(354) 562 8565 ra@akademia.is
 1. Forsíða
 2.  » 
 3. Fréttir
 4.  » Aðalfundur ReykjavíkurAkademíunnar

Aðalfundur ReykjavíkurAkademíunnar

by | 27. maí, 2021 | Fréttir

Ágætu félagsmenn

Boðað er til aðalfundar Félags ReykjavíkurAkademíunnar, fimmtudaginn 3. júní 2021, kl. 12.00 Í fundarsal félagsins, Þórunnartúni 2, 1. hæð (hjá Bókasafni Dagsbrúnar). Á fundinum er kosið í stjórn Félags ReykjavíkurAkademíunnar og stjórn ReykjavíkurAkademíunnar ses og hér með er höfða til ábyrgðakenndar félagsmanna og auglýst eftir framboðum til stjórnanna. Þá eru félagsmenn hvattir til þess að mæta á fundinn.

Athygli félagsmanna er vakin á því að fyrir fundinum liggur tillaga til breytingar á lögum Félags ReykjavíkurAkademíunnar sem má sjá neðar í þessum texta. Einnig má skoða tillöguna um breytingu á lögum FRA hér.

Dagskrá aðalfundar:

 1. Kosning embættismanna fundarins.
 2. Skýrsla stjórnar Félags ReykjavíkurAkademíunnar (FRA).
 3. Reikningar félagsins.
 4. Umræður um skýrslu stjórnar og atkvæðagreiðsla um reikninga félagsins.
 5. Skýrsla um starfsemi RA-ses.
 6. Reikningar RA-ses bornir upp.
 7. Lagabreytingar. Tillögur um lagabreytingar skulu liggja frammi minnst viku fyrir aðalfund og kynntar félagsmönnum.
 8. Kjör formanns Félags ReykjavíkurAkademíunnar.
 9. Kjör fjögurra stjórnarmanna.
 10. Kosning formanns RA-ses og fjögurra manna til setu í stjórn RA-ses og tveggja til vara..
 11. Kjör tveggja skoðunarmanna reikninga Félags ReykjavíkurAkademíunnar.
 12. Ákvörðun félagsgjalda.
 13. Önnur mál.

Atkvæðisrétt hafa félagsmenn sem eru viðstaddir fundinn og hafa greitt félagsgjald

Lagabreytingar

TILLAGA TIL BREYTINGA Á LÖGUM FÉLAGS REYKJAVÍKURAKADEMÍUNNAR
SEM SAMÞYKKT VORU Á AÐALFUNDI 2008.

Lagt er til að gerð verði eftirfarandi breytingu á 4. gr. laga Félags ReykjavíkurAkademíunnar:

og með opinberri tilkynningu í fjölmiðli.” verði „og með opinberri tilkynningu á vefmiðlum ReykjavíkurAkademíunnar.

Einnig að bætt verði við sömu grein eftirfarandi setningu: „Framboð til beggja stjórna sem kosnar eru á aðalfundi skulu berast skrifstofu með fjögurra daga fyrirvara.