(354) 562 8565 ra@akademia.is
  1. Forsíða
  2.  » 
  3. Miðlun
  4.  » Viðburðir

Fastir viðburðir á vegum ReykjavíkurAkademíunnar

Fyrst skal nefna Fyrirlestraröð RA en þar stíga fræðimenn Akademíunnar á stokk og halda opinbera fyrirlestra um viðfangsefni sín.

Þá hafa Dagsbrúnarfyrirlestrar verið haldnir í tæpa tvo áratugi en viðfangsefni þeirra er með einum eða öðrum hætti saga verkalýðshreyfinguna.

Löng hefð er fyrir Borgarmálþingum sem haldin eru í samvinnu við Reykjavíkurborg og fjalla oftar en ekki um þær samfélagslegu áskoranir sem blasa við íbúum Reykjavíkur.

Undir heitinu H21 Ungir fræðimenn, stefnir Akademían saman nýdoktorum úr ólíkum fræðigreinum til þess að ræða strauma og stefnur í fræðunum og þverfagleg vandamál og lausnir.

Fyrirlestraröð RA

Undir merkjum ReykjavíkurAkademíunnar stíga fræðimenn reglulega á stokk og halda opinbera fyrirlestra um viðfangsefni sín. Fyrirlestrarnir eru haldnir í Þórunnartúni og eru auglýstir sérstaklega.

Dagsbrúnarfyrirlestrar

Á hverju ári síðan 2003 hafa Dagsbrúnarfyrirlestrar verið haldnir í samvinnu ReykjavíkurAkademíunnar, Bókasafns Dagsbrúnar og Eflingar-stéttarfélags. Efni fyrirlestrana er fjölbreytt en tengist ávallt verkalýðshreyfingunni með einum eða öðrum hætti.

Borgarmálþing

Reglulega eru haldin málþing í samvinnu við Reykjavíkurborg. Málþingin endurspegla áherslur og sérþekkingu innan ReykjavíkurAkademíunnar og hvelfast oftar en ekki um málefni sem viðkemur borgarbúum.

H21 Ungir fræðimenn

H21 (Hugmyndir 21. aldarinnar) stefnir saman fjórum nýdoktorum úr ólíkum greinum hug- og félagsvísinda í þeim tilgangi að stuðla að þverfaglegri umræðu um strauma og stefnur í  mannvísindum samtímans.