1. Forsíða
  2.  » 
  3. Fréttir
  4.  » Útgáfufregn: Arnþór Gunnarsson, Hæstiréttur í hundrað ár.

Útgáfufregn: Arnþór Gunnarsson, Hæstiréttur í hundrað ár.

by | 13. Jan, 2022 | Fréttir

Arnþór Gunnarsson, Saga hæstaréttar

Hæstiréttur í hundrað ár. Saga. er rituð af Armþóri Gunnarssyni sagnfræðingi í tilefni aldarafmæli réttarins 16. febrúar 2020. Stofnun Hæstaréttar var mikilvægur áfangi í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar enda fengu Íslendingar þá í hendur æðsta dómsvald í eigin málum. Í þessu riti sem gefið er af Bókmenntafélaginu er aldarsaga réttarins rakin. Hún er samofin sjálfstæðisbaráttunni og þróun stjórnmála innanlands. Oft hefur gustað um Hæstarétt og jafnvel verið vegið að sjálfstæði hans en í annan tíma hefur rétturinn notið virðingar og friðhelgi. Þetta er viðburðarík saga sem varpar ljósi á íslenskt samfélag og kemur á óvart.

Arnþór Gunnarsson (f. 1965) er sjálfstætt starfandi sagnfræðingur við ReykjavíkurAkademíuna. Hann lauk BA-prófi í sagnfræði frá Háskóla Íslands árið 1990 og MS-prófi í ferðamálafræði frá sama skóla árið 2010. Meðal bóka Arnþórs eru Saga Hafnar í Hornafirði I–II (1997 og 2000), Guðni í Sunnu. Endurminningar og uppgjör (2006) og Saga flugvalla og flugleiðsögu á Íslandi (2018).

ReykjavíkurAkademían óskar Arnþóri innilega til hamingju með einstaklega glæsilegt fræðirit.