(354) 562 8565 ra@akademia.is
  1. Forsíða
  2.  » Rannsóknir

Sjálfstæðar rannsóknir, einkum í hug- og félagsvísindum eru meginmarkmið ReykjavíkurAkademíunnar. Kjölfestan er rannsóknir og ritstörf einstaklinga sem þeir afla fjár til sjálfir, úr ýmsum rannsóknasjóðum. Fræðimennirnir eru menntaðir í helstu greinum hug- og félagsvísinda og búa að þekkingu frá öllum heimshornum.  Því koma saman í Akademíunni ólík fræðasvið sem saman skapa þverfaglega samræðu um fræðileg málefni samfélagsins í nútíð og fortíð. Samstarf fræðimanna er vaxandi og innan Akademíunnar er auðvelt að byggja upp rannsóknarhópa og hvers konar vinnuhópa með litlum fyrirvara.

ReykjavíkurAkademían býður upp á faglega umsýslu með verkefnum sem styrkt eru af innlendum og erlendum rannsóknarsjóðum.

Rannsóknarþjónusta

Rannsóknarþjónusta (RannsóknarSmiðja RA) var stofnuð í byrjun árs 2014 í þeim tilgangi að efla og styrkja akademískar rannsóknir innan Akademíunnar og halda utan um fræðilega viðburði á vegum stofnunarinnar.

Rannsóknarverkefni

Á vegum ReykjavíkurAkademíunnar er unnið að hagnýtum og fræðilegum rannsóknum einkum á hug- og félagsvísindasviði. Undir hennar hatti starfa fræðimenn í ýmsum samstarfsverkefnum sem standa yfir í lengri eða skemmri tíma. Rannsóknirnar eru af ýmsum toga og afurðir þeirra fjölbreyttar.