1. Forsíða
  2.  » Rannsóknir

Meginmarkmið ReykjavíkurAkademíunnar er að styðja við rannsóknir og þekkingarmiðlun fræðafólks sem starfar utan háskólanna. Stofnunin er bakhjarl fræðafólksins og býður upp á faglega umsýslu með verkefnum sem eru styrkt af innlendum og erlendum rannsóknarsjóðum.

Kjölfestan eru rannsóknir einstaklinga, menntaðir í helstu greinum hug- og félagsvísinda sem sjálfir afla fjármagns úr ýmsum rannsóknasjóðum. Samstarf fræðimanna er vaxandi og innan Akademíunnar er auðvelt að byggja upp rannsóknarhópa og hvers konar vinnuhópa með litlum fyrirvara. Rannsóknir stofnunarinnar beinast að því að skoða og miðla þekkingu á sögu stofnunarinnar, fræðafólkinu, fræðilegum bakgrunni, framlagi þess til rannsókna og nýsköpunar og mati á hagrænum áhrifum.

Rannsóknarþjónusta

Rannsóknarþjónusta (RannsóknarSmiðja RA) var stofnuð í byrjun árs 2014 í þeim tilgangi að efla og styrkja akademískar rannsóknir innan Akademíunnar og halda utan um fræðilega viðburði á vegum stofnunarinnar.

Rannsóknarverkefni

Á vegum ReykjavíkurAkademíunnar er unnið að hagnýtum og fræðilegum rannsóknum einkum á hug- og félagsvísindasviði. Undir hennar hatti starfa fræðimenn í ýmsum samstarfsverkefnum sem standa yfir í lengri eða skemmri tíma. Rannsóknirnar eru af ýmsum toga og afurðir þeirra fjölbreyttar.