1. Forsíða
  2.  » 
  3. Aðalfundur
  4.  » Aðalfundur RA 2019

Aðalfundur RA 2019

by | 20. Jun, 2019 | Aðalfundur, Fréttir

Aðalfundur ReykjavíkurAkademíunnar var haldinn fimmtudaginn 20. júní.

Mörður Árnason stýrði fundi og Þorleifur Hauksson ritaði fundargerð. Að venju gerði formaður stjórnar félagsins, Ingimar Einarsson, grein fyrir störfum stjórnar og Arnþór Gunnarsson gjaldkeri kynnti reikninga félagsins. Þá flutti Ingunn Ásdísardóttir skýrslu stjórnar Akademíunnar og Anna Þorbjörg Þorgrímsdóttir kynnti reikningana.

Formaður Félags ReykjavíkurAkademíunnar var kosin Ásthildur Elva Bernharðsdóttir og í stjórn með henni Guðrún Hallgrímsdóttir, Árni Finnsson, Arnþór Gunnarsson og Salvör Aradóttir. Formaður RA ses var kjörin Ingunn Ásdísardóttir, Í stjórn með henni voru sjálfkjörin Ásthildur, Kristín Jónsdóttir, Gylfi Gunnlaugsson og Kolbrún Lilja Kolbeinsdóttir, ennfremur Lilja Hjartardóttir og Ingimar Einarsson.

Sem skoðunarmenn reikninga félagsins voru sjálfkjörnir Björn S. Stefánsson og Jón Pálsson.

Félagsgjöld á árinu 2019 voru ákveðin óbreytt, 2.700 krónur.

Skýrsla stjórnar RA 2019

Ársskýrsla RA ses 2018.