(354) 562 8565 ra@akademia.is
  1. Forsíða
  2.  » 
  3. Fréttir
  4.  » Að græða á daginn og grilla á kvöldin: Nýfrjálshyggjan sem menningarlegt fyrirbæri 10. júní

Að græða á daginn og grilla á kvöldin: Nýfrjálshyggjan sem menningarlegt fyrirbæri 10. júní

by | 9. jún, 2010 | Fréttir

Attac á Íslandi og ReykjavíkurAkademían kynna:
Fyrirlestraröð um “Einkavæðing, markaðsvæðing, heimsvæðing”

Í maí og júní mun Attac á Íslandi gangast fyrir röð fyrirlestra. Þeir munu fjalla um einkavæðingu, markaðsvæðingu og hnattvæðingu undanfarinna áratuga.

Þriðji fyrirlesturinn verður haldinn í ReykjavíkurAkademíunni, Hringbraut 121, frá kl. 20:00 – 21:30 fimmtudaginn 10. júní í fyrirlestrarsal á 4. hæð.

Magnús Sveinn Helgason hagsögufræðingur flytur fyrirlestur undir heitinu

Að græða á daginn og grilla á kvöldin: Nýfrjálshyggjan sem menningarlegt fyrirbæri

Magnús Sveinn Helgason, sagnfræðingur, veltir fyrir sér með hvaða hætti nýfrjálshyggjan setur svip sinn á menninguna og hugmyndir okkar um samfélagið og stjórnmálin. Hann mun meðal annars velta því fyrir sér hvernig afpólítísering (depolitization) samfélagsins síðan á níunda áratugnum hefur greitt götu nýfrjálshyggjunnar og þeirri spurningu hvort atburðir vetrarins 2008-9 hafi markað tímamót í þessu tilliti.

 

 

Fyrirlesarar í þessari röð auk Magnúsar Sveins verða Guðmundur Jónsson prófessor í sagnfræði, Magnús Sveinn Helgason hagsögufræðingur og Viðar Þorsteinsson heimspekingur.

13. maí: Anna Karlsdóttir landfræðingur við Háskóla Íslands flytur fyrirlestur undir heitinu „Fyrirtækjaræði og lögleysur félagslegrar ábyrgðar í samtímanum.“

27. maí: Guðmundur Jónsson prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands flytur fyrirlestur undir heitinu “Hnattvæðingin og efnahagslegt öryggi Íslendinga.” Í fyrirlestrinum ætla Guðmundur að fjalla um hugtakið efnahagslegt öryggi og skoða í sögulegu samhengi hvaða þættir hafa helst stuðlað að áhættu og óöryggi í íslensku efnahagslífi.

24. júní: Viðar Þorsteinsson heimspekingur flytur fyrirlestur undir heitinu „Nýfrjálshyggjan er ekki til.”