1. Forsíða
  2.  » Um stofnunina

ReykjavíkurAkademían er málsvari fræðafólks sem starfar sjálftætt, einkum á sviði menningar- hug- og félagsvísinda. Þá rekur stofnunin Miðstöð fræðafólks utan háskólanna í Þórunnartúni 2. Þar er aðsetur fræðimanna, félagasamtaka og smærri fyrirtækja og þangað sækja félagar ReykjavíkurAkademíunnar fjölbreytta þjónustu.

Félag ReykjavíkurAkademíunnar, FRA er bakhjarl stofnunarinnar og styður við starfsemina og stendur vörðu um hagsmuni hennar og skipuleggur viðburði sem efla samstöðu félaga innan húss sem utan. 

Akademían

ReykjavíkurAkademían ses er vinnustaður ríflega fjörtíu fræðimanna. Þar er hátt til lofts og vítt til veggja.

Félag Akademíunnar

Félag ReykjavíkurAkademíunnar heldur utan um félagslíf og miðlun fræða og gætir hagsmuna sjálfstætt starfandi fræðimanna.

Saga Akademíunnar

Saga ReykjavíkurAkademíunnar nær aftur til ársins 1997 og speglar sögu og aðbúnað menningar- hug- og félagsvísinda á Íslandi.