1. Forsíða
  2.  » 
  3. Aðalfundur
  4.  » Aðalfundur Félags ReykjavíkurAkademíunnar

Aðalfundur Félags ReykjavíkurAkademíunnar

by | 27. May, 2022 | Aðalfundur, Fréttir

Ingunn Ásdísardóttir fráfarandi formaður RAAðalfundur Félags ReykjavíkurAkademíunnar árið 2022 var haldinn 25. maí í Dagsbrún, fundarsal RA um hádegisbil. Auk hefðbundinna aðalfundastarfa þá fóru  fram kosningar í stjórnir FRA og RA ses

Í stjórn félagsins voru kosin þau Katrín Theódórsdóttir formaður, Salvör Aradóttir, Árni Finnsson, Guðrún Hallgrímsdóttir og Arnór Gunnar Gunnarsson.

Í stjórn RA ses voru kosin þau Lilja Hjartardóttir formaður, Katrín Theódórsdóttir varaformaður, Ingunn Ásdísardóttir, Gylfi Gunnlaugsson, Kristín Jónsdóttir, Gunnar Þorri Pétursson og Bára Baldursdóttir.

Skoðunarmenn reikninga voru valdir þeir Björn S. Stefánsson og Árni Finnsson

ReykjavíkurAkademían þakkar öllum sem komið hafa að starfseminni á liðnu starfsári bæði fyrir þeirra framlag til samfélags sjálfstætt starfandi fræðafólks og ánægjulegt samstarf. Að öðrum ólöstuðum viljum við sérstaklega nefna þau Ingunni Ásdísardóttur sem hætti sem formaður stjórnar eftir sjö ára setu og fyrrum formönnum FRA þeim Ingimar Einarssyni og Ásthildi Elvu Bernharðsdóttir. Hér eru myndir frá aðalfundinum.

Guðrún Hallgrímsdóttir stýrði fundinum og Kristín Jónsdóttir ritaði fundargerð. Að aðalfundi loknum var stefnan tekin í Grasagarðinn í Reykjavík sem var skoðaður undir leiðsögn Bjarkar Þorleifsdóttur. Hér eru myndir til að skoða.

Á allra næstu dögum munu birtast hér fyrir neðan tenglar, bæði á fundargerð aðalfundarins og á ársskýrslu RA 2021.