- og Ph.D. námi við National University of Ireland Maynooth. Stúdentar taka þátt í hinum ýmsu fjölda- eða félagshreyfingum og samþætta þar fræðilegar rannsóknir og aktívisma. Þetta gefur aktívistum færi á að vera virkir í fullu námi/starfi á nýjan og mjög skapandi hátt. Dr. Cox ritstýrir tímariti þar sem fjallað er um einstakar rannsóknir og mun í fyrirlestrinum m.a. fjalla um dæmi um góðan árangur af slíkum þáttökurannsóknum.

Dr. Laurence Cox er höfundur og ritstjóri fjölda bóka og hefur sjálfur verið aktívisti frá því fyrir 1990.

Nánar um fyrirlesturinn:

„Verulega nytsamleg þekking“: Marxismi, fjöldahreyfingar og samskipti aðgerðasinna og fræðimanna.

Frá því um aldamót, og sérstaklega síðan fjármálakreppan hófst, hefur fjöldabarátta náð sér verulega á strik um allt norðurhvel jarðar, og á sama tíma hafa miklar hræringar á sviði stjórnmála endurnýjað valdakerfi Suður Ameríku. Einnig hafa orðið uppreisnir í Miðausturlöndum og annars staðar. Um leið hafa fræðilegar rannsóknir á fjölda- eða félagshreyfingum farið vaxandi, en alltof oft er verið að tala um hreyfingar frekar en við þær. Því gleymist of auðveldlega hversu fræðin hafa þegið mikla þekkingu frá reynslu fjöldahreyfinga á jafn ólíkum sviðum og marxisma, femínisma, vistfræði, gagnrýnum fræðum á sviði kynþátta og þjóðflokka, félagssögu og munnlegri sögu, sögu homma og lesbía, hinseginfræðum o.s.frv.

Í fyrirlestrinum verður fjallað um samræðu milli virkra þáttakenda í fjöldahreyfingum og fræðimanna sem stunda rannsóknir á starfi slíkra hreyfinga, MA og PhD nám sem byggist á þáttöku í starfi hinna ýmsu félagshreyfinga og tímarit sem fjallar um reynsluna af slíku námi og starfi. Aðferðafræðin sem liggur til grundvallar við þetta fræðastarf byggir á marxisma og starfi hinnar alþjóðlegu réttlætishreyfingar, „hreyfingu hreyfinganna“ (Global Justice Movement–Movement of movements). Markmiðið er að búa til þekkingarsvigrúm eða þekkingarrými sem geti nýst félagshreyfingum bæði við stefnumótun og kenningasmíði, til að bæta persónulega aðstöðu aðgerðasinna til starfa á þessum sviðum, og svigrúm sem er líka fræðilega skapandi, þannig að „rými vonar“ myndist bæði á stjórnmála- og fræðasviði. Fyrirlestrinum lýkur með því að rætt verður dæmi um hvernig þáttökurannsóknir hafa orðið til að efla félagslegar hreyfingar um ákveðin málefni á Írlandi.

Dr. Laurence Cox stýrir MA-námi á sviði félagsfræði, jafnréttisfræði og aðgerðafræði við Þjóðarháskóla Írlands í Maynooth og er stofnandi og ritstjóri opins tímarits á sviði aðgerðafræða, Interface. Hann er meðhöfundur bókarinnar We Make Our Own History: Marxism and Social Movements in the Twilight of Neoliberalism og meðritstjóri bókanna Understanding European Movements: New Social Movements, Global Justice Struggles, Anti-austerity ProtestMarxism and Social Movements; og Silence Would be Treason: Last Writings of Ken Saro-Wiwa meðal annarra. Hann hefur tekið þátt í ýmsum félags- og fjöldahreyfingum á Írlandi og víðar síðan á 9. áratug 20. aldar.