1. Forsíða
  2.  » 
  3. Fréttir
  4.  » Söguþing 2022

Söguþing 2022

by | 20. May, 2022 | Fréttir

Merki söguþingsinsÍslenska söguþingið er nú haldið í fimmta sinn í Hamri, húsnæði menntavísindasviðs við Stakkahlíð. Á dagskánni eru yfir þrjátíu málstofur og setja félagar í Félagi ReykjavíkurAkademíunnar mark sitt á all flestar.

Þá taka fræðimenn ReykjavíkurAkademíunnar þátt í þremur málstofum:

Fyrsta skal telja málstofuna Sögur og fylgdarmenn sem byggir á rannsóknarverkefni sem hlaut styrk hjá RÍM (Ritmenning íslenskra miðalda) árið 2020 og felur meðal annars í sér vinnslu gagnagrunns um þekkta fylgdarmenn nokkurra helstu höfðingja Sturlungaaldar. Verkefnið er unnið að sagnfræðingunum Árna Daníel Júlíussyni og Axel Kristinssyni og Viðari Hreinssyni bókmenntafræðingi sem allir halda fyrirlestra á málstofunni sem er stýrt af Ingunni Ásdísardóttur þjóðfræðingi og formanni stjórnar RA. ReykjavíkurAkademían er samstarfsaðili verkefnisins.

Þá heldur Þórunn Valdimarsdóttir sagnfræðingur og rithöfundur fyrirlesturinn „Hugvísindin til atvinnuveganna = fjöldans“ í málstofunni Sagnfræði innan veggja Háskólans og utan.

Að lokum stígur á stokk Arnór Gunnar Gunnarsson sagnfræðingur og flytur fyrirlesturinn „Þessi mikla grimd Tyrkja gjegn kristnum“: Stuðningur innan danska ríkisins við sjálfstæði Grikkja 1820–1830 í hugmyndafræðilegu samhengi“ í málstofunni Áhugi og þátttaka Íslendinga og annarra Norðurlandabúa í róttækum stjórnmálabreytingum erlendra ríkja