1. Forsíða
  2.  » 
  3. Fréttir
  4.  » Vorferð RA 2015 20.júní

Vorferð RA 2015 20.júní

by | 9. Jun, 2015 | Fréttir

 

Sæl öll,

Á liðnum vetri varð ekkert úr jólatrésskemmtun barnanna á vegum ReykjavíkurAkademíunnar vegna flutninga í ný húsakynni og af ýmsum öðrum ástæðum sem hér verða ekki raktar. Sem sárabót fyrir ungviðið var því ákveðið að efna til vor– eða sumarhátíðar fyrir börnin. Hvorki vorið né sumarið hafa enn látið sjá sig, en engu að síður er nú blásið til fagnaðar og tvær flugur slegnar í einu höggi.

Vorferðin og sumarhátíð barnanna verða sameinuð í ferð út í Viðey laugardaginn 20. júní. Gert er ráð fyrir að við förum frá Skarfabryggju kl. 13:15 og snúum síðan heim með bátnum kl. 18:30. Í eyjunni er góð aðstaða til að grilla og leika sér. Alvaran verður einnig með í för. Guðjón Friðriksson fræðir okkur um sögu Viðeyjar og afrek Skúla fógeta auk annars sem hefur sögulegt gildi í eyjunni í nútíð og fortíð. Leyfið börnunum og barnabörnunum að koma með.

Verð fyrir fullorðan er 500,- kr og frítt fyrir börn.

Til að skrá sig ýtið HÉR